Eru ráðherrar landsins að fara fram með landráð?

Við skulum skoða málið aðeins betur! Hvert er starf ráðherra? Hverjar eru hans vinnuskyldur, hvaða lagaumhverfi á hann að fara eftir og hvað er verksvið viðkomandi.
Er von að spurt sé? Nú hafa hver ráðherrann á fætur öðrum stigið fram með sínar skoðanir að leiðarljósi en ekki samkvæmt stjórnskipun landsins. Þegar ráðherra tekur við starfi sem ráðherra viðkomandi verkefnis, ber honum að fara eftir þeim lögum sem í gildi eru og hlutast til um að viðkomandi ráðuneyti gæti þess til hins ýtrasta að hlutast til um að landsmenn fylgi þeim reglum sem stjórnvöld hafa sett í lög og ráðuneytið sýni gott fordæmi og geri slíkt hið sama. Ráðherra getur ekki og má ekki fara fram með sínar skoðanir, heldur er hann eins og hver annar ríkisstarfsmaður sem framfylgir ákveðnum reglum og starflýsingu, óháð sínum skoðunum. Hann má ekki tefja né beita neinum brögðum til að ná sínum skoðunum fram sem ráðherra og þarf að gæta hlutleysis gagnvart öllum þegnum sem og fyrirtækjum í sínum embættisfærslum. Að þessu sögðu er greinilegt að verulegur misbrestur hefur orðið á embættisgjörningum nokkurra ráðherra í þessari ríkisstjórn. Við skulum fara yfir nokkur dæmi!
Þar er fyrst að nefna Svandísi Svavarsdóttur, sem ítrekað hefur verið uppvís að tefja og eða brjóta lög samkvæmt mati Umboðsmanns alþingis, er varðar hennar setur sem ráðherra, Sama á við um Katrínu Jakobsdóttur sem sat á leyfisveitingarumsögn til hvalveiða, án þess að afgreiða það á eðlilegur tímaramma. Og nú tók steininn úr þegar núverandi ekki ráðherra Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tafði leifið þannig að vandséð er hvort hægt sé að hefja viðkomandi veiðar á þessu ári, en gaf þær skýringar að töfin væri helst sú að hún væri á móti hvalveiðum. Ef þessar kerlingar geta ekki tekið á málum eiga þær að stía til hliðar og láta aðra taka við tímabundið, svo þær gætu þvegið hendur sínar af gjörningum en ekki fremja ef til vill lögbrot gegn fyrirtæki sem þær greinilega hafa persónulega óbeit á, en koma fram af óheilindum og skaða ef til vill þjóðfélagið um marga milljónir króna. Ég get ekki séð annað en að viðkomandi fyrirtæki fari í mál vegna þessarar stjórnvalds-klúðurs þriggja VG ráðherra og spurning er hvort þær séu ekki einnig skaðabótaskildar þar sem þær fara ef til vill út fyrir sitt verksvið! Þá er spurning hvort ekki þurfi að víkja viðkomandi ráðherra úr starfi þar sem hún er greinilega ekki starfi sínu vaxin!

Bloggfærslur 11. júní 2024

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband