Oft heyrist hátt í tómri tunnu!

Nú ryðst fram á ritvöllinn fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann og telur sig umkomna að setja ofan í við ríkisstjórn landsins og sakar þau um ræfildóm. Vart hefur komið fram eins skýr öfugmælavísa og frá þessari konu sem var með allt niður um sig er hún stjórnaði landinu og hafði ekki kjark til að bera, það er að standa með þjóðinni gegn auðvaldinu. Hún ásamt Steingrími J. Sigfússyni báru ábyrgð á að leyfa okurbúllum sem þau yfirtóku og stjórnuðu, að bera út 9000 fjölskyldur. Þetta kölluðu þau „SKJALBORG HEIMILINA“ og í kjölfarið varð einn mesti landsflótti frá Íslandi síðan í móðu harðindunum. Þessi málsvari níðingsháttar sem henni ásamt Steingrími J., hefði verið í lófa lagið að koma fyrir slíkt ástand. Nei þeim var skít sama um almenning í landinu og nú sem enda nær skildi hann borga brúsann.
Nú kallar hún núverandi ríkisstjórn fara fram með ræfilsdóm, því þau hafna breytingu á stjórnarskrá landsins, er ekki tími til fyrir Jóhönnu að líta í eigin barm áður en hún fer að gelta!
Ekki er ég hér með að taka hanskann upp fyrir núverandi ríkisstjórn né alþingi, en þann níðingsskap sem Jóhanna stóð fyrir gagnvart eigin þjóð verður vonandi aldrei toppaður.
Ég hef sagt það áður og ætla að endurtaka það hér, það skiptir ekki máli hver stjórnarskráin er, sé ekki farið eftir henni og engin viðurlög fyrir þingmenn né ráðherra að fara á svig við hana. Hún er og verður einsskins nýtt plagg, þar til virðing gagnvart henni og því sem gerir okkur að þjóð sé virt af ráðamönnum þjóðarinnar.
Munum eftir að séu ræturnar ekki í lagi, fölnar blómið. Það á einnig um íslenskt samfélag. Það eru að koma kosningar í haust og undir þér kjósandi góður hvernig þú verð atkvæði þínu. Ásýnd alþingis getur oltið á örfáum atkvæðum. Gefðu þér tíma í sumar og veltu fyrir þér hverja þú myndir vilja fara með það vald og fé sem þú gefur þeim er fara með fjöregg þjóðarinnar.
Góðar stundir
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband