1.4.2018 | 01:35
Hátíðarkveðja til ykkar, Gleðilega Páskahátíð.
Þegar flestir Íslendingar gleðjast yfir fagnaðar boðskap Kristinna manna, eru alltaf einhverjir í þeirri vegferð að rífa niður gamla og góða menningu, er hefur sett svip sinn á okkar samfélag. Það er ástæða til að taka sér smá hlé frá amstri dagsins og hugleiða hvað stendur í hinni helgu bók um boðskap Krist til okkar mannanna, það er vonin um upprisu og annað líf eftir þessa jarðvist. Við sem helgum okkur þann boðskap, er felst í kærleik Krist, erum meðvituð um að hann varaði okkur einnig á falsspámönnum, sem í lævísi myndu nota kærleiksboðskapinn og umorða hann, til þess að afvegaleiða okkur, sem höfum gengið Kristi á hönd. Því skulum við varast, því hið ylla er venjulega rétt handan við hornið. Þegar við höfum hugleitt þetta er ekkert annað en að fylkja liði til vernda okkar dýrmætustu hugmyndafræði er Kristur gaf okkur til leiðbeiningar. Stöndum vörð um Kristin gildi fyrir land okkar og afkomendur, það hefur verið okkar gæfu spor og verður um ókomna tíð, stöndum við í lappirnar. Okkur hefur vegnað vel undir handleiðslu Kristinnar gilda, því er ástæðulaust að taka áhættu á að breyta þar um, vegna tískuáróðurs niðurrifsafla sem klæða sig í ylla lyktandi sauðagæru.
Ég óska öllum landsmönnum gleðilegra Páska, með þá von í brjósti að við höldum í arfleið okkar um ókomna tíð, þar með er ekki sagt að við tökum ekki vel á móti þeim, er hér vilja setjast að og leggja sitt að mörkum til okkar samfélags, virði menningu okkar og gildi. Það er þeirra að aðlagast okkur en ekki við þeim, eins og við semjum okkur að menningu annarra þjóða, er við heimsækjum eða setjumst þar að. Hér fyrr á öldum kom hér fólk frá hinum ýmsu menningar heimum, er settust hér að og hafa samlagast okkur, svo mjög að þeir og afkomendur þeirra teljast Íslendingar. Þeir hafa ekki þurft að kasta sýnum rótum enda slíks ekki krafist af okkur, en þeir hafa ekki krafist að sínir siðir yrðu rétthærri en okkar. Sú ógn hatursins, hefur flætt yfir vesturveldin í stóru stíl, þar sem undanlátssemin hefur gert þeim gerlegt að búa til hreiður öfga, sem hættulegir eru samfélagi okkar, eins og þegar Rómverjar voru hættulegir allri menningu þeirra landa, er þeir réðust inn í, á fyrri tímum.
Íslenska þjóðfylkingin óskar öllum landsmönnum gleðilegrar hátíðar, megi innihald boðskapar kærleikans vera innblástur íhugunar þinnar um þessa hátíðardaga. Nú göngum við til kosninga þar sem Íslenska þjóðfylkingin er einn flokka er þorir að standa vörð um Kristinn gildi, vill gera hag þinn sem þjóðfélagsþegn verðugan og gefa landinu bjarta framtíð. Þú ræður ferðinni.
Guðmundur Karl Þorleifsson. Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.