Lævísi Viðreisnarráðherra Sjálfstæðisflokksins.

Nú hefur það komið í ljós að Viðreisnarráðherrar Sjálfstæðisflokksins ráða öllu innan stjórnarheimilis ríkisstjórnarinnar. Íslenska þjóðfylkingin hefur varað við, að þeir muni koma með þennan gjörning rétt fyrir páska hlé alþingis, svo hægt verði að þvinga það fram. Íslenska þjóðfylkingin skorar á alþingismenn að hafna slíkri framsetningu á svo mikilvægu máli, þar sem fjöldi lærða sem ólærða manna hafa mótmælt þessum gjörningi og varað við framsali þessu, sem einungis er ætlaður til að koma orkuauðlindum og vinnslu þeirra í einkarekstur. Sá einkarekstur mun síðan enda í höndum erlendra aðila, sem koma til með að mergsjúga kerfið með mörg hundruð prósenta hækkun orkugjalda á hvert heimili og fyrirtæki, þannig að innlend framleiðsla verður ekki samkeppnisfær við erlenda framleiðslu.
Ég efast um að kjósendur ríkisstjórnarflokkanna hafi kosið þá til þess að auka álögur þannig að ekki verði búandi á Íslandi til frambúðar. Þá hef ég frétt að á fundi í Valhöll hafi einungis Viðreisnarráðherrar Sjálfstæðisflokksins verið upprifnir af eigin gjörðum, en þeir er á þá hlýddu andsnúnir þessu landráða gjörningi. Svo tel ég að sé um hinn almenna stuðningsmann Sjálfstæðisflokksins sem og stuðningsmanna Vinstri grænna og Framsóknaflokksins svo ekki sé talað um hinn almenna borgara sem ann þjóð sinni einhvers.
Komi ríkisstjórnin þessum gjörningi í gegn, er nauðsyn að Forseti Íslands setji viðkomandi landráð í þjóðaratkvæði. Þá hvet ég umboðsmann alþingis til að stöðva þennan framgang, enda brot á Stjórnarskrá Íslands. Hér er farin sú leið sem var farin við innleiðingu á EES gjörningum, sem flest allir lagamenn hafa lýst sem ólöglegum þó hann hafi fengið að standa til dagsins í dag.
Við skulum gera okkur grein fyrir því að í Noregi er orðin mikil andstaða við EES samningin og ekki vitað hversu lengi hann mun standa, því er tími til komin að staldra við.
Íslenska þjóðfylkingin hafnar Orkupakka 3, sem og þeim Orkupökkum sem á undan eru komnir og þeim sem á eftir koma verði þessi samþykkur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Með Brexit skapast gott tilefni fyrir Ísland, Noreg og Lictestein að segja upp EES-samningnum. Vilji ESB gera nýjan samning við okkur verður sá samningur ekki gerður á ESB forsendum einum og sér, okkar forsendur verða að fá mun meira vægi í slíkum samningi.

Samstaða þessara þriggja þjóða með Bretum ásamt Sviss gæti leitt af sér góða niðurstöðu fyrir þessar þjóðir. ESB getur ekki gengið á innri markaði einum og sér þeir þurfa á okkur hinum að halda. Að halda því fram að Bretar tapi á Brexit er þvæla, Bretar munu standa mun betur að vígi fyrir utan ESB. Samningslaust Brexit er mun betra fyrir Breta en slæmur samningur, sem ESB er að reyna að þvinga niður í kok Breta með hjálp May forsætisráðherra.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.3.2019 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband