11.11.2020 | 12:44
Það er gott að í ljós sé komin stefna núverandi ríkisstjórnar og áherslumarkmið Sjálfstæðisflokksins.
Jú það er með engu líkt hversu áfjáðir kaupahéðnarnir eru í að leggja störf Íslendinga í rúst, þar gengur fremst í flokki Sjálfstæðismanna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, nýsköpunar og iðnaðarráðherra, sem ætti að gæta hagsmuna þeirra er starfa í þeim greinum sem hún er ráðherra fyrir. Nei! Hún hvetur til iðnmenntunnar á sama tíma ætlar að afleggja starfsréttindi þeirra sem hún vill að mennti sig í fjögur til fimm ár svo þeir geti hlotið þau réttindi sem til er krafist.
Nú sjá allir hræsni Sjálfstæðisflokksins, það sem stendur henni næst er að liðka fyrir nútíma þrælahaldi á kostnað Íslendinga, sem hafa mentað sig til viðkomandi starfa. Að ætla að skýla sér á bak við arfavitlausar tillögur OECD til að ná markmiðum fyrir fámennan vildarvinahóp, sýnir hversu langt viðkomandi ráðherra er komin frá stefnu Sjálfstæðisflokksins „ stétt með stétt“.
Ég vona að allir landsmenn átti sig á þessari Marxistu liberalista stjórn sem nú situr á alþingi með jáflokka í stjórnarandstöðu. Ætlar einhver að leggjast svo lágt að kjósa þennan viðbjóð yfir sig aftur, eða ætla menn að stinga niður fæti og segja hingað og ekki lengra!!!
Íslenska þjóðfylkingin mun standa með fólkinu í landinu, við munum standa vörð um afkomu ykkar og störf, en látum ekki undan kúgun erlendra ríkjasamtak. Við munum vinna að því að landsmenn njóti arðsemi náttúruauðlinda, vernda starfsafkomu fólksins sem hér býr en höfnum nýlenduherra þrælabúum sem núverandi alþingismenn stefna að.
Hvetjum samtök iðnaðarins að mótmæla þessum gjörningi í verki og þar mega ekki vera neitt orðagjálfur á blaði, heldur raunveruleg mótmæli þar sem iðnaðarmenn og þeir aðrir sem að er stefnt að kippa undan lífsviðurværinu mæti og láti í sér heyra.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glópa-istar rústa öllu hér á methrađa. Þetta eru fætur dýrsins ađ trađka niđur þjóđríkiđ. Endurræsingin mikla fyrir komu Anti- krists er næst.
Guðjón Bragi Benediktsson, 11.11.2020 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.