Ostamálið mikla og aðild að ESB!

Það getur oft verið gaman að fylgjast með umræðunni á blöðunum og Fb síðum, því þar speglast hin margvíslegu skoðanir um menn og málefni. Eitt sem ég sá var „ ostamálið mikla“, þar sem fulltrúi Bónus kvartaði mikið yfir að geta ekki verið inn á almennri síðu til að skýra mál sem viðkemur verslunarkeðju sem hann starfar hjá! Hann fer yfir víðan völl og kenni hækkuninni um að hann og verslunar keðja Bónus ( sem annars er hin ágæta verslunar keðja ), var tekin í landhelgi og fékk bágt fyrir. Skíringarnar voru af mörgum toga og að sjálfsögðu öllum öðrum að kenna nema þeim er reka verslunina, jú þeir höfðu veðjað á rangan hest og keypt of lítinn kvóta á Havart osti, sem þeir síðan þurftu að hækka í verði. Jú það var ekki innkaupadeild Bónus að kenna að þeir sóttu um of lítinn kvóta, nei!, það var vegna þess að eins og fulltrúi Bónus, Björgvin Víkingsson, komst svo vel að orði þeir hefðu fengið svo lítið af „frí kvóta“ einungis 10 tonn, vöruverðið var því svo lágt vegna þess að ríkið veitti afslátt en ekki Bónus. Þá kvartaði einnig ofangreindur fulltrúi Bónus yfir því að Samkeppniseftirlitið hefði komið í veg fyrir að Bónus fengi ekki að taka á sig skellin, því hefðu þeir þurft að hækka verðið en í sömu andrá sagði viðkomandi að þeir hefðu samt ekki hækkað það yfir 1000kr., það er að segja í sömu málsgrein kemur Samkeppniseftirlitið í veg fyrir lækkun og Bónus lækkar verðið eftir sem áður niður fyrir 1000kr. Hann talar um að Bónus stundi verðkannanir í öðrum verslunum, til að halda samkeppni, það er að stunda njósnir hjá samkeppnisaðila, þannig komast þeir hjá því að vera ábyrgir um að reyna að undirbjóða aðrar verslanir en ekki reikna verðlagningu út frá eigin forsendum. Hér viðurkennir fulltrúi alvarlegar iðnaðar og markaðs njósnir sem ég hélt að væru óleyfilegar innar EES samkomulagsins. Eiga fyrirtæki í verslunarrekstri ekki að reikna sín verð sjálf og stunda heiðalega samkeppni, án þess að nýta sér vinnu annarra?
Er þetta samþykkt af eigendum viðkomandi fyrirtækja, það er Lífeyrissjóða að þeir styðji óheiðarlega viðskiptahætti. Hér er einungis um eitt lítið mál en getur verið stór mál gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem ekki hafa hvorki mannafla né tíma til að stunda slík óheiðalega starfsemi, því Lífeyrissjóðunum til háborinnar skammar.

Bloggfærslur 13. júlí 2024

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 38615

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband