14.5.2019 | 10:51
Áhyggjur af Orkupakka óþarfar, fullyrðing Framsóknarflokksins.
Í morgunútvarpinu lýsti formaður Framsóknarflokksins því yfir að áhyggjur af Orkupakka 3 væru óþarfar án skilgreiningar þar um. Þetta er ég viss um að landsmenn koma til með að muna við næstu kosningar, þegar orkuverð hefur hækkað um mörg hundruð prósent og vart búandi á landsbyggðinni. Það er greinileg stefna Framsóknarflokksins að leggja alla framleiðslu á landsbyggðinni í rúst, þar sem samkeppni hennar verður kippt undan rekstri hennar, með hækkuðu orkugjaldi, ótakmörkuðum innfluttum á niðurgreiddum erlendum afurðum í samkeppni við innlenda afurðir, hækkun á aðflutningsgjöldum áburðar og fóðurs, vegtolla og hækkunar á jarðefnaeldsneyti sem bitnar mest á landsbyggðinni, svo lengi mætti telja. Þetta á einnig við ríkistjórn Katrínar Jakobsdóttur, sem hefur sett þessa stefnu í forgang.
Íslenska þjóðfylkingin vill lækka orkuverð á komandi árum um allt að 50%, hafnar vegtollum, nota arðinn sem orkuveiturnar skila til uppbyggingar samgöngumannvirkja og félagslegra samfélagsmála, afnema tolla og vörugjöld á aðföng til aukinnar framleiðni á landinu, það mun skapa hagsæld til sjávar og sveita. Þannig á að byggja landið upp til samkeppnishæfrar framleiðslu, þjóðinni og landinu til hagsældar inn í framtíðina. Íslenska þjóðfylkingin hafnar Orkupakkaæðinu sem keyrt er fram stjórnlaust, gegn vilja þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.
Skora á alla þjóðholla Íslendinga að skrifa undir mótmælaskjal á vegum Orkan okkar, þannig að umrætt frumvarp verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er undir þér komið hvernig þú vilt skila þjóðarbúinu til handa afkomendum okkar.
Íslenska þjóðfylkingin vill lækka orkuverð á komandi árum um allt að 50%, hafnar vegtollum, nota arðinn sem orkuveiturnar skila til uppbyggingar samgöngumannvirkja og félagslegra samfélagsmála, afnema tolla og vörugjöld á aðföng til aukinnar framleiðni á landinu, það mun skapa hagsæld til sjávar og sveita. Þannig á að byggja landið upp til samkeppnishæfrar framleiðslu, þjóðinni og landinu til hagsældar inn í framtíðina. Íslenska þjóðfylkingin hafnar Orkupakkaæðinu sem keyrt er fram stjórnlaust, gegn vilja þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum.
Skora á alla þjóðholla Íslendinga að skrifa undir mótmælaskjal á vegum Orkan okkar, þannig að umrætt frumvarp verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er undir þér komið hvernig þú vilt skila þjóðarbúinu til handa afkomendum okkar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.