6.7.2021 | 14:52
Sjónarspil alþingis!
Nú standa yfir eldhúsdagsumræður, þar sem aularnir sem ekki komust í gegnum eigin málatilbúnað í sambandi við kosningarlög gátu ekki komið þeim skammlaust frá sér. Nú á að reyna aftur, sama fólkið og hvernig ætli þeim takist til í þetta sinn?
Logi samfó er á biðilsbuxunum til Katrínar, því hann óttast að hann og flokkur hans þurrkist úr í komandi kosningum, verði hann ekki með bónorðið í lagi, því engin kemur í giftinguna. Annar má segja að á þingi sé búin að vera dauðs manns gröf og ekkert fjör, þótt stutt sé í kosningar. Maður hefði haldið að menn myndu gera alvöru atlögu að ríkisstjórnarsamstarfinu, en það er ekki, enda stjórnarandstaðan huglaus og ekki með neitt til að leggja fram til umræðurnar um hvernig mætti gera Ísland betra.
Þó kom Inga Sæland með ágætis innlegg í sambandi við aftöku manna á samfélagsmiðlum og hefði maður haldið að núverandi dómsmálaráðherra myndi taka á því myndarlega með einhverri yfirlýsingu, en nei!, ekki heyrðist bofs hjá henni til málsins.
Hvað ætli þessi sirkus kosti svo, ekki einu sinni hægt að skemmta sér yfir að fylgjast með þessu prúðuleikhúsi, ætli verði síðan framhald á umræðunni eða tekst þeim að koma kosningarmálinu í gegnum þingið samlaust.
Það má ekki gleyma, að komist Sósíalista flokkurinn að er klárt mál að hann tekur fylgi sitt frá vinstri mönnum, sem gerir enn meiri titring fyrir vinstri blokkina. Nú er komið val þar sem Sósíalista flokkurinn hefur gefið það út að hann ætli ekki að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Miðflokki, Sjálfstæðisflokki og undavillingunum í Viðreisn.
Það eru greinilega skemmtilegir tímar framundan í pólitíkinni.
Guðmundur Karl Þorleifsson ÍÞ
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Akkurat Guðmundur Karl,nú er aðgerðasinna eða alvöru Sósialista farið að langa í tuskið.Ekki vantar sjálfsálitið bara koma til mín ef ykkur vantar styrk í rikisstjórn; Skilyrt!!
Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2021 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.