15.6.2024 | 08:03
Er ásættanlegt að kjósa flokka er treysta sér ekki til að taka afstöðu til málefna?
Ég skal fyllilega viðurkenna að ég hef ekkert álit á þeim flokkum sem sitja hjá við afgreiðslu mikilvægra mála á borð við útlendingamál, og virði meira að segja Pírata meira fyrir að standa með sinni skoðun, þó landráða stefna þeirra og eyðileggingaráform gagnvart Íslensku samfélagi sé mér ekki að skapi!
Hvernig ætlast flokkar sem skarta nú mikilli fylkisaukningu það er Samfylking og Viðreisn, að fólk treysti þeim gangvart hagsæld þjóðarinnar ef þeir treysta sér ekki til að taka á mikilvægum málum á borð við útlendingamál þjóðarinnar. Getur það verið vegna þess að þeir vilja ekki styggja neinn, en ætla að ná atkvæðum þeirra svo þeir komist að kjötkötlunum á alþingi íslendinga og get þar af leiðandi fleygt þjóðinni inn í ESB án þess að það yrði borið undir þjóðina! Hvernig á að vera hægt að treysta slíku fólki, ekki einn sýndi hugrekki til að taka afstöðu til málsins, þvílíkar mannleysur eru greinilega á þingi fyrir þessa flokka.
Það er greinilegt að komin er tími fyrir þjóðernissinnaða Íslendinga að fylgja liði og koma í veg fyrir að landinu verði úthlutað til einhverja gæðinga úti í heimi, því greinilegt er að þessir flokkar eru ekki og koma ekki til með að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það þarf að koma hér öflugur flokkur sem neglir niður samfélagið, þannig að hagsmunum þjóðarinnar verði ávalt í farabroddi en ekki sjálftaka og skammtíma hugsun, er leiðir framtíð afkomenda okkar í glötun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 15. júní 2024
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 67
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 59
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar