Er orkupakki 3 efnahagslegt landráð.

Mikið hefur verið rætt um framgang tveggja ráðherra ríkisstjórnarinnar vegna sérstaks áhuga þeirra að þvinga orkupakka 3 í gegnum þingið og nota til þess samninga um fyrirvara sem hvergi hafa gilt nokkuð þegar á reynir, þegar ESB er annarsvegar og svo hin fáránlega skilgreininga, að þar sem við höfum innleitt orkupakka 1 og 2, þá breyti þessi það litlu að það skipti engu máli. Þetta sýnir eingöngu vanþekkingu þessara ráðherra á málinu eða að þeir eru að gæta hagsmuna einhverra ef ekki eigin. Það mætti halda að einhverskonar hagsmunir séu þeim til handa, því fyrirliggjandi er að þessir samningar eru ekki þjóðinni til hagsældar.
Fyrst má nefna orkupakka 2, sem Steingrímur J. Sigfússon barðist með odd og egg fyrir. Þessi samningur hækkaði orkuverð um land allt og þá sérstaklega þar sem hús voru kynt með rafmagni. Úti á landi varð hækkun um 100%. Steingríms pakkinn hefur orsakað það að HS orka hf. er nú að mestu ef ekki alfarið komin í eignarhald erlendra sjóða, sem gerir það að verkum að arðsemin af innlendri auðlind fer jafnt og þétt úr landi, eftir að hafa mergsogið landsmenn.
Nú skal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gera enn betur, þrátt fyrir fagur gala loforð í nýjasta Bændablaðinu um að Landvirkjun skuli ætíð verða í þjóðareign. Hún ætlar nefnilega að keyra orkupakka 3 með aðstoð Guðlaugs Þórs og Kolbrúnar Gylfadóttur í gegnum þingið á þvílíkri hraðferð að engin taki eftir. Fari svo verður hennar mynnst sem forsætisráðherrann er framdi efnahagslegt landráð á þjóðinni.
Það er staðreynd að ef orkupakki 3 verður samþykktur, mun garðyrkja leggjast af, fullvinnsla sjávarafurða leggjast af og hinn almenni landbúnaður sem heldur landinu í byggð leggjast af. Það er að segja að frumframleiðsla mun leggjast að mestu leiti af og flytjast til nærumhverfis notenda vörunnar. Stóriðja mun ekki verða samkeppnisfær á Íslandi og mun að öllum líkindum feta í fótspor stóriðju í Noregi, það er að segja flytjast úr landi.
Lönd með vatns og hitaréttindi, orkuveitur og veiðilendur munu ef innleiðing orkupakka 3 á alþingi Íslendinga verður að veruleika enda í höndum erlendra sjóða eða nýlendu herra, þar sem krafa um arðsemi mun mergsjúga afkomendur okkar, eða þá sem etir verða.
Því er það nauðsyn að koma í veg fyrir þennan gjörning, hann mun ekki skaða landið neitt, en koma í veg fyrir efnahagslegt arðrán. Því skora ég á alla landsmenn sem hafa einhverjar taugar til lands og þjóðar að mæta á Austurvöll laugardaginn 30 mars kl. 1300 og sýna það í verki, hvar í flokki eða utan flokka þeir standa , að þeim sé ekki sama og þeir vilji ekki að það verði lagður steinn í götu afkomenda okkar. Þá er þessi áskorun sérstaklega kölluð til ykkar sem eruð að hefja búskap eða nýbúin að stofna heimili að verja hag ykkar og afkomenda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband