Þegar foringjar mestu umhverfissóða á Íslandi berjast á banaspjóti!

Það er merkilegt hversu foringjar VG og Samfylkingar telja Íslendinga heimska og með lélegt minni, þegar kosningar nálgast. Nú ríður formaður Samfylkingar fram á vegin og sakar VG um stela umhverfismálunum frá Samfylkingunni og það sé hún sem sé eini sanni umhverfissinnaði flokkurinn. Nei! Ég get upplýst fáfróðan eða bara blekkingar leikhöfundinn Loga Einarsson um að hans flokkur ásamt VG eru mestu umhverfissóðar á alþingi frá aldamótum. Svo hann átti sig á því betur, þá slitnaði ekki slefið á milli Kristjáns Möller Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar VG, þegar þeir handsöluðu leifi til handa mest mengandi verksmiðju á Íslandi byggða á þessari öld. Nú svo bjuggu þeir svo um hnútana að selja aflandsbréf mengunarkvótans til Evrópu, til að slá ryki í augu almennings. Það dugar ekki Katrínu Jakobsdóttur að beita kúgunarvaldi í stofnun hálendisþjóðgarðs og beita fyrir sig umhverfisráðherra er aldrei var kosin á þing, til verksins. Hvorki VG né Samfylkingin eru umhverfissinnaðir flokkar, það eina sem þeir gera er að sóða út með annarri hendinni en slá ryki í augu almennings með hinni.
Því miður virðist fátt um fína drætti á þingi um raunverulega talsmenn umhverfismála, þar fara fram öfga flokkar sem í raun eru sérhagsmunaflokkar fyrir ákveðna atvinnustarfssemi. Að beita umhverfismálum til að útiloka landsmenn frá því að njóta þess, er landið hefur upp á að bjóða, en ætla að færa það til ákveðinna aðila í gegnum eitthvert kvótakerfi er dæmt til að mistakast. Þá reynslu höfum við af kvótakerfi í fiskveiðum svo dæmi sé tekið, þar sem megin hluti landsmanna er andvígur slíku.
Íslenska þjóðfylkingin beitir sér í skinsömu umhverfisnýtingu, þar er fyrst og fremst horft til landsmanna og þeirra er þurfa að nýta og njóta landið til þjóðarheilla. Ísland er fyrir alla landsmenn en ekki bara fyrir þá ríku!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband