Hefur einhver tekið það saman, fyrir hvað flokkar sem ætla að bjóða sig fram til alþingis ætla að leggja áherslu á, á komandi kjörtímabili.

Nú þegar nálgast að flokkar séu búnir að koma sér saman um sín helstu stefnumál, hvar þeir standa og hvert þeirra markmið séu á komandi kjörtímabili.
Væri ekki rétt fyrir fréttamenn að gera kröfu um stefnu þessara flokka í helstu málum er varða þjóðina!!
1. Afstöðu um inngöngu í ESB
2. Afstöðu til orkumála, hvort leggja eigi sæstreng til Evrópu, hver stefna flokkanna sé til Orkupakka 4. Og svo framvegis.
3. Afstaða til heilbrigðismála, hvort eigi að styrkja heilsugæslu á landsbyggðinni, heilsugæslu á stór höfuðborgasvæðinu,
4. Stefna í Samgöngumálum, þ.m.t. flugmálum.
5. Menntamálum, hvað varðar ólæsi og afstöðu til Sænsku menntastefnunni sem hefur skilið eftir afleitan árangur mentakerfisins miðað við aðrar þjóðir. Eiga Íslenskir nemendur að þurfa líða fyrri áherslu á kennslu fyrir erlenda nemendur.
6. Hver er og hver verður stefna í sjávar og landbúnaðarmálum hjá viðkomandi flokkum.
7. Hver er stefna flokkanna í ríkisvæðingu og eftirlitsmanna kerfinu.
8. Hver er stefna í umhverfismálum
9. Hver er stefna í trúmálum.
10. Hver er stefna í innflytjendamálum.
11. Hver er stefna í alþjóðamálum,
12. Hver er stefna í þátttöku í alþjóða samtökum.
13. Hver er stefna í Varnarmálum.
14. Efnahagsmál, ætla flokkar að auka skattlagningu eða draga úr henni. Hvar vilja þeir auka við fjarmagn og hvar vilja þeir draga úr fjármagni

Er ekki komin tím til að krefja flokka um skýr svör áður en til kosninga kemur, einnig hverju þeir er tilbúnir til að fórna fari þeir í samsteypustjórn og hverju þeir séu með alveg á hreinu að þeir fari ekki í stjórn nema að ákveðnir liðir nái fram að ganga.
Þetta eru einungis nokkur atriði sem mér datt í hug að gott væri fyrir almenning að fá á hreint fyrir almenning, svo hann geti betur áttað sig á hvert þeirra atkvæði best varið.
Lifið heil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mér sýnist að allir flokkar ætli að keyra á mjög stutta og snarpa kosningabaráttu 
og einbeita sér að  einhverri dægurflugu sem verður í umræðunni þá vikuna
en hafa svo óljósa stefnu í flestum öllum málum að þær stuði sem fæsta

Grímur Kjartansson, 24.5.2021 kl. 10:40

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Já! en er það ásættanlegt að mati fréttamanna að leifa þeim að komast upp með það.  Er ekki komin tími til að þjarma að flokkunum þannig að þeir verði að gefa um þeirra sýn á þá framtíð sem þeir æt la að bjóða kjósendum upp á.  

Guðmundur Karl Þorleifsson, 24.5.2021 kl. 19:17

3 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þegar ég lít við hjá mömmu þá er hún oft með sjónvarpsútsendinguna frá Alþingi í gangi

Það fer varla frmhjá nokkrum manni hversu örvæntingarfull Viðreisn er orðin, Samfylkingin virðist bara vera búin að gefast upp og flestir Píratar eru að hætta eða með börn á brjósti.

Sigmundur Davið hefur oft sýnt að hann er naskur á að finna rétta málið sem höfðar til margra en hann virkar bara þreyttur eins og svo margir aðrir

Grímur Kjartansson, 24.5.2021 kl. 21:55

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það sem stendur okkur fyrir þrifum er allt þetta flokka kraðak og þessvegna er áríðandi að hætta ríkisrekstri stjórnmálaflokka.

 

Ef að það tækist þá mætti fara að huga að því að sgja upp EES samningnum og þarmeð chengen ruglinu, því að Íslensku stjórnmálaflokka kraðaki er ekki treystandi fyrir svona samningum, sem að eru svo eru bara sogmaskínur og gefa ekkert í staðinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 25.5.2021 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband