Hangir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra nýsköpunar og iðnaðar, í strengjum brúðuleiks ESB valdsins.

Á ársþingi Landsvirkjunar ítrekaði ráðherra þau áform sín að innleiða orkupakka 3, með þeim helsta rökstuðningi en og aftur að það væri þegar búið að innleiða orkupakka 1 og 2. Er hér um heilbrigðan, skinsamlegan ráherra að ræða eða er hennar áhugaleysi algjört gagnvar þjóðinni. Hvergi kemur hún með rök með og á móti , kostum og göllum, skinsemi eða hlutlægu mati á þessum gjörðum sínum. Hvergi upplýsir hún það að það sé þegar ákveðið að leggja sæstreng til landsins. Það eina sem hún hefur upplýst er að orkan á Íslandi verði á sambærilegu verði og í ESB svæðinu, það er að segja að orku verð hér á Íslandi mun hækka um nokkur hundruð prósent. Var hinn almenni Sjálfstæðismaður upplýstur um þennan fyrirhugaða gjörning flokksins fyrir kosningar. Nei!
Þau áform ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa í hyggju, það er að lauma landinu inn í ESB, með að standa ekki gegn landakaupum erlendra auðmanna, sem síðar munu virkja allar sprænur, vind og gufuafl með tilvísan til orkupakka þá sem á eftir eiga að koma , leggja landbúnaðarframleiðslu í rúst, og svo mun sjávarútvegurinn fylgja á eftir þar sem veiðar og vinnsla mun flytjast erlendis. Þessi áform eru iðnaðar, landbúnaðar, dómsmála- og utanríkisráðherrar allir að vinna að leynt og ljóst.
Landsmenn hljóta að kalla eftir framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins, sem og ríkisstjórnarinnar. Spurning hlýtur að vakna meðal annarra þingmanna hvort hér sé um landráð, eða einhverjar aðrar ástæður er valda því að ráðherra vinni beint gegn þjóðarhagsmunum.
Íslenska þjóðfylkingin, hafnar öllum tilburðum í þá átt að innleiða orkupakka 3, þá skorar íslenska þjóðfylkingin á alþingismenn að leggja fram frumvarp sem fellir úr gildi orkupakka 1 og 2, þar sem það hefur sýnt sig að þeir eru skaðlegir þjóðarhagsmunum til lengri tíma litið.
Þá hvetur Íslenska þjóðfylkingin almenning í landinu að kynna sér hvað hér er á seiði og taka upplýsta ákvörðun. Bendum fólki á að lesa greina á FB síðu Orkan okkar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband