Með óbragð í munni eftir lestur frá landráðapostula.

Það er greinilegt að margir eru í baráttu fyrir sínum eða tengdum eigin hagsmunum, þegar kemur að afstöðu til Orkupakkaumræðunnar. Aðrir sem halda uppi áróðri fyrir innleiðingu Orkupakkaæðisins eru fastapennar á launum. Allt þetta er gert með fullri vitneskju um þá hættu er getur stafað af innleiðingunni, þrátt fyrir að fjöldi upplýsinga liggi fyrir frá lögfræðingum sem og færustu mönnum hvað þetta varðar. Meira að segja, setja álistsgjafar utanríkisráðuneytisins sérstakan vara við, hvað varðar innleiðinguna og að þeir fyrirvarar sem ríkisstjórnin hefur verið uppnumin af, hafa þeir þurft að kyngja ,því þeir halda ekki vatni, og eru ekki pappírsins virði. Íslendingar verða skaðabótaskyldir, innleiði þeir innleiðinguna ekki rétt!
Íslenska þjóðfylkingin sendi öllum þingmönnum Orkupakka 4 í maí 2019, um leið og hann hafði verið samþykktur af aðildarlöndum ESB ríkja. Því er það ekki vegna lélegs upplýsingaflæðis að þingheimur taki þá afstöðu, er virðist vera í kortunum, heldur hreinn ásetningur um ætlað landráð gagnvart þjóðinni og afkomendum sem erfa munu landið.
Það vantar grundvallar spurningu hjá Birni Bjarnasyni, er hann gagnrýnir, annars ágætis greinagerð lögfræðinganna er vara við innleiðingunni, en það er „ Ef menn hafa gert mistök á árum áður, er þá réttlætanlegt að halda vitleysunni áfram eða er ástæða til að staldra við“? Er þvergirðingsháttur þeirra er vilja innleiða pakkann slíkur að betra sé að hlaupa oft á sama staurinn, heldur en að sneiða fram hjá honum?
Nú er svo komið að Íslendingar hljóta að taka afstöðu til málsins, það er engin áhætta að senda pakkann aftur til sameiginlegu EES nefndarinnar og skýra það út fyrir þeim að Ísland muni ekki innleiða pakkann, á þeim forsendum sem hann er settur upp, sem og augljós atlaga ESB að sjálfstæði Íslands. Íslendingar gera þær kröfur að auðlindir landsins séu í þjóðareign, um þær gilda Íslensk lög og þær verði ekki markaðsvara erlendra ríkja.
Það er nú þegar komið í ljós bæði í Frakklandi og í Belgíu að sjálfstæði þjóðanna í orkumálum verður ekki í höndum þjóðanna, því ættu allir Íslendingar að geta gert sér það í hugarlund að slíkt verður ekki heldur á Íslandi fari Orkupakki 3 í gegnum þingið. Því þurfa allir Íslendingar að mótmæla þessari áætlun þingheims, þannig að þeir skilji afleiðingar þess, að samþykkja þennan landráðapakka!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband