Hráskinnaleikur Pírata!!!!

Ég tek undir það hjá Birni Leví að sækja sem mestar og flestar upplýsingar, er hann telur að gagnist honum sem og öðrum, er eiga að hafa yfirumsjón með þeim fjármálum er teknir eru af almenningi og fyrirtækjum í formi skatta og hvernig þeim er deilt! Það á ekki að vera mikið mál fyrir stjórnsýsluna að upplýsa um slíkt á 21öldinni, með alla þá tölvu og hugbúnaðarkostnað sem ríkir greiðir fyrir. Hér upplýsi ég um en eitt, sem gott væri að fá kostnaðargreiningu á og hvernig þeim fjármunum er varið er fara í tölvu og gagnavinnslu ríkisins.
Jú Birni Leví er umhugað um kostnað Blóðbankans, deild innann Landsspítalans, og ætti því ekki að vera mikið mál að fá þann kostnað skilgreindan, þar sem LÍ hlýtur að gera kostnaðaráætlun ár hvert, byggða á raunhæfismati rekstrar Blóðbankans. Þetta ætti ekki að taka nema um það bil 15 mín. Fyrir stjórnsýsluna að afgreiða, að öðrum kosti eru þeir ekki hæfir til starfans.
En væri það ekki miklu frekar fyrir Björn Leví að kalla eftir þeim kostnaði sem greitt er ár hvert í sambandi við hælisleitendur og flóttafólk, þar með talin allan þann kostnað sem fer í húsnæðis-, lögfræði-, læknis-, tannlæknis-, lögreglu-, og ég tala ekki um afætuiðnaðinn sem útvistaður er til Rauða krossins. Ef fjármálaráðherra sér fram á að lækka þurfi laun opinberra starfsmanna, því ekki sé hægt að ganga lengra í skattpíningum á sjálfstæðan atvinnurekstur til að standa undir velferðakerfinu, þar með talið afætuliðinu og efnahagsflóttamönnum, þá er það einsýnt að það þarf að loka landamærunum einnig á þessu sviði og endurskoða hvort slíkt sé boðlegt á kostnað þeirra er gjaldið greiða.
Stjórnvöld verða að gera sér grein fyrir, að ef innviðir þessa lands hrynja vegna þess að atvinnurekstur verði ekki arðbær, eða svo íþyngjandi, mun eingin þróun eiga sér stað. Íslendingar lifa ekki á afætuiðnaði hvort heldur hann sé ríkisrekinn né einkarekinn. Íslendingar lifa á þeirri framlegð sem atvinnulífið til sjávar og sveita geta aflað, því er það nauðsyn að menn eins og Björn Leví kalli eftir upplýsingum sem deila á meðal þjóðarinnar. Þar á ekkert að vera undanskilið í þeim efnum, á 21 öldinni eiga að liggja fyrir allur áætlaður rekstrakostnaður viðkomandi stofnanna, sundurliðaður, greinagóður þannig að allir þeir þegnar sem vilja skoða fjárútlát þau sem skattgreiðendur standa straum að, sé uppi á borðum. Ef um verulegar breytinga sé þörf, á fjárlaganefnd að fjalla um málið og ef samþykkt séu auka fjárheimildir sé þeim strax komið fyrir á aðgengilegri síðu sem hægt er að skoða.
Það er nauðsyn að Íslendingar hafi sem gleggstu mynd af eyðslu ríkisins, hvort hún sé nauðsynleg eða bara gæluverkefni ríkisstjórnar eða þings. Stöndum vörð um Íslenskt lýðræði með góðri upplýsingargjöf.
Hættum allri hræsni og tímasóun, Píratar kallið eftir því er máli skiptir og hættið öllum tvískinnungshætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband