Þegar lífið verður að hryllingi á einni nóttu!

Nú þegar þrjú ár eru liðin frá því að Rússar undir stjórn KGB leiðtogans Pútíns!, er hefur ekki hikað við að myrða fjölda fólks frá Úkraínu, ekki einungis hermenn, heldur fjölda almenna borgara og börn, þá roðna þeir ekki þó rauðir séu, við að brjóta alþjóðalög sem hafa verið virt af átaksaðilum í hernaðarátökum fram að þessu, frá síðustu heimstyrjöld það er að ræna börnum andstæðinga sinna. Engin veit hvernig farið er með þessi börn, en einungis fáein hafa fengið að koma aftur heim!
Svo fólk setji þetta í samhengi, þá stóð seinni heimstyrjöldin í um það bil þrjú ár, það er sá tími sem Úkraína hefur mátt þola yfirgang stórveldis, sem ekki hefur hikað við að deyða fjölda andstæðinga sína. Það skrítnasta við þetta er að nítekin forseti USA, er aðal stuðningsmaður þessa forherta skrímsli, er ekki einungis drepur eigin samherja mótmæli þeir framkomu hans og því hefur hann ekki neina miskunn með andstæðingum sínum á vígvellinum.
Það sem hefur vakið mér furðu er að enn sé á Íslandi til fólk sem mærir hryðjuverkastjórnina í Rússlandi, og menn skuli ekki sjá að ef samskipti við þessa heimsvaldastefnu harðstjórans í Kreml væru eðlileg, hefðu ríki ekki fjarlægt sig frá þeirri kúgun, er hann hefur upp á að bjóða. Það sem vekur enn meiri furðu, því við vissum að Pútín væri illmenni, en að forseti Bandaríkjanna skuli vera komin niður á sama plan og þetta yllmenni er örugglega ein versta uppákoma sem veröldin stendur frammi fyrir! En þegar betur var skoðað, var að báðir þessir stjórnendur eru einungis að sækjast eftir meiri auði, enda er Úkraína með mikið af náttúru auðlindum þar má nefna málma olíu og gaslindir, sem og eru ræktarlönd ein þau frjósömustu sem til eru á jörðinni. Þessar þjóðir sækjast ekki eftir að hertaka þjóðir sem eiga í erfiðleikum, en stunda í krafti ofbeldis stórvelda sjóræningja sem hika ekki við að beita öllum tiltækum ráðum í að kúga önnur ríki þegar þannig stendur á! Þessir fasistar er stjórna stærstu ríkjum heims, eru greinilega í hugafari Hitlers, þar sem þeir einu skuli deila og drottna, þeir sem andmæla vitleysunni í þeim skal eyða svo aðrir taki ekki upp hanskann af ótta við það ylla, en er það þannig sem við viljum lifa eða viljum við geta tjáð okkur og deilt án þess að þurfa að hafa augu í hnakkanum því maður veit aldrei hver verður sendur til að vinna illverkinn. Ég hef oft sagt það áður að Ísland á að slíta stjórnmálasambandi við Rússa, senda alla Rússa heim til sín og þeir sem telja að draumalandið fyrir austan sé svo æðislegt ættu að fá að fara þangað líka, því enginn mun sakna þeirra!
Svo við snúum okkur að Úkraínu, þá er það skýr skilaboð Íslenskra stjórnvalda að styðja við Úkraínu og fólkið sem þar býr. Ég hélt að ég myndi aldrei hæla Samfylkingarfólki fyrir gott framtak en ég geri það hér og nú, því það eru góð skilaboð að auka stuðning okkar við þá sem þurfa að standa í víglínunni fyrir okkur, því ef Úkraína fellur vegna aumingjaskap og sjálftökugræðgi USA, þá er öll Evrópa fallin, því dýrið í Moskvu mun ekki hika við að ganga á skítugu skónum yfir öll landamæri þar til þeir verða stöðvaðir.
Lifið heil.


Bloggfærslur 24. febrúar 2025

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.2.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 38965

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband