Nauðgun á samfélaginu Íslandi!

Já það er sterkt til orða komist, en ég vildi að það væri ekki fótur fyrir þessarri fyrirsögn. Við skulum skoða þetta aðeins betur!
Nú, þegar búið er að nauðga þjóðinni nokkur kjörtímabil, tekur forseti landsins það í mál að leifa kosningar með engum fyrirvara, sennilega til að gaga í augun á forsætisráðherra landsins, er sennilega einn versti stjórnmálamaður sem uppi hefur verið á Íslandi. Því til staðfetingar er að flokkurinn sem hann hefur leitt, það er Sjálfstæðisflokkurinn hefur um áraraðir verið stærsti og mest leiðandi flokkur landsins. Hans megin stefna hefur verið að standa vörð um samfélagið sem forfeður og þeir er á undan hafa gengið, hafa byggt upp og rétt okkur í hendur til varðveislu, uppbygginar og til að afhenda afkomendum okkar ladið með öllum þeim landsgæðum til afnota og áframhaldandi gæfu fyrir landsmenn! En þeim er þessum flokki hafa stýrt eru nú komnir með fylgi flokksins í útrýmingarhættu eða þar um bil, vegna sjáftökustefnu, hroka og sýndarmennsku þá ekki einungis hér heima heldur einnig erlendis, svo ramt kveður að sýndarmennskunni að maður hefur séð skopmyndir af Íslenskum trúðum í erlendum blöðum, slík er skömmin.
En nýkjörin forseti er enn greinilega tengd World Economik Forum, þannig að blindan er enn við lýði hjá henni en vonandi á hún eftir að verða reynslunni sterkari gegn spiltum stjórnmálamönnum og geti staðið í lappirnar, þegar arfavitlausir stjórmálamenn berja á dyrnar.
Jú hún mælti með að kosið yrði 30 nov 2024, það er engin tími til fyrir stjórnmálaflokka að stilla upp sínu besta liði, enda hefur borið á að stjórnendur flokkanna eru komnir út á horn til að næla sér í snoppufríðasta fólkið án þess að það þurfi að vera nokkuð á milli eyrnanna á þeim sem þeir velja. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að stjórnmáleiðtogarnir telja að það sé ekkert á milli eynanna á hinum venjulega kjósanda, eða það mætti allaveganna halda, það er efnt til vinsældar mælinga og hverjir hafi verið vinslæir í sjónvarpi, en ekki hvort viðkomandi hafi eitthvert vit á því að stjórna landinu eða hafi í raun eitthvað til málanna að leggja.
Þá er komið að þeim sem sækjast á alþingi. Þar er að sjálfsögðu eitthvað af alvöru fólki en þegar fólk sem ætlar sér að standa fyrir bættu Íslandi, hringir í og eða ræðir við fjölda flokka til að athuga hvort þeir séu gjaldgengir til að komast á lista, eru það fólk á rangri hillu! Fólk þarf að hafa pólitískar skoðanir, sanfæringu um að það sem þau trúa á að geti gagnast samfélaginu okkar til frambúðar sé þeirra stefna sem þau vilja berjast fyrir, en ekki góð innivinna sem þau geta mætt til eftir henntugleika. Slíkt er vanvirðing ekki einungis gagnvart þjóðinni heldur einnig gagnvart þeim sjálfum. Slíkt fólk setur sig á sama stall eins og gleðkona sem gerir sig breiða og bíður eftir besta tilboðinu. Slíkt fólk á ekkert erindi á þing, því þar á bæ er engin sanfæring um að það hafi einhvrja stefnu né skilning á mikilvægi þess að vera leiðtogi samfélagins.
Góðir Íslendingar, þegar að kjörborði kemur skalt þú kjósandi góður velta fyrir þér að atkvæði þitt getur gert gæfumuninn á því hvort Ísland sé það heimili sem við viljum hafa búið til handa afkomenum okkar!


Bloggfærslur 22. október 2024

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband