Þegar Sjáfstæðisflokkurinn auglýsir aulaskap!

Eitt mér áður brá! Titringur á stjórnarheimilinu og afhjúpun aulaskapar Sjálfstæðisflokksins! Óli Björn Kárason upplýsir vanhæfan stjórnmálaflokk undir forsæti Bjarna Benidiktssona, um að það hafi tekið þingflokkin 7 ár að uppgötva að VG væri ekki stjórntækur. Ég held að meirihluti landsmanna hafi vitað þetta frá stofnun VG, nei það tók græðgisvæðingar og sjálftökuflokkin allan þennan tíma í að átta sig á þessu.
Spurningin er? Voru það engin viðvörunarmerki þegar ein af aðalleikurum VG, hljóp frá stjórnarsamstarfinu og hyrðfíflið var sett sem formaður VG. Voru það engin viðvörunarmerki að þegar umboðsmaður alþingis var búin að áminna eftir efnislega meðferð á stjórnunnar og spillingarmálum Svandísar Svavarsdóttur, ekki bara einu sinni heldur tvisvar sinnum í þessu stjórnarsamkrulli, að hún væri ekki hæf sem ráðherra. Nei þá hlupu bæði Sjálfstæðismenn og Framsókn með skottið á milli lappanna og ætla í áframhaldandi samkrull með flokki, sem búin er að fá dómsniðurstöðu frá Umboðsmanni um að klára kjörtímabilið. Ekki nóg með það!, Svandís ætlar að drottna yfir hyrðfíflunum og ákveða hvenær kosið verður, það er þegar það henntar henni og VG, ekki meðhlæendum hennar í Sjálfstæðisflokknum né Framsóknarhækjunni!
Landsmenn góðir þið sjáið nú hvernig þessi aumingjalýður sem situr að kjötkötlunum og gengur í ykkar vasa óhikað og ekki nóg með það, þeir eru að ganga í vasa afkomenda okkar um ókomna framtíð. Gefum þeim frí, það er löngu komin tími til að landsmenn fari að hugsa hvernig þeir vilja sjá framtíð afkomenda okkar í framtíðinni! Þá er ég ekki að segja að stjórnarandstaðan sé stikk frí, því það er hún ekki, grút máttlaus og uppfull af upphrópunum sem þau ætla ekki að fylgja eftir!

Vonandi springur þessi stjórnarmeirihluti sem first, en við þurfum að koma nýju fólki á þing sem ber hag þjóðar og afkomenda okkar að leiðarljósi, en ekki tækifærismennsku og sýndarmennsku, sem þjóðfélagið hefur ekki efni á.
Lifið heil.


Bloggfærslur 9. október 2024

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband