Er forgangsröðunin rétt

Broslegur skilningur ráðherra Íslensku ríkisstjórnarinnar á Íslenskri túngu, er þeir reyndu að slá sig til riddara með digurbarkarlegum yfirlýsingum um línumenn, er voru við viðgerðavinnu háspennulínurnar fyrir norðan. Þar þöndu þau raddböndin og þá sérstaklega er þau dásömuðu „kraftaverk“ starfsmanna veitna, en greinilegt er að þau skilja ekki innihald orðsins. Hefðu línu menn sagt við fallin línumannvirkin „ rís upp og verið sem nýjar“ og gengið eftir, hefði verið um kraftaverk að ræða. Nei! Blessaðir mennirnir unnu myrkrana á milli og „ lyftu Grettis taki „ við lagfæringar á hrundum línunum og komu þeim í notkun. Ekkert kraftaverk, heldur óeigingjörn vinna til að koma lagi aftur á kerfið, búendum til blessunar.
En hvers vegna er svo komið að stjórnendur þessa lands, bæði þingmenn sem og stjórnendur veitustofnanna skilja ekki þarfir landsbyggðarinnar. Jú!, við erum komin á tuttugustu og fyrstu öldina, þar sem krafa er um að þeir sem stjórna landinu beri ábyrgð á að landsmenn njóti alls hins besta sem völ er á, en þurfi ekki að kúldrast í dimmum köldum hýbýlum, sambandslausir við samfélagið svo dögum skiptir.
Íslenska þjóðfylkingin leggur til að minna verði greitt í arð til ríkisins frá veitustofnunum, en þess í stað, verði þessum grunnforsendum komið í lag. Það er ekki nóg að rukka landsbyggðina um okurgjöld á orku og standa sig ekki í, að kerfið haldi þótt komi smá hvellur. Landsbyggðin á skilið betri þjónustu af ráðamönnum þjóðarinnar. Íslenska þjóðfylkingin leggur til að innviðir samfélagsins verði komið í viðunandi horf, svo þjóðin þurfi ekki að horfa upp á ráðaleysi stjórnsýslunnar. Við leysum ekki vandan með að nokkrir kolefnis spúandi ráðherrar með sýningarveiki, baði sig í sviðsljósinu eins og þeir beri enga ábyrgð. Forgangsröðun framkvæmda á að vera í þágu þjóðarinnar, en ekki gæluverkefni og hirðuleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart íbúum landsins.
Þetta á um allar grunnþarfir þjóðarinnar, vegagerð, orkuöryggi, heilbrigðisþjónustu og menntastofnanir, svo eitthvað sé nefnt. Íslendingar þurfa að átta sig á að til að árangur náist þarf að koma nýju fólki á þing, sem ber hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Stjórnmálamenn þurfa að segja skilið við EES samninginn og gera tvíhliða samninga með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, en ekki sérhagsmuna hópa. Þá þarf að koma á virku landamæraeftirliti, efla löggæslu og stöðva óheftan innflutning á efnahagsflóttamönnum. Íslendingar þurfa nú að líta til Bretlands, þar sem föðurlandsvinir tóku afgerandi afstöðu með samfélagi sínu. Látum ekki undan líberarlistum dauðans, No borders og niðurrifsöflum rústa þjóðfélagi okkar.
Það er komin tími til að segja NEI!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001
  • Án titils

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 33891

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband