Landráðamenn Viðreisnarráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa þann ásetning að leggja landið í rúst.

Vill ekki grasrót Sjálfstæðisflokksins varpa þessum spurningum til Viðreisnarráðherra sína.
Eftir að Orkupakki 3 hefur verið samþykktur og orkuverð hér á Íslandi verður samræmt ESB svæðinu
1. Hvað tekur langan tíma fyrir stóriðjuna að hætta rekstri hér á landi, og verður það notað til að þvinga sæstrenginn í gegnum þingið.
2. Hvað tekur það langan tíma að rústa fyrirtækjum á landsbyggðinni vegna hækkaðs orkugjalds að leggja upp laupanna og eru stjórnvöld með einhverjar ráðstafannir til að koma til móts við hrunið á landsbyggðinni
3. Hvað áætlar ríkisstjórnin að verðlag á annarsvegar rafmagni muni hækka mikið, þegar samræmingarkrafa ESB verður komin í gildi og hve mikil hækkun á hitaorku verður þegar hún verði miðuð við kWh.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þessar spurningar eru góðra gjalda verðar og fínar í umræðuna, læt þá sem styðja núverandi forrystu Sjálfsstæðisflokksins um að svara þeim. 

Ég hinsvegar hnaut illiega um orð Utanríkisráðherra þegar hann ítrekaði að hann Iðnaðarráðherra, ásamt starfsfólki og Birni Bjarna, komið því til leiðar að nú væri búið að binda hendur næstu ríkisstjórnar ef sú stjórn kysi að gera breytingar á þeirri samþykkt sem títt nefndur Orkupakki kann að hafa gagnvart ESB.

Það getur ekki verið eðlilegt að einn ráðherra geti bundið hendur næstu lýðræðislegra kjörinna fulltrúa á þingi.

Ekki frekar að núverandi meirihluti hér í borg geti í apríl mánuði 2022 breytt lögum Borgarinnar þannig að 2/3 atkvæða kjörinna Borgarfulltrúa þurfi til að gera breytingar á skipulagsmálum, flugvelli, skólamálum og svo framvegis.

En þá hefur lýðræðið ekki verið að flækjast fyrir Sjálfsstæðismönnum, ef sá gállinn er á þeim, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.3.2019 kl. 15:20

2 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Nei það er tálsýn ein þegar stjórnmálamenn tala svona. Þá skal á það bent að ríkisstjórnir hafa ekki lafað full kjörtímabil, þó svo að Sjálfstæðisflokkur hafi verið þar innanborðs. Því skal gæta allra varúðar á slíkum yfirlýsingum.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 24.3.2019 kl. 16:07

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Rétt, en viljinn er klárlega til staðar, að geta stýrt og komið í veg fyrir að aðrir taki ákvörðun sem "rétti flokkurinn" vill síður.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 24.3.2019 kl. 16:42

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvað segja menn í VG? Er þetta þeirra aðferð til að slosna vð stóriðjuna? 

Júlíus Valsson, 24.3.2019 kl. 17:04

5 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Það er merkilegt að menn skuli ekki sjá í gegn um þann gjörning sem engu á að breyta og skiptir þjóðina engu máli, en samt skal keyra málið í gegn. Hvað er málið?

Ef þessi Orkupakki skiptir engu máli, breytir engu og við getum sjálf sett reglur ( vonandi eru þingmenn hæfir til þess) sem myndu gera sama gagn hér á Íslandi, hvers vegna að taka slíka áhættu sem hér er á ferðinni, sem Guðlaugur Þór segir enga vera?

Hér liggur miklu meira að baki, það er greinilegt að búið er að kaupa suma, en Íslensku þjóðfylkinguna er ekki hægt að kaupa með froðukenndum yfirlýsingum án staðreynda, né peningum. Staðreyndirnar liggja á borðinu og þær eru helstar þessar.

Verðlag hér heima mun hækka um mörg hundruð prósent, sem landsmenn eru ekki tilbúnir að greiða fyrir svo einhverjir gæðingar geti komið helstu orkuauðlindum þjóðarinnar í einkaeigu eða í eigu erlendra ríkjasambanda eða auðkýfinga, svo þeir geti haldið áfram að mergsjúga landsmenn.

Hækkun orkuverð eins og gerst hefur í Noregi mun leggja landsbyggðina í rúst, stóriðja mun flytjast úr landi, með ófyrirséðum afleiðingum. Vinnsla sjávarafurða á landsbyggðinni mun leggjast af svo lengi mætti telja.

Almannatryggingakerfið mun hrynja þar sem arðsemin sem kæmi frá orkufyrirtækjunum, sem byggt hefur verið upp af almannafé, myndi skila sér í vasa auðvaldsins en ekki í sameiginlega sjóði landsmanna

Ef þessa frumvarp Viðreisnarráðherra Sjálfstæðisflokksins nær fram að ganga, þá skora ég á alla landsmenn hvar í flokki sem þeir standa að hvetja forseta vorn Hr. Guðna Th. Jóhannesson, að hafna þessu og setja í þjóðaratkvæði. Þessi gjörningur brýtur í bága við fullveldi íslands og þeirri kröfu að Íslendingar eigi alltaf og án skilyrða, að hafa full yfirráðarétt yfir auðlindum landins. Þar með fellur þetta fyllilega undir 26.gr. Stjórnarskrárinnar sem vísar í málskotrétt Forseta Íslands.

Ég er fullviss að þessu yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Guðmundur Karl Þorleifsson, 25.3.2019 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.
  • Untitled
  • Íslenski fáninn 001
  • Íslenski fáninn 001

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 228
  • Frá upphafi: 34106

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 218
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband