Er nauðsyn á endurskoðun þingskapa.

Það er ljóst að ESB sinnin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er ósátt við þingfrestun og að ekki hafi verið hægt að þvinga í gegn landráðagjörning til svika við þjóðarvilja. Krefst hún endurskoðun þingskapa, svo koma megi í veg fyrir málþóf. Hver hefði verið hennar afstaða, væri meirihluti þings til í að samþykkja lög um að afturkalla umsóknina til ESB, eða úrsögn úr EES samstarfinu. Tala nú ekki um ef svo ylla væri komið fyrir þjóðinni að hún væri samþykkt að ganga inn í brunarústir ESB samstarfsins. Ætli heyrðist ekki annar tónn úr hennar tómu tunnu.
Þegar augljóst er að gjá hefur myndast á milli þings og þjóðar, ætti það að vera í lögum, að viðkomandi frumvarp taki ekki gildi fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá ætti allir skuldbindandi reglugerðir sem og samningar við aðrar þjóðir, er geti varðað almannaheill, afsal á þjóðar eignum og landsgæðum, að gera slíkt til sama. Þannig mætti koma í veg fyrir framkomu stjórnvalda til að koma Orkupakka 3 eða sambærilegum reglugerðum framhjá lögum til staðfestingar og binda þjóðina til að framfylgja lagaramma annarra ríkja og eða ríkjasambanda, væri úr sögunni án vilja þjóðarinnar. Því ætti að gera forseti lýðveldisins virkan í að senda slík mál til þjóðarinnar, þar sem einfaldur meirihluti réði niðurstöðu viðkomandi máls. Einnig ætti lítill hluti þingmanna að geta gert kröfu um slíka afgreiðslu mála. Þetta hefur reynst vel hjá Svisslendingum, þótt þeirra kerfi sé öðruvísi uppbyggt.
Þetta er sú leið sem landsmenn gætu verið sáttir um og myndi veita þingheimi aðhald að vera ekki með bull þingmál og tilskipanir gegn þjóðarvilja. Er viss um að virðing við þingið myndi aukast til muna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband