Er Björn Bjarnason að afvegaleiða umræðu um Orkupakka 3, vegna hagsmuna innan fjölskyldunnar.


Það er merkilegt þegar allur almenningur gerir sér grein fyrir innihaldslausum fyrirvörum ríkisstjórnarinnar og Viðreisnarráðherrum Sjálfstæðisflokksins gagnvart þvingaðri innleiðingu á Orkupakka 3. Meira að seigja Björn Bjarnason leggst svo lágt að hjóla í Sigmund D. Gunnarsson fyrir að benda á þessa arfavitlausu stefnu. Gæti verið að fjölskildu hagsmunagæsla Björns liggi framar en hagsmunir þjóðarinnar?
Til að upplýsa Björn um hversu ónýtir þessir fyrirvarar eru, þá er ekki langt um liðið að Íslensk stjórnvöld töpuðu máli fyrir Evrópudómstólnum í kjötmálinu, einmitt á að þeir fyrirvarar sem Ísland var með á pappírum höfðu ekkert gildi. Þá skal einnig á það bent að allir slíkir fyrirvarar þjóða hafa ekki haft neitt gildi þegar kemur að ESB samstarfi, þeir hafa fengið að halda tímabundið meðan óánægja þegna við komandi lands hefur lægt.
Fyrir Björn að halda ACER komi ekki til með að ráða verðlagningu innan ESB og EES svæðisins í framtíðinni vill ég benda honum á að lesa Orkupakka 4 og tillögur að Orkupakka 5. Ég hef fengið viðvörun frá meðlimi innan stjórnar ESB, þar sem hann varar okkur Íslendinga um að samþykkja Orkupakka 3. Því skal gæta varúðar á að taka mark á skrifum sem og innihaldslausum áróðri af hendi Björns Bjarnasonar þar sem annarleg sjónarmið gætu legið að baki hans skrifum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Hverjir eru hagsmunir okkar af orkupakkanum?

Hvers vegna er aðild okkar að EES í hættu ef við samþykkjum hann ekki?

Þetta eru mjög einfaldar spurningar sem erfitt virðist að fá svör við.

Hörður Þormar, 31.3.2019 kl. 13:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tengdasonur Björns Bjarnasonar, Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir, er langtíma-áhugamaður um sæstreng til að selja héðan raforku. Náfrændi Björns, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er meðeigandi ásamt öðrum Engeyingum í fyrirtækjum sem hugsanlega færu út í að bjóða í niðurbútaða Landsvirkjun á kannski spottprís, eins og Landsbankinn var seldur á.

Þessum mmönnum er ekki treystandi, sbr. Kreditkortmálið og sölu ríkisbankanna.

Og Björn Bjarnason ætti (rammhlutdrægur) að segja af sér sem formaður nefndar sem metu gildi/óhagræði EES-samingsins fyrir Íslendinga.

Jón Valur Jensson, 31.3.2019 kl. 17:18

3 Smámynd: Júlíus Valsson

EES samningurinn er ekki í neinni hættu þó Íslendingar hafni 3. okrupakka ESB. Stefán Már Stefánsson lagaprófessor segir í grg sinni:
"Færi svo hins vegar svo að Ísland hafni því að aflétta hinum stjórnskipulega fyrirvara, þá leiðir af 103. gr. EES-samningsins að taka þyrfti málið aftur upp i sameiginlegu EES-nefndinni og leitast við að ná lausn þess. Þá tekur við málsmeðferð sem um getur i 102. gr. EES-samningsins.  Af ákvæðum 102. gr. EES-samningsins leiðir að framkæmd viðkomandi viðauka EES-samningsins (sem ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar lýtur að) er þá frestað til bráðabirgða nema sameiginlega EES-nefndin ákveði annað. Skal sameiginlega EES-nefndin leitast við að koma á samkomulagi um lausn sem aðilar geta sætt sig við svo draga megi frestunina til baka við fyrsta tækifæri."
(SMS bls. 24).

Mér sýnist sem leikmanni að staða Íslands sé mun sterkari eftir höfnun, þar sem við höfum þá tvímælalaust sterkari samningsstöðu en með því að setja upp eigin heimasmíðaða fyrirvara sem við vitum fyrirfram að ESB gerir bara stólpagrín að. 

Júlíus Valsson, 31.3.2019 kl. 17:55

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Menn eins og Björn Bjarnason, sem virðist elska EES samninginn meira en nokkuð annað, ættu einmitt að vera í fararbroddi þeirra sem vilja hafna innleiðingu þriðja orkupakka ESB. Ástæðan er einföld, verði þessi pakki samþykktur munu næstu kosningar snúast um uppsögn EES samningsins og þeir stjórnmálaflokkar sem fylgjandi eru slíkri uppsögn munu ná fylgi fólksins.

En þó ást Björns sé mikil á EES þá elskar hann sína fjölskyldu meira. Ekkert nema gott um það að segja, en málflutning hans allan bera að taka með þeim fyrirvara!

Gunnar Heiðarsson, 31.3.2019 kl. 19:01

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Verulega góð innleggin hér frá Júlíusi og Gunnari smile

Jón Valur Jensson, 1.4.2019 kl. 00:03

6 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Það er öllum ljóst þegar stjórnmálamenn svo ekki sé talað um ráðherrar ganga fram fyrir skjöldu og ætla að fremja efnahagslegt landráð á eigin þjóð, ætla má að þeir hugsi sér gott til glóðarinnar, eða fái greitt fyrir svikin. Því er það augljóst af skrifum Björns Bjarnasonar, að hann hefur einhverja annarlegra hagsmuna að gæta, því engin forsenda er fyrir því í dag að berjast fyrir innleiðingu Orkupakka 3, þvert á móti ættu allir landsmenn að verja hagsmuni þá er þjóðin hefur og landsmenn hafa í gegnum árin byggt upp, það er að segja virkjanir og dreifikerfi landsmanna. Þetta á einnig um hita og það vatn sem landið er auðugt af. Menn eru ekki að sækjast eftir þessu nema þeir sjái hagnaðardrifinn ágóða af þessum auðlindum, því skulum við halda þeim í eigu landsmanna, setja lög sem banna erlenda eignaraðild eins og kostur er og að orkan verði nýtt sem framleiðnihvetjandi auðlind fyrir alla landsmenn en ekki til að búa til auðlindarkónga á borð við sægreifa landsins.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 1.4.2019 kl. 09:57

7 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Eftir því sem ég best veit þá banna samkeppnilög esb sem við fengum í gegnum ees verð mismunun eftir búsetu, þar með talið myndi ég halda er rafmagnið, þannig að á sekúndu 1 sem við tengdumst evrópusvæðinu með rafmagnið þá myndi verðið hækka hérlendis til að endurspegla verðið erlendis, því það eru mjög takmarkaðar líkur á því að allir myndu lækka hjá sér verðið til að endurspegla verðið hér. Við þurfum ekki orkupakka 4 og 5 til að verðið hækkaði, það er nóg að fá strenginn á milli. 

Þannig að nei takk segi ég við öllum þessum orkupökkum, við eigum að losa okkur síðan við orkupakka 1 og 2, væntanlega eitthvað sem fellur með orkupakka 3 sá ég einhvern halda fram.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 1.4.2019 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband