Ástandið á þinginu.

Nú standa yfir umræður á alþingi Íslendinga um innleiðingu á Orkupakka 3. Sumir vilja kalla þetta málþóf, en aðrir vörn gegn yfirgangi landráðamanna er vilja koma einu af fjöreggjum þjóðarinnar í hendur auðvalds og nýlenduherra á kostnað þjóðarinnar. Hvort sé um að ræða, er mönnum umhugsi að stærsti hluti alþingismanna skuli ekki vera á þingi til andsvara og upplýsingagjafa við þá Miðflokksmenn, svo þeir yrðu ánægðir með svörin eða alla veganna betur upplýstir af meirihluta þingmanna. Það er greinilegt að meirihlutinn á í vök að verjast þar sem hann hefur ekki getað framvísað skilgreiningu á þeirra afstöðu, svo Miðflokksmenn, sem og þjóðin myndi skilja þeirra framlegð í málið.
Það er nefnilega mjög skrítið, að forseti alþingis skuli ekki skikka þá er lagt hafa málið fram, að þeir sýni fram á óyggjandi gögn og skilgreiningar, svo eyða megi þeirri óvissu sem um er deilt. Einnig væri gott að fá úr því skorið, hvort hugleiðing þeirra sem berjast hvað grimmast fyrir innleiðingunni, hvernig þeir muni meðhöndla Orkupakka 4, sem þeir eiga að geta tekið mið af, þar sem hann hefur verið samþykktur af ESB ráðinu. Hversu háar verða álögur á raforku þegar þessir samningar verða komnir í gegn, hversu dýrt verður kaldavatnið fyrir hinn almenna borgar, og svo hitaveitanið. Allt kemur þetta til með að hlíta reglum ESB, verði þessir samningar lögleiddir á hinu háa alþingi Íslendinga.
Ef þetta er stefna ríkisstjórnarinnar, hvers vegna taka þeir ekki bara upp, umsóknarferli það, sem er í gangi um aðild Íslands að ESB. Eða er ætlunin að vera búin að nauðga þjóðinni inn í ESB, þannig að ekki verði aftur snúið.
Íslenska þjóðfylkingin mun hafa það sem megin stefnumál í komandi kosningum, að Ísland segi sig úr EES og geri þess í stað tvíhliða viðskiptasamning við ESB á jafnræðisgrunni, það hefur okkur tekist við aðrar þjóðir og mun takast einnig við ríkjasambandið ESB. Íslenska þjóðfylkingin mun standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar, það sem byggt hefur verið af landsmönnum muni verða áfram í þjóðareign, það er Landsvirkjun, Landsnet, Rarik svo dæmi séu nefnd. Íslenska þjóðfylkingin mun lækka orku verð til landsmanna um allt að 50%, koma þar með efnahagskerfi þjóðarinnar í arðsemisaukningu til handa landsmönnum. Íslenska þjóðfylkingin mun hafna yfirráðum erlendra aðila á eignarhaldi að sæstreng á milli þjóða, orka sem yrði flutt út yrði á forsemdum Íslendinga. Íslenska þjóðfylkingin hafna tímabundnu óðagoti í að tengjast og innleiða orkupakka sem færðir yrðu undir ACER stofnun ESB, þess í stað bíða og ef hagstætt yrði að senda orku á milli landa, mun sá kostur einungis hækka til hagsældar fyrir orkuframleiðendur á Íslandi. Að taka þátt í að innleiða nauðasamning undir stjórn erlendra aðila eru stór mistök af hendi stjórnvalda.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á forseta Íslands að stíga inn í framgang alþingis og krefjast frestunnar á þessari nauðgun gagnvart landsmönnum, enda sýna skoðanakannanir að um og yfir 80% landsmanna er á móti innleiðingunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 38631

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband