Er nauðsin að alþingi vinni með þjóðinni, eða á alþingi að þverskallast við áliti þjóðarinnar. Hér er eitt slíkt mál!

Það er merkileg skoðanakönnun á afstöðu til hálendisþjóðgarðs, er birt var á mbl, nú í dag. Þar framkvæmdi Gallup skoðana könnun sem hvorki er sagt til um hvernig spurningar voru framlagðar né hver stóð að baki könnuninni. Úrtak og vinnsla könnunarinnar er líka á huldu?
En burt séð frá því, er niðurstöður merkilegar og framsetning þeirra einnig. Til hvers er verið að flokka slíkar skoðanakannanir pólitískt, hver er tilgangurinn? En svörin voru nokkuð skýr sem komu þó út úr pólitísku svörunum ef glöggt sé að gáð, því greinileg niðurstöðustýring hefur átt sér stað við þessa könnun.
Flokkar sem helst styðja frumvarpið eru öfgaflokkur í þessu tilliti, það eru VG og svo þeir flokkar sem endilega vilja svíkja landið og koma því undir forræði ESB, það er Viðreisn og Samfylking. Enda voru svarendur þessara flokka lít búnir að kynna sér frumvarpið, enda bara alveg sama þótt eitthvað sé verið að taka frá landanum og flytja það óbeint til túrisa eða annarra erlendra ríkisbubba, samanber kvörtun í enskum fjölmiðlum er varðar uppkaup landa á austurlandi.
En svo við komum einnig að þeim sem voru mest andvígir frumvarpinu, það er Miðflokkur, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, höfðu kynnt sér viðkomandi frumvarp mest. Hvers vegna þessi mismunandi skil urðu þarna á milli, er ekki skoðað, né hversu margir úr hverjum flokki svöruðu.
Nei eins og oft áður er ekki mark takandi á niðurstöðum skoðanakannanna frá Galup, þar kemur einungis hagræddar niðurstöður fram. Því ef fylgi þessara flokka er metið er mun meira fylgi með þeim heldur en þeim sem voru fylgandi frumvarpinu, því ekki um „öskrandi minnihlutahóp að ræða“ eins og forseti alþingis Steingrímur J. Sigfússon, upp hafði á alþingi Íslendinga, sem átti að vera smánarlöðrungur á þá sem á móti væru. Nú er atlaga VG slík í þessu máli að ómögulegt er að ná sátt í samfélaginu um þennan þjóðgarð, án þess að efna til þjóðaratkvæðis um málið að aflokinni óhlutdrægni kynningu. En viti menn það mun ekki verða gert, því ofbeldi VG er slíkt að þeir munu þverkallast við og reyna að keyra þetta í gegnum þingið.
Það er komin tími fyrir þingheim að setja mál sem ekki eiga að vera pólitísk í þjóðaratkvæði, hér er eitt slíkt á ferðinni. Íslenska þjóðfylkingin styður slíka málsmeðferð, enda mikilvægt að sátt ríki í samfélaginu um slík mál!!!
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband