15.3.2018 | 14:11
Er móðursýki stórveldanna komin aftur til ára kaldastríðsins.
Það er merkilegt að Theresa May skuli ekki skoða dæmið betur, þegar Bretar taka slíka afdrífa ríka ákvörðun um að reka rússneska erindreka heim. Nú hafa Rússnesk stjórnvöld svarað í sömu minnt og hver er þá árangurinn. Hverjir væru hagsmundir rússneska stjórnvalda að standa að slíkum voða verkum rétt fyrir kosninga og svo talað sé ekki um heimsviðburð í þeirra landi, það er að segja Heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Telur Theresa May virkilega að Putin sé svo vitlaus að fremja eða láta fremja slíkan verknað á þessum tímapunkti, það dreg ég verulega í efa.
Við í Íslensku þjóðfylkingunni skorum á Íslensk stjórnvöld að taka nú ekki aftur arfavitlausar ákvarðanir að vanhugsuðu máli, þó svo að rekja megi eiturefni þau sem notuð voru til voðaverksins til Rússlands. Þarna er einhver annar maðkur í misunni og er ég full viss um að engin sitjandi stjórnvöld sem hafa eytt milljörðum í undirbúning á stórviðburði á borð við HM í fótbolta, myndu taka slíka áhættu, enda fyrirsjáanlegt að þeim fækkar Bretunum sem koma til með að fylgja sínu liði. Það hefur bitnað nóg á samskiptum okkar við Rússa að menn fylki ekki liði með bundið fyrir bæði augun. Það kæmi okkur ekki á óvart að stjórnarandstaða núverandi ráðamanna í Mosku hafi séð sér leik á borði til að koma höggi á Putin, því augljóst er að það eru einu aðilarnir sem gætu hagnast á þessu illvirki.
Íslenska þjóðfylkingin leggur ríka áherslu á að stjórnvöld sitji hjá, og þar með verði hlutlausir í þessari milliríkja deilu. Það tryggir best hagsmuni lands og þjóðar.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Við í Íslensku þjóðfylkingunni skorum á Íslensk stjórnvöld að taka nú ekki aftur arfavitlausar ákvarðanir að vanhugsuðu máli, þó svo að rekja megi eiturefni þau sem notuð voru til voðaverksins til Rússlands. Þarna er einhver annar maðkur í misunni og er ég full viss um að engin sitjandi stjórnvöld sem hafa eytt milljörðum í undirbúning á stórviðburði á borð við HM í fótbolta, myndu taka slíka áhættu, enda fyrirsjáanlegt að þeim fækkar Bretunum sem koma til með að fylgja sínu liði. Það hefur bitnað nóg á samskiptum okkar við Rússa að menn fylki ekki liði með bundið fyrir bæði augun. Það kæmi okkur ekki á óvart að stjórnarandstaða núverandi ráðamanna í Mosku hafi séð sér leik á borði til að koma höggi á Putin, því augljóst er að það eru einu aðilarnir sem gætu hagnast á þessu illvirki.
Íslenska þjóðfylkingin leggur ríka áherslu á að stjórnvöld sitji hjá, og þar með verði hlutlausir í þessari milliríkja deilu. Það tryggir best hagsmuni lands og þjóðar.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.