Er ríkisstjórnin á lifjum eða kom hún við á barnum, ég bara spyr?

Það eru merkilegir þankagangar vitleysingahælisins innan ríkisstjórnarinnar. Engum öðrum en Bjarna Ben myndi nokkurn tíma detta annað eins snilldar bragð og það að fella niður gistináttagjald af engu, það er það verða svo til engir sem koma til með að gista á hótelum né gistiheimilum á þessu ári. Þvílíkur öðlingur sem þessi drengur getur verið. Honum hefur ekki dottið í hug að samræma heldur gjaldtökuna, þar sem húsbílar bílaleiguaðila greiða ekki neitt af sinni þjónustu, né tjaldsvæðin , þó svo að Þessi starfsemi sé í beinni samkeppni við hótelrekstur.
Annað sem kom þessari ríkisstjórn upp á hátind þess að huga sérstaklega að þeim ríku á kostnað fátækra, var að sjálfsögðu snilldar hugmynd dómsmálaráðherra að ganga nú enn harðar að þeim sem eiga minna undir sér og gefa en frekar í að hægt sé að bjóða ofan af fjölskyldum landsins, þar sem dómsmálaráðherra telur greinilega að það hafi misfarist í hruninu, því hún ætlar að koma í veg fyrir sýkingu þeirra sem bjóða í heimili landsmanna við nauðungarsölur, með því að hægt verði að bjóða í eignirnar á netinu. Þvílík ósvífni!!!!
Það er nú ekki hægt að hætta hér öðruvísi en að telja upp þriðju hneisu þessa hugsunarlausu sauði sem stjórna landinu. Las ágæta grein á Face book síðu Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem bar fyrirsögnina „ Misjafnt hafast mennirnir að“ Á meðan Íslenska ríkisstjórnin keppist við að auðvelda upptöku íbúða og fyrirtækja landsmanna, hefur Bandaríkjaforseti stöðvað öll uppboð og beitir frestun á slíkum aðförum að fyrirtækjum og fólki í landinu. Þetta er nefnilega maðurinn sem tveir af ráðherrum landsins hafa ásamt RÚV hafa agnúast út í, og borið honum á brýn að vera ekki með allar sellur heilar. Ætli Íslendingar fari ekki að sjá í gegnum þennan líberista og no borders áróður Íslenskra ráðamanna.
En það skal tekið fram að sumt er gert á jákvæðum nótum af núverandi ríkisstjórn, en eftir að hafa heyrt um stjórnunarhætti hennar, er maður farin að halda að þau jákvæðu tilraunir séu bara slys af þeirra hálfu.
Íslenska þjóðfylkingin fordæmir aðför að heimilum landsmanna og smáfyrirtækja. Það er komin tími til að Íslensk stjórnvöld fari að dæmi Bandaríkjamanna, og banni allar aðfarir að heimilum meðan það ástand sem nú varir gengur yfir. Það er komin tími til að standa vörð um heilbrigt samfélag, þar sem hinn almenni borgari á möguleika á að framfleyta sinni fjölskildu án ótta við arðrán undir handleiðslu stjórnvalda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 39081

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband