Hverjar eru framtíðarsýn forsetaefnanna sem nú eru í framboði.
Guðni Th., telur að forsetinn eigi ekki að skipta sér af stjórnun landsins, það er að hann telur að hann eigi að vera einhverskonar puntudúkka sem eigi að skrifa undir hvað sem er, sem frá alþingi kemur. Hans meginverkefni sé að vera í gervi leikara, sem þóknast þeim er valdið hafa, hann hafi engin völd og sé þess vegna ekki öryggisventill þjóðarinnar gagnvart ofríki stjórnmálaaflanna.
Hann telur að hans megin verkefni að koma fram á hátíðar og tyllidögum, til þess eins að upphefja aðalinn í þessu þjóðfélagi. Annað er honum hugleikið að mæta í veislur hvort heldur sé á erlendri grundu eða hér heima þar sem hann hefur oftar en ekki orðið þjóðinni til skammar.
Hann telur einnig að hann eigi ekki að skipta sér af afsalsstjórnmálum á þjóðríkinu Íslandi.
Guðmundur Franklín er aftur á móti ákveðinn í að standa vörð um þjóðarhagsmuni, hann veiti þingi aðhald, ef honum finnist ekki rétt að málum staðið, verði umdeild lög sett í þjóðaratkvæði, þannig taki þjóðin ákvarðanir í mikilvægum málum, er varða þjóðarhag og framtíð hennar.
Guðmundur Franklín telur mikilvægara að standa vörð um almanna heill og framtíð þjóðar, en að vera í sýndarmennskuleik, hann mun taka hagsmuni almennings fram fyrir hagsmuni elítunnar, það er sjálftökuliðið sem hefur allt of lengi fengið að arðræna land og þjóð.
Það er fáheyrt að ríkisfjölmiðill í vestrænum lýðræðisríkjum sýni slíkt dómgreindarleysi sem og RÚV hefur sýnt að undanförnu, er umfjallanir og viðtöl hafa verið um væntanlegar forsetakosningar. Ég skal viðurkenna það að ég hef tekið taum Guðmundar Franklín nokkuð í þessu ritum mínum, enda hefur hallað á hann í ríkisfjölmiðlinum og á fjölmiðlum sem eru í eigu helsta styrktaraðila Guðna Th., það er Helgi Magnússon samk. Frétt á Sinnu.is, en hann mun hafa keypt helmings hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg ehf. Því er augljóst að þessir fréttamiðlar eru augljóslega ekki trúverðugir, en þar er um einkamiðla að ræða og ekki hægt að gera sömu kröfur til þeirra og þess sem eiga að gæta hlutleysis. Þetta kom bersýnilega fram er Heimir Már hóf að rífast við Guðmund Franklín í umræðuþætti við frambjóðendur, erlendis væri slíkum fréttamanni vísað á dyr, nema að sjálfsögðu hjá falsfréttastöðinni CNN. Drottningarviðtöl við Guðna Th., þar sem ekki er farið fram á skýringar er varða hann mistök í stjórnartíð hans á Bessastöðum, er dæmi um hlutdrægni, þar má nefna Landsréttarmálið, Orkumálið – breytingar á orkulögum og fl.
Nú er svo komið að þitt er valið, hvorn frambjóðandann þú vilt á Bessastaði, allt sem ég hef talið hér upp að ofan hefur komið fram í viðtalsþáttum, er þessir frambjóðendur hafa tekið þátt í. Því er ekki hér um neinn áróður að ræða, heldur staðreyndir. Því bið ég alla sem vilja standa vörð um lýðræði að kynna sér frambjóðendur vel, áður en gengið er til kosninga, þá mun þjóðinni farnast vel.
Meira í næstu grein.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 39081
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.