Í fyrra bréfi talaði ég um ESB og ætla því að venda kvæði mínu í kross.
Það hefur vakið furðu mína, hvernig á því stóð að veittar voru hátt í 50milljónir í auglýsingu fyrir sitjandi forseta. Þá hef ég undrast að forsetafrúin starfar einmitt hjá viðkomandi stofnun er birti auglýsinguna. Hvar er rannsóknarskilda ríkisins gagnvart slíkri spillingu, eða er þetta bara allt í lagi.
Þá hafa mér borist til eyrna að forsetafrúin starfrækir fyrirtækið Dudo ehf kt. 650908-1390, sem þegið hefur á annað hundrað miljónir króna fyrir þjónustu. Þá þarf að kanna hvort ríkið eða ríkisfyrirtæki séu stór kaupandi þessara greiðslna. Ekki hef ég séð þessi verkefni á útboðslista hjá ríkiskaupum, né annarstaðar. Ekki hef ég séð samkeppnisstofu gera neina athugasemd gagnvart þessum kaupum og ekki hef ég séð hvers eðlis þessi þjónusta er, sem hlýtur að vera svo sértæk að ekkert annað fyrirtæki gæti hafa veitt samkeppni í viðkomandi verkefni. Hvert er t.d. vinnuframlag og viðvera forsetafrúarinnar hjá Íslandsstofu, sem veitti 48,5 milljónum í auglýsingu fyrir forsetann, nú rétt fyrir kosningar. Við þetta er að bæta að forseti landsins er meðstjórnandi í viðkomandi fyrirtæki. Þá er spurning hvort forsetafrúin þiggi sér greiðslur fyrir að koma fram fyrir Íslands hönd með forseta og hversu þá þær greiðslur séu miklar, þar sem forsetin þiggur 143.280.000 kr á kjörtímabilinu.
Hver er ástæða þess að þetta fari svona leynt, eru opinber stjórnvöld með í spillingunni, sé um spillingu að ræða. Hvar er ríkissaksóknari og hvar er umboðsmaður alþingis, allar þessar upplýsingar komu fram í fréttaþætti á Útvarpi Sögu og á Fréttatímanum.
Eins og hér hefur verið upplýst, þá hvet ég fólk til að hlusta á þáttinn á Útvarpi Sögu og lesa greinina á Fréttatímanum, þannig að almenningur geti tekið rétta afstöðu til málsins. Ef þetta er ekki vottur af siðspillingu þá er greinilegt að mér hefur ekki verið kennd rétt skilgreining þess orðs og biðst þá velvirðingar á því.
Er verið að misnota skattpeninga þína, jú það ert þú sem greiðir sukkið.
Hvergi hef ég séð að Guðmundur Franklín sé að stunda eitthvað í líkingu við þetta.
Mundu kæri lesandi að það ert þú sem þarft að gera upp hug þinn þegar kemur í kjörklefann og þú velur framtíð þjóðarinnar með vali á forseta landsins næstu fjörur árin.
Meira um forsetakosningarnar í grein 3.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 39081
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.