Þegar bæjarstjórn og bæjarstjórar gefa út yfirlýsingar um menntun barna!

Mér áður brá!, stóð einhverstaðar og nú er svo komið að stjórnendur sveitafélaga telja það vera megin verkefni sitt í skólum landsins að kenna hin ýmsu framandi tungumál, vegna þess að ef til vill mun viðkomandi barn fara til síns heima og vera á eftir í námi vegna veru sinnar á Íslandi! Er það virkilega á ábyrgð íslendinga en ekki foreldra viðkomandi barna að halda þeim við í sinni móðurmálskennslu, til að tryggja öryggi þeirra ef svo vildi til að þau myndu yfirgefa Ísland og halda til síns heima, eða er það á vegum sveitafélags sem ekki getur einu sinni tryggt að börn komi læs úr grunnskólum á því móðurmáli sem þau búa í?
Ég held að sýndarmennska landsmanna og þá sér í lagi menntastefna þessa lands hafi farið niður með skólpinu undan farin ár og er þar fyrst og fremst að kenna stjórnvöldum. Okkur ber í fyrsta lagi engin skilda til að kenna fólki af erlendu bergi borið þeirra tungumál, það er á ábyrgð foreldra og þá þess samfélags sem þau vilja halda tryggð við og ætti að vera umhugsunarefni, hvers vegna lögð sé svona mikil áhersla á að kenna þeim sitt eigið tungumál í stað þess að koma okkar tungumáli skilmerkilega til skila, svo viðkomandi geti samlagast okkar samfélagi betur, en verði ekki utanveltu og óánægja grasseri meðal þessara barna þegar á framhaldsskólastig kemur. Hvernig væri að það fjármagn sem lagt sé til skólastarfs fari í að gera börnum kleift að aðlagast því samfélagi sem þau eru að flytja til, en ekki sólunda fjármunum í eitthvað sem ef viðkomandi einstaklingar vilji handa tengslum við sína átthaga geta aflað sér þeirra menntunar þegar lengra sé komið. Það er ylla farið með skattfé landsmanna að stærsti hluti barna komi svo ylla undirbúið eftir grunnskóla að þau eru ekki fær um að geta aflað sér framhaldsmenntunnar! Þetta staðfestir Písakönnun og eru íslensk skólayfirvöld með allt niður um sig þegar kemur að forgangsröðun innan skólakerfisins, en það má ekki gleyma þeim er mesta ábyrgð bera á þessum hlutum það eru nefnilega stjórnendur sveitafélag og alþingismenn, sem eru og hafa verið á veruleika fylliríi sem er að skila þessum árangri. Ætli það geti ekki verið víða í stjórnkerfi okkar Íslendinga sem staðan sé svipuð og í skólakerfi landsmanna!

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/25/fjoldi_tungumala_askorun/


Bloggfærslur 25. júlí 2024

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 38615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband