Það hefur komið á daginn að Íslenska þjóðfylkingin hefur haft á réttu að standa, er hún varaði við frekari samruna við EB í gegnum ESS samkomulagið. EB kemur alltaf til með að seilast meir og meir inn í okkar stjórnsýslu og efnahag, stígum við ekki niður fæti og förum í grundvallar endurskoðun á þessum samningi. Arfavitlaus landbúnaðarsamningur er eitt dæmi þess. Það síðasta í þessu máli er orkumálin, en það hefur farið hljótt fyrir þeirri ákvörðun stjórnvalda er þeir samþykktu tvær fyrri samþykktir um orkumál við EB. Nú er komið að þeirri þriðju, þar sem EB krefst yfirráða yfir orkumálum á ESS svæðinu og þar með á Íslandi. Hvenær ætluðu stjórnmálamenn að útskýra þennan gjörning fyrir landsmönnum, eða átti bara að hleypa þessu í gegn, án umræðna eins og þeim fyrri. Eða ætla stjórnmálamenn einnig að þegja yfir sjávarútvegsstefnu EB, sem er með það á borðinu að yfirtaka stjórnun fiskveiða á ESS svæðinu og þar með á Íslandi. Nú segjum við stopp!
Íslenska þjóðfylkingin telur rétt að efna til grundvallar upplýsinga um hver staða landsins sé gagnvart ESS og þá EB. Íslenska þjóðfylkingin telur að þegar landsmenn hafi verið upplýstir um stöðu mála, sé rétt að segja sig úr ESS samstarfinu og gera tvíhliða viðskipta samning við EB, sem og Breta. Ekki verði farið frekar að lögum EB, alþingi Íslendinga verði að girða sig í brók og vera verðugir þess að setja þau lög sem ætlast sé að íslendingar fari eftir. Sjálfvirkar samþykktir alþingismanna á lögum frá EB heyri sögunni til, alþingismenn þurfi að sýna ábyrgð.
Íslensk utanríkisstefna hefur hlotið skipsbrot að undanförnu, vegna undirlægjuhátt íslenskra ráðamanna. Þó hafa þeir sýnt að þeir kunna að semja og ættu að gera fleiri samninga við hin ýmsu ríki um tollfrjálsan aðgang, sem myndi efla hagkerfi landsins. Hætta að skipta okkur að háhitasvæðum pólitíkskra valdablokka, heldur vera klók og eiga samskipti við sem flesta á jafnræðis grundvelli. Menn geta haft síðan hinar ýmsu skoðanir á stefnu í utanríkismálum, en það á ekki að bitna á verslunarfrelsi né almenningi í landinu. Dvergríkið Ísland á ekki að þenja út á sér brjóstkassann, séum við ekki burðug til að standa á eigin fótum og skoðunum.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Íslenska þjóðfylkingin telur rétt að efna til grundvallar upplýsinga um hver staða landsins sé gagnvart ESS og þá EB. Íslenska þjóðfylkingin telur að þegar landsmenn hafi verið upplýstir um stöðu mála, sé rétt að segja sig úr ESS samstarfinu og gera tvíhliða viðskipta samning við EB, sem og Breta. Ekki verði farið frekar að lögum EB, alþingi Íslendinga verði að girða sig í brók og vera verðugir þess að setja þau lög sem ætlast sé að íslendingar fari eftir. Sjálfvirkar samþykktir alþingismanna á lögum frá EB heyri sögunni til, alþingismenn þurfi að sýna ábyrgð.
Íslensk utanríkisstefna hefur hlotið skipsbrot að undanförnu, vegna undirlægjuhátt íslenskra ráðamanna. Þó hafa þeir sýnt að þeir kunna að semja og ættu að gera fleiri samninga við hin ýmsu ríki um tollfrjálsan aðgang, sem myndi efla hagkerfi landsins. Hætta að skipta okkur að háhitasvæðum pólitíkskra valdablokka, heldur vera klók og eiga samskipti við sem flesta á jafnræðis grundvelli. Menn geta haft síðan hinar ýmsu skoðanir á stefnu í utanríkismálum, en það á ekki að bitna á verslunarfrelsi né almenningi í landinu. Dvergríkið Ísland á ekki að þenja út á sér brjóstkassann, séum við ekki burðug til að standa á eigin fótum og skoðunum.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góð og þörf áminning. Ræða þingmenn þetta ekki á milli sín á Alþingi eða er ekki talað þar nema í beinni.
Valdimar Samúelsson, 3.4.2018 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.