Hverjir eru helstu atriðin er skilja á milli forsetaframbjóðenda. Grein 5.

Er nóg fyrir forseta lýðveldisins að segja sorry!, þegar hann hefur verið uppvís að því að gera mörg mistök á fyrsta kjörtímabili sínu og þá eigi þjóðin að fyrirgefa honum. Nei!
Er sjálfsagt að forseta finnist ekkert athugavert að koma fram í auglýsingu sem kostuð er af ríkinu ( Íslandsstofu ) þar sem forsetafrúin þiggur launað starf án skilgreinds starfshlutfalls né viðveruskildu, rétt fyrir kosningar. Alveg sama hvernig forsetinn niðurlútur reynir að réttlæta slíkt, er það hjómið eitt. Íslendingar segja Nei!
Er það háttur forseta að kenna öðrum um aðfarir sínar, en það gerði Guðni á RÚV, í kastljósinu í kvöld, og lýsti því þar með yfir að hann bæri enga ábyrgð á athöfnum sínum, þetta væri allt ráðherrum að kenna. Veit maðurinn ekki, að það er hann sem skipar og rekur ráðherra, þeir eru í umboði hans. Ég seigi Nei!, forsetinn á að axla ábyrgð með skýrum hætti, þannig að ætli ráðherrar og eða ríkisstjórn að beita þjóðina ranglæti, ber honum að grípa inní. Það er greinilegt að Guðni Th., er rangur maður á röngum stað, þar sem hann skilur ekki ráðningarsamning sinn við þjóðina, það er stjórnarskránna. Hana skilja allir Íslendingar, sem eru læsir, því svo skír er hún og rituð á góðri Íslensku.
Ef forsetaframbjóðandi er eins og lúpa, hengir haus og getur ylla horft framan í spyrjanda, hefur hann eitthvað að fela eða skammast sín fyrri ódrengilega háttsemi. Þannig var Guðni Th, í kvöld. Varnarræða hans vegna orkumálins og fleira sem spurt var um, fór hann í hringum aðalmálið, eins og köttur í hringum heitan graut.

Kjósandi góður, á morgun verður síðasti þátturinn þar sem þú færð að heyra hvað núverandi frambjóðendur hafa fram að færa, fyrir þig og framtíð þjóðarinnar. Þitt er valið á laugardaginn kemur, hafir þú ekki þegar kosið utankjörstaða. Ég ætla að biðja þig að gæta vel að því hvorn frambjóðandann þú velur til að gegna því embætti að vera varnagli þinn á Bessastöðum gagnvart þeim ólögum sem alþingi vill og ætlar að troða í gegn, fram að næstu kosningum.
Munið eftir afkomendum ykkar, það gerði Jón Sigurðsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 39081

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband