8.7.2021 | 11:50
Nú er hafin blekkingarleikurinn að fullu!
Þegar nær dregur til kosninga, er hætta á að blekkingarleikur stjórnmálaflokkanna fari á stað að fullu. Þetta á við um flesta flokka, sem þegar hafa tilkynnt að þeir muni taka þátt í kosningum nú á haustmánuðum.
Tökum sem dæmi. Viðreisn kemur með nýjan frambjóðanda sem er allri þjóðinni kunnugur, jú sjónvarpsstjarnan Sigmar Guðmundsson. Hann er greinilega fenginn til að afvegaleiða kjósendur, með því að koma með sjóðheitt mál,það er heilbrigðismál og færa það í eikavæðingu. Nú skal veiða út á nýjar hugmyndir, sem Viðreisn telur að geti náð í nokkur atkvæði. En hvergi kemur fram að megin stefna Viðreisnar er að koma Íslandi í ESB.
Sama má segja um Samfylkinguna, hún hefur aldrei gert neitt fyrir verkalýðinn né heimilin í landinu, nei undir hennar stjórn var að gefa skotleyfi fjármálastofnanna á fjölskyldur eftir hrun. 9000 fjölskyldur þurftu að yfirgefa heimili sín undir forsæti Samfylkingarinnar. Hvergi kemur fram að helsta markmið Samfylkingarinnar er að koma Íslandi í ESB.
Píratar eru með mörg dægurflugumál á sinni dagskrá sem henta óþroskaðri kynslóðinni, en mengin markmið þeirra er að leggja alla menningu landsins af og fylla landið af alkyns óþjóðalýð, með inngöngu í ESB.
Og nú nýr flokkur undir stjórn Gunnars Smára, sem vill ekki starfa með þeim flokkum sem ekki vilja opna landamærin upp á gátt, telur verkafólki trú um að hann geti gert hag þeirra betri með að ríkisvæða allt atvinnulífið, telur að hann geti haldið áfram að skattpína allt, eftir að hann verður búinn að koma öllu heilbrigðu atvinnulífi á hausinn, eða það flúið úr landi.
Þetta eru vonarneistar vinstrimanna, sem eru nú þegar búnir að arðræna allt út úr velstæðu sjóðum Reykjavíkur, og vilja komast að kjötkötlum ríkisins, svo eyðsluveislan geti haldið áfram. Það hefur aldrei verið góðæri hjá almenningi undir stjórn vinstrimanna, þá fyrst er hætta á blóðmjólkun almúgans.
Það eru að koma kosningar, þitt er valið hvernig komandi alþingi lítur út. Nú sem aldrei fyrr er ábyrgðin mikil á þínum höndum. Notaðu tíman til að velja skinsamt fólk á þing, í staðin fyrir óábyrga auðnuleysingja.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.