27.4.2019 | 10:24
Seinni sjálfstæðisbarátta Íslendinga er hafin.
Nú þegar umræðan stendur sem hæst um Orkupakka 3, og áhrifa þess að samþykkja hann eða hafna, er rétt að einfalda málið og fara yfir feril þess.
Þann 5 maí 2017 hófst ferill innleiðingar Orkupakka 3, sem fór frekar hljótt , þrátt fyrir að Íslenska þjóðfylkingin hafi hálfum mánuði seinna sent á alla fréttamiðla ályktun um að yfirfara vandlega afleiðingar þessa gjörnings og að hann yrði kynntur þjóðinni áður en til samnings kæmi. Áhugi fjölmiðla var enginn!
Seinna komu skýrslur frá fyrrverandi ráðherra Ragnheiði Árnadóttur að hækkun raforku um að minnsta kosti 15% , yrði vegna almennra kostnaðarliða í stjórnkerfinu, nokkru síðar kom út skýrsla frá Landsneti um að lámarkshækkun vegna uppbyggingar stofnlínukerfis, vegna væntanlegs sæstrengs, sem kæmi í kjölfar samþykktar Orkupakka 3 yrði 15%. Sá verkliður er þegar hafin. Ekki leið á löngu, er útgáfa skýrslu Landsvirkjunar, með þriðju 15% hækkunina á Orkupakkann leit dagsins ljós, var hækkunin rökstudd vegna þess að virkjunarkostir yrðu óhagkvæmir. Þetta gerir 52% hækkun uppreiknað þegar þessar prósentutölur eru lagðar ofan á hverja aðra. Hér er ekki talað um þá hækkun sem verður í hafi, það er að segja orkutap í strengnum, afskriftar- viðhalds og áhættukostnað, að ógleymdri hagnaðarkröfu þeirra er koma til með að leggja fjármagn í strenginn. Áætlun kostnaðar fyrir utan tengivirki á endastöðvum er 800.000.000.000kr!!! Það skal öllum vera ljóst að verðið sem út úr Evrópuendanum kemur verður markaðsráðandi, þannig að standi sæstrengs verkefnið ekki undir þeim kostnaði sem þessi hagnaðar og rekstrar krafa krefur, verður hún sett á Íslenska neytendur. Sem sagt orkuverð mun hækka margfalt, ofan á það er að ofan greinir.
Þá er það spurning? Ert þú sem notandi orkunnar, sem við fáum frá virkjunum, fjármagnaðar af Íslensku skattfé, tilbúin að afhenda hana í hendur Íslenskra og erlendra auðmanna, til að mergsjúga Íslenskan almenning, þar sem ákvörðunarvald orkumála og auðlinda færist til ACER stofnunarinnar, samkvæmt Orkupakka 4 og yfirlýsingu frá stjórnendum ESB um Orkupakka 5 , eða hafna þessu ráðabruggi stjórnvalda og gera kröfu til þess, að orka til Íslensks samfélags lækki, það er segja, að arður opinberra orkuveitna verði notaður til okkar samfélags, án aðkomu erlends ríkjasambands?
Allur málflutningur ráðherra um fyrirvara eru einskins virði og ætla ég ekki að rekja þá endaleysu hér. Vilji stjórnvöld koma á fyrirvörum, hafna þeir þessum pakka og setjast aftur að samningaborðinu, þar sem þessir fyrirvarar eru skilgreindir, þeir samþykktir af öðrum EES og ESB þjóðum, þeir síðan kynntir Íslendingum á heiðarlegan hátt, án undabragða né afvegaleiðingar fyrir þjóðina.
Best er samt að hafna þessum gjörningi með öllu, og taka stjórn á okkar málum sjálf. Stjórnvöld á Íslandi hljóta að geta sett skynsamlegar reglur um auðlindir, orkumál og hvað annað án atbeina erlendra ríkjasambanda.
Íslenska þjóðfylkingin hefur sent nokkur bréf til alþingismanna um Orkupakka 3, þar sem varað var við samþykkt hans og er það von okkar að þingmenn skoði vandlega afleiðingar þess að samþykkja þennan gjörning. Íslenska þjóðfylkingin hóf snemma að vekja athygli á málinu með auglýsingum á Útvarpi Sögu. Seinni fullveldisbaráttan er hafin.
Guðmundur Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.