Áramótakveðja til allra landsmanna.

Nú þegar við kveðjum erfitt ár, þar sem faraldur og náttúran hefur leikið landsmenn grátt, er gott að skoða hluti er við getum haft áhrif á, á komandi ári, svo lífið verði gæfuríkt og hamingja lyfti upp bjartsýni og hugprýði okkar. Á komandi ári mun pólitík verða fyrirferða mikil, og er því gott að skoða hvað betur mætti fara í stjórnun landsins. Við blasir að alþingi er að skuldsetja þjóðina í gjaldþrot, en við!, sem þeir ætla að láta borga brúsann, getum haft þar áhrif á, það gerum við með því að breyta ásýnd stjórnmálanna í komandi kosningum. Ef almenningur vill ekki láta blekkja sig með gervi launahækkunum, þar sem þeir feitu sleikja út um, en venjulegt fólk er skattlagt sem nemur hækkunum, þá er það einungis einn flokkur er þorir að tjá sig og standa vörð um þína hagsmuni, það er Íslenska þjóðfylkingin.
Hver ætli ástæða sé fyrir alþingi að skuldsetja þjóðina þegar hallæri gengur yfir, í stað þess að stíga á bremsuna. Ætli púkarnir séu að undirbúa áætlun til að geta réttlætt sölu á fleiru en bönkunum, ætli orkuauðlindir þjóðarinnar séu í augnsýn þessara þjóðníðinga, sem ætla sér að koma mjólkurkúm landsins til útvalda og búa til nýlenduherra kerfi í stað lýðræðis á Íslandi. Ein vísbending var er alþingi samþykkti orkupakka 3, þrátt fyrir að Íslenska þjóðfylkingin hafði sent þeim orkupakka 4, þannig máttu þeir gera sér grein fyrir því er lá í farvatninu, það er að koma orkuauðlindum þjóðarinnar í eigu útvaldra, sem mun gera en harðbýlla að búa hér á landi. Eigum við ekki að stöðva slíkt, koma í veg fyrir að þeir sleiki hunangið sem landið færir okkur á meðan landsmenn hafa vart til hnífs og skeiða.
Hópur ungs fólks hefur nú gengið í raðir Íslensku þjóðfylkingarinnar og eykur það bjartsýni á, að almenningur sé að átta sig á hverjir það eru, er bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, eru ekki í stjórnmálum til að hygla sjálfum sér, heldur taka hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir eigin rembing. Það hefur sýnt sig að þessir níðingar telja sig yfir þau lög og tilmæli hafin er þeir setja landsmönnum, þar sem þeir telja sig geta farið meðal fólks, knúsað það og kysst, heilsa mönnum á mannamótum svo eitthvað sé talið, fyrir þau gilda ekki Covid 19 tilmæli heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknis nei!, einungis fyrir okkur hin.
Það er komin tími til að þjóðin vakni áður en það verður um seinan, þitt tækifæri er á komandi ári, ekki sólunda því tækifæri í gylliboð sem aldrei eru efnd.
Íslenska þjóðfylkingin óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs og friðar, stöndum saman, ekki bara fyrir okkur, heldur komandi kynslóðir. Lifið heil.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Því miður þá reynir ekki á stjórnmálamenn fyrr en þeir komast til valda. Það á ekki að eyða um efni fram en hagfræðin er skrýtinn fugl og ef öllu er lokað þá hefst hnignun í stað þess að taka lán og hefja uppbyggingu. En ég er svo sem hættur að reyna skilja þetta en er nýbúinn að hlusta á Obama og r0k hans fyrir að bjarga Waal Street gæjunum og víst eru það rök þá sárt sé að horfa upp á að þurfa bjarga þeim sem komu okkur í þau vandræði.

En vonum hið best á næsta ári

Grímur Kjartansson, 31.12.2020 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband