Veruleikafyrrtur borgarstjóri!

Er borgarstjórinn áhyggjufullur um að geta ekki haft tíma til að rústa Reykjavíkurborg endanlega!!!
Það er merkilegt með suma, sem eru með allt niður um sig, telja sig þá einu réttu til að stjórna, en hafa sýnt svo ekki verður um villst að þeirra aðkoma að stjórnun er gjaldþrot Reykjavíkurborgar. Það er gætir einnig furðu að eftirlitsnefnd sveitafélaga skuli ekki vera búin að stíga inn í stjórnun fjármála Reykjavíkur, eins og þeir hafa víða gert gagnvart öðrum sveitafélögum sem hafa misst stjórn á fjármálastjórnun þeirri sem þeim var falið að annast.
Nei borubrattur borgarstjóri, kemur fram og ætlar að telja borgarbúum trú um að honum vanti 3 til 5 ár til að ljúka ætlunarverki sínu, það er að setja borgarsjóð og þar með borgina endanlega á hausinn!. Hvað ætli þurfi til að borgarbúar vakni af sínum Þyrnirósa draumum, því á endanum eru jú þeir sem tilheyra viðkomandi sveitafélagi er þurfa að axla brúsann. Á næsta ári eru sveitastjórnarkosningar, þar með er uppgjör á viðskilnaði þeirra flokka er mynda meirihluta borgarinnar. Ekki hefur vantað hrokann í þá liðsheild í að skíta út, og setja í einelti, neita að svara fyrirspurnum, jafnvel ullað eins og aðrar frekjudósir framan í borgarstjórnar minnihlutann og þannig mætti lengi telja.
Ef þessi borgarmeirihluti heldur velli eftir allt það sem hér er lýst og er einungis brota brot af spillingunni, þá er það borgarbúum sjálfum að kenna. Þeir hafa valið, á næsta ári að skipta öllu þessu liði út og setja nýtt fólk í þeirra stað, það getur aldrei orðið verra.
Guðmundur Karl Þorleifsson ÍÞ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband