19.9.2019 | 09:29
Eru umhverfissinnar í raun umhverfissóðar og tækifærissinnar.
Nú er urðun á sorpi, orðin að als herjar skaðræðis ástæðu umhverfismengunar. Þetta var bent á fyrir um það bil 30 árum síðan, það er að mengun urðunarinnar myndi síast niður í jarðveginn og menga það um ókomna tín, aldir tæki fyrir margt af viðkomandi sorpi að brotna niður. Ekki hefur bætt um betur, þegar bent var á að bæðir útflutningur á plasti og pappírsvörum, sem síðar væri notað til brennslu væri hræsni svo ekki væri þar ofmælt. Ein þessara brennslustöðva var staðsett í Svíþjóð, svo dæmi sé tekið, sem notaði varman til framleiðslu á rafmagni, þar af leiðandi nýtingarhlutfall brennslunnar í lámarki og koltvísýrlings áhrif í hæstu hæðum.
Ekki mátti brenna sorpi hér heima og var áróður svo hatrammur að lagðar voru niður fjöldi sorpbrennslustöðva. Ein þeirra var staðsett á Kirkjubæjarklaustri, sem nýtti orkuna sem þar fékkst til hitunnar, bæjarbúum til mikillar blessunar, og lækkaði kostnað sveitafélagsins til muna. Þar var á ferð skinsöm leið til eyðingar á sorpi er minkaði mengun marfalt á við þá mengun sem hlýst af flutningi sorps til höfuðborgarsvæðisins, sem og þá mengun sem urðun sorps hefur í för með sér, eins og að ofan greinir.
Ég legg til að ríkið axli sína ábyrgð og endur byggi sorpbrennslustöðvar á köldum svæðum, sem myndu nýta orkuna til húshitunar í sínu nærumhverfi. Ástæðulaust er að taka upp arfavitlausa hugmynd núverandi stjórnenda Sorpu, það er að flytja fyrst landleiðina sorpið til höfuðborgarsvæðisins og síðan með skipum, erlendis til brennslu. Þetta er orkugjafi sem á að nýta hér heima, lífrænan úrgang mætti fokka niður og urða, hann brotnar niður fljótt sé rétt staðið að hlutunum og á meðan niðurbrot á sér stað framleiðir slík aðgerð metangas sem má nóta á faratæki og til hitunar þar sem lengra er í aðra orku. Það myndi minka jarðefnaeldsneyti, og spara gjaldeyri. Koltvísýringinn mætti nota síðan í gróðurhús, þar sem hann virka sem hvati á framleiðslu og skilar súrefni út í andrúmsloftið.
Hættum öllum tvískinnungs háttum, tökum ábyrga afstöðu til loftslagsmála án þess að öfgaöfl og eiginhagsmunaaðilar sjálftökuliðsins blindi okkur sýn.
Ekki mátti brenna sorpi hér heima og var áróður svo hatrammur að lagðar voru niður fjöldi sorpbrennslustöðva. Ein þeirra var staðsett á Kirkjubæjarklaustri, sem nýtti orkuna sem þar fékkst til hitunnar, bæjarbúum til mikillar blessunar, og lækkaði kostnað sveitafélagsins til muna. Þar var á ferð skinsöm leið til eyðingar á sorpi er minkaði mengun marfalt á við þá mengun sem hlýst af flutningi sorps til höfuðborgarsvæðisins, sem og þá mengun sem urðun sorps hefur í för með sér, eins og að ofan greinir.
Ég legg til að ríkið axli sína ábyrgð og endur byggi sorpbrennslustöðvar á köldum svæðum, sem myndu nýta orkuna til húshitunar í sínu nærumhverfi. Ástæðulaust er að taka upp arfavitlausa hugmynd núverandi stjórnenda Sorpu, það er að flytja fyrst landleiðina sorpið til höfuðborgarsvæðisins og síðan með skipum, erlendis til brennslu. Þetta er orkugjafi sem á að nýta hér heima, lífrænan úrgang mætti fokka niður og urða, hann brotnar niður fljótt sé rétt staðið að hlutunum og á meðan niðurbrot á sér stað framleiðir slík aðgerð metangas sem má nóta á faratæki og til hitunar þar sem lengra er í aðra orku. Það myndi minka jarðefnaeldsneyti, og spara gjaldeyri. Koltvísýringinn mætti nota síðan í gróðurhús, þar sem hann virka sem hvati á framleiðslu og skilar súrefni út í andrúmsloftið.
Hættum öllum tvískinnungs háttum, tökum ábyrga afstöðu til loftslagsmála án þess að öfgaöfl og eiginhagsmunaaðilar sjálftökuliðsins blindi okkur sýn.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.