15.2.2025 | 17:56
Er stjórn sjávarútvegs á villigötum?
Nú þegar búið verður að drepa allan hrygningarstofn loðnu vakna menn upp við að ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunnar hefur verið á villigötum um langt skeið, svo vægt sé til orða tekið! Þetta tókst þeim með síldina og tók það mörg ár að endurvekja nýtingamöguleika hennar, en jú Hafrannskók hefur farið sömu leið með loðnuna og sennilega einnig með þorskinn sem og aðra nytja fiska.
Ofveiði stofna með ryksugutogurum og stórum skipum sem hafa eyðilagt hrygningarsvæði fiska hringinn í hringum landið hefur aldrei verið mótmælt af Hafró, þó svo að það liggi í augum uppi að ef við drepum hrygnur á hrygningartímanum ár eftir ár, þá hlýtur endurnýjun stofnanna að hrynja. Tímabundin græðgi útgerðamanna getur ekki ráðið þar för, því ætti að banna loðnuveiðar uppi í kálgörðum að minnsta kosti annað hvert ár, svo endurnýjun geti átt sér stað. Togveiðar ætti alfarið að banna innan 50 mílna landhelgi, og netaveiði ætti einungis að mega stunda þannig að skipin kæmu með öll sín net að landi eftir hvern veiðitúr, þannig að gengdarlaus veiði í svokölluð drauganet hefðu ekki áhrif á fiskstofna landsins. Þetta er einaleiðin til að auka fiskgengd við landið, það tæki ekki nema nokkur ár þar til að magn fisk í sjó hringinn í hringum landið yrðið eins og best yrði á kosið, kostnaður við útgerð myndi minka verulega og gæði aflans myndi margfaldast.
Það er komin tím til að ráðamenn þjóðarinnar sem og Hafró hugsi dæmið upp á nýtt, það er greinilegt að núverandi stjórnun fiskveiða er ekki að skila neinum árangri, nema síður sé!
Löngu komin tími til að hugsa malið upp á nýtt, það er engu að tapa, hvorki fyrir landið, þjóðina né útgerðina.
Lifið heil!
Ofveiði stofna með ryksugutogurum og stórum skipum sem hafa eyðilagt hrygningarsvæði fiska hringinn í hringum landið hefur aldrei verið mótmælt af Hafró, þó svo að það liggi í augum uppi að ef við drepum hrygnur á hrygningartímanum ár eftir ár, þá hlýtur endurnýjun stofnanna að hrynja. Tímabundin græðgi útgerðamanna getur ekki ráðið þar för, því ætti að banna loðnuveiðar uppi í kálgörðum að minnsta kosti annað hvert ár, svo endurnýjun geti átt sér stað. Togveiðar ætti alfarið að banna innan 50 mílna landhelgi, og netaveiði ætti einungis að mega stunda þannig að skipin kæmu með öll sín net að landi eftir hvern veiðitúr, þannig að gengdarlaus veiði í svokölluð drauganet hefðu ekki áhrif á fiskstofna landsins. Þetta er einaleiðin til að auka fiskgengd við landið, það tæki ekki nema nokkur ár þar til að magn fisk í sjó hringinn í hringum landið yrðið eins og best yrði á kosið, kostnaður við útgerð myndi minka verulega og gæði aflans myndi margfaldast.
Það er komin tím til að ráðamenn þjóðarinnar sem og Hafró hugsi dæmið upp á nýtt, það er greinilegt að núverandi stjórnun fiskveiða er ekki að skila neinum árangri, nema síður sé!
Löngu komin tími til að hugsa malið upp á nýtt, það er engu að tapa, hvorki fyrir landið, þjóðina né útgerðina.
Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. febrúar 2025
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar