Að kasta frá sér sjálfstæðinu!!!

Nú að afloknum kosningum, er það ljóst að meirihluti landsmanna vill ekki hafa öryggisventil á Bessastöðum. Þessar kosningar voru val um hvernig forsetaembætti Íslendingar vildu og er niðurstaðan augljós.
Í framhaldi þessarar niðurstöðu, vildi þjóðin ekki heldur eiga náttúruauðlindirnar áfram, ekki yfirráð yfir kaldavatninu, heitavatninu, fiskimiðunum, jarðnæði, landinu né öðru því sem forfeður okkar börðust fyrir. Semsagt, þjóðin var að hafna þjóðaratkvæðagreiðslum, en taka undir hugmyndir núverandi forseta, um að samþykkja allt sem ríkisstjórninni dettur í hug að koma í framkvæmd. Þetta eru skýr skilaboð til þeirra sem vilja og hafa verið að arðræna þjóðina smátt og smátt. Inngangan inn í ESB verður leidd í gegn, undir styrkri stjórn nýkjörins forseta, enda ætlar hann ekki að skipta sér af stjórnarháttum alþingis, ( hans orð ).
Manni verður hugsað til seinni heimstyrjaldarinnar, þegar gyðingar fóru sjálfviljugir upp í vagna járnbrautalesta, sem þeir vissu að voru á leið með þá í útrýmingarbúðir, slík var meðvirkni Íslendinga er þeir gengu að kjörborði forsetakosninganna. Því miður getur framtíð Íslands ekki verði björt, með slíkan hugsunargang í landinu, sem er tilbúinn að ganga fram að feigðarósi, þó vitað sé um afleiðingarnar.
X-ið sem þú kjósandi góður, færðir núverandi valdhöfum á færibandi, er brennimark það sem þú settir á afkomendur þína, þegar þeirra bíður herskylda í her ESB samsteypunnar og þrældómur nýlenduherra auðvaldsins í Evrópu.
Niðurstaða kosninganna er að á Íslandi býr þjóð sem ekki er tilbúinn að bera hönd yfir höfuð sér, þrælsóttin við auðvaldið er slíkt að því er ekki bjargandi. Sjálfstæði landsins er ekki sjálfsagður hlutur og við núverandi niðurstöðu er ljóst að Íslendingar eru á enn meir hraðferð inn í ESB og verður vart stöðvuð úr þessu. Ég er fullviss um að börn og barnabörn Íslensku þjóðarinnar svo ekki sé talað um núverandi alþingismanna, munu hugsa þeim allt hið versta þegar hnignun samfélagsins gengur yfir. Þá verður ekki hægt að skattpína fyrirtækin lengur, þeir sem geta munu flýja land, en hinir sem eftir verður gert að greiða ofurhá orkugjöld, skatta og svo framvegis, þar sem land alsnægta hefur verið selt á hrakvirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

kki hægt að orða þetta betur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 29.6.2020 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 39080

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband