Vegna yfirgangs Rússa!

Er komin tími til fyrir stjórnmálamenn að skoða afstöðu sína er varðar loforðaflaum á fjármunum, sem gætu horfið eins og dögg fyrir sólu!
Hvers vegna er ég að koma með slíkar vangaveltur, hver er ástæða þess og er eitthvað að gerast á alþjóða vísu, sem yfirvöld á Íslandi taka ekki nógu alvarlega? Það er vitað að Rússar snúa öllu á hvolf þegar kemur að áróðri um orsakir og afleiðingar. Sem sagt það er alltaf og hefur alltaf verið, öllum öðrum að kenna en þeim, þegar vanda mál koma upp í samskiptum þeirra við nágrannaríki sem og alla þá, sem eru á annarri skoðun en stjórnvöld í Kreml.
Nú hafa bæði Finnar og Svíar hækkað viðbúnaðarstig sitt gagnvart Rússum, enn frekar. Hver ætli ástæðan sé! Jú það er greinilegt að það er búið að klippa á tvo af aðal samskipta ljósleiðara strengjum frá þessum löndum til mið Evrópu, það er Rússar eru farnir að vinna skemmdar verk á samskipta kerfi þessara landa og hver ætli sé ástæða þess! Það er aldrei neitt annað en innrás Rússa inn í Finnland, Svíþjóð, og eystrasaltlöndin!
Á meðan sofa vesturveldin á verðinum, ætla að skoða hver sé ástæðan og svo fram eftir götu. Það er tímabært að stjórnvöld í Evrópu vakni og geri þegar í stað ráðstafanir, því það þarf að stoppa stjórnina í Rússlandi, og koma Pútín frá völdum. Hann er hættulegur mannkyninu og þá sérstaklega Evrópu. Því ættu stjórnvöld á Íslandi að gera ráðstafanir í að vera með aðhaldsaðgerðir í stað loforðaflaum og eyðslu áráttu. Íslensk stjórnvöld ættu umsvifalaust að vísa rússneskum ræðismönnum og þeim rússum sem eru hér á vegum rússneskra stjórn valda umsvifalaust úr landi! Slíkt væri skýr skilaboð að Ísland og Íslendingar vilja ekki samskipti við kúgara og yfirgangsseggi, sem telja sig yfir allt hafna gangvart öðrum ríkjum! Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að ef til átaka kæmi á eystrasalti myndi það hafa veruleg áhrif á efnahag landsins, ferðamannaiðnaðurinn myndi hrynja á einni nóttu og landsframleiðsla myndi ekki verða í neinu samræmi við tekjur þjóðarinnar í dag.
Skora á stjórnmálamenn í aðdraganda kosninga að gæta hófs, þensla hagkerfisins gæti hrunið sem dögg fyrir sólu, þótt svo að við vonum að slíkt komi ekki til með að eiga sér stað. Nú er tími til að byggja upp varabyrgðir í stað eyðslu, koma fjármálum þjóðarinnar í lag svo við verðum ekki háð öðrum ef til átaka kemur. Hvort sem landsmenn eru á móti eða með NATO, þá er það eina ljósið sem við getum reitt okkur á sem stendur. Allt tal um að vera utan hernaðarbandalaga er ekki raunhæft á tímum sem þessum.
Lifið heil!


Bloggfærslur 19. nóvember 2024

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.11.): 26
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 38581

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband