Meðhlæjandi eða gúnga?

Það er merkileg árátta á Íslandi að þegar ráðherrar hafa drullað upp á bak, svo fast sé að orði kveðið, þá koma fram meðhlæjendur til að verja ósóman, svo stjórnmálaelítan geti haldið áfram að haga sér eins og því þóknast, án þess að taka tillit til þess að það á að vera fyrirmynd en ekki hvati fólks til að fara hvorki eftir reglum né lögum í landinu.
Þó svo að þjóðin sætti sig við að einhver almenningur geri eitthvað af sér, vegna þess að vit hans sé af skornum skammti, eru gerðar aðrar kröfur til ráðherra og það ættu almannatenglar ráðamanna að gera sér grein fyrir. Það er deginum ljósara að hvorki ráðherrann né almannatengilinn eru starfi sínu vaxnir og má búast við að framkoma þeirra sé ávísun á að almenningur muni líta á útblástur heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnar sem brandara og komi þar með ekki til með að fara að leiðbeiningum þeirra þegar kemur að tillögum um sóttvarnir og umgengi til varnar Covid-19.
Það er greinilegt að sá titringur sem þegar er til staðar innann ríkisstjórnar á bara eftir að aukast í kjölfar slíkrar hegðunar eða betur sagt hegðunarleysis. Skyldi Katrín Jakobsdóttir þurfa að kyngja þessum bita einnig til þess eins að halda sér fast í stólsetuna, eða kallar hún Bjarna inn á teppið, það á eftir að koma í ljós. Hvort þeirra sé meiri gúnga er stóra spurningamerkið?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Alsherjaráðherrann með langa nafnið, hún má allt, er það ekki???

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.8.2020 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband