Brjálaðir stjórnmálamenn virðast komast upp með allt, jafnvel landráð!!

Menn hér heima virðast vera í fullu með fréttamanna elítunni í að niðurlægja Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hellt úr reiðiskálum sínum, um að hann hafi brotið lög, farið á svig við lög og hvað annað sem fréttamönnum vinstrimanna dettur í hug að éta upp eftir krötum í Bandaríkjunum.
En við skulum skoða málið, ekkert af þessari lýi hefur verið staðfest, heldur aftur á móti Demokratar verið niðurlægðir með sínar upphrópanir og vitleysisgang. Nú skulum við vera sammála um eitt, um leið og Donald Trump tók við embætti, fór af stað þvílíkt einelti, því hann var svo heiðarlegur að efna kosningaloforð sín!! Þvílík skömm af pólitíkus, þessu verður að mótmæla og það var gert undir öfgastefnu Demokrata með fjármögnun aðila á borð við Soros, Bill Gate og fl., ríkra krata, því hann var í þann vegin að uppræta spillinguna í USA.
En snúum okkur aftur að Íslandi, hvað ætli sé að gerast hér heima í spillingar- málum þjóðarleiðtoga. Í dag reis fjármálaráðherra upp til varnar Svandísi Svafarsdóttur, vegna innkaupa á bóluefni.. Takið eftir!, það var ekki vegna þess að ekki hafði verið uppvíst um innihald efnisins sem ríkisstjórnin ætlar að dæla í landsmenn, nei það var vegna þess að hann þurfti að verja aðkomu ríkisstjórnarinnar að EES samningum og þess, að vera valdur að því að vera búinn að innleiða landið í ESB, án þess að landsmenn hafi haft neitt um það að segja.
Það er greinilegt að alþingi er skít sama um landsmenn og þeirra vilja, þeir eru allir í sömu sænginni og ætla að kúga þjóðina inn í samband sem þjóðin er þegar búin að hafna aðild að. Hvers vegna er að öllum líkingum eiginhagsmunastefna alþingismanna, þar sem þeir telja sig vita að þú sem lest þetta ásamt þjóðinni, munt ekki gera neinar breytingar á yfirbragði alþingis við næstu kosningar!!!
Er ekki komin tími fyrir landsmenn að skoða aðeins hvert þessir alþingismenn sem nú sitja á alþingi stefna með fjöregg þjóðarinnar og afkomu þína og þinna afkomenda. Er ekki komin tími til að staldra við og spyrja sig af hverju alþingi er ekki búin að koma með upp á yfirborðir hverjir séu kostir þess að við séum í EES og neyðumst þess vegna með góðu eða yllu, að innleiða allt reglugerðakjaftæðið sem bíókrötum í ESB dettur í hug að búa til. Skiptir það engu máli hvort það sé hagstætt Íslenskri þjóð eða bara bölvað klúður. Hvers vegna það er leift að flytja inn vinnuafl í stórum stíl á meðan atvinnuleysi er í hámarki. Ætli slík ráðstöfun sé gerð til að halda laununum þínum niðri, hver ætli sé heildar ávinningur af slíku þegar aðflutt vinnuafl er búið að flytja gjaldeyrin út. Hvernig verður með auðlindir landsmanna ef fram heldur sem horfir, fiskin í sjónum, orkuauðlindir, vatnið og allt það sem landsmenn geta marfaldað auðlegð sína til handa afkomendum okkar. Hvernig halda þessir alþingismenn að hægt sé að halda uppi opinberri stafssemi, sé arðsemi landsins komin í hendur erlendra auðmanna, ríkjasambanda og svo framvegis.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á alla landsmenn að hugleiða rúglið á þingi. Varist að þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir á þingi, er komið með einhver upphrópunarmál sem engu skipta, til þess eins að slá ryki í augu almennings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Guðmundur Karl.

Stjórnmálamenn, þó einkum ráðherrar, skortir framsýni en eru uppfullir af skammsýni. Með því að hlaupa eftir heimselítunni og seðlabúntum þeirra blindast þeir á það sem skiptir þjóðina og fólkið í landinu máli, ekki bara það sem skiptir máli nú í dag heldur einnig til framtíðar. Við eygjum þá von að þessi þjóð muni lifa áfram og eiga framtíð fyrir sér, en það berst að manni óhugur þegar maður fylgist með gjörðum stjórnvalda og þingmanna.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.1.2021 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband