Er komin tími til að eftirlitsnefnd með kosningum skoði þá er bjóða sig fram til alþingis?

Er kominn tími til að skoða alla þá sem eru í opinberum störfum og ætla að bjóða sig fram til þings, hvort þeir hafi misfarið með opinbert fé eða verið á gráu svæði er varðar stjórnaskrá landsins! Þetta er skrifað vegna þeirra skrifa sem og aðdróttanna sem fréttamenn á Vísi virðast stunda, það er að taka fyrir fólk sem ekki eru í Samfylkingunni, Pírötum og eða VG!
Þetta hlýtur að vekja mikla athygli, þar sem fáránlegt er að opinberir starfsmenn geti farið á alþingi og síðan gengið í þau störf er þeir höfðu verið í sé ráðningartíminn ekki liðinn. Það ætti allaveganna að vera skýr skilaboð og reglur að viðkomandi stjórnmálamaður er gengt hefur yfirmannastöðu hjá opinberri stofnun, geti ekki og megi ekki gegna hvorki ráðherra, né þingnefndarstöðum er fjalla um viðkomandi málaflokka. Það hljóta allir að sjá að ætla mætti að viðkomandi hefði sérþekkingu á því sviði, enn einnig er hann vanhæfur þar sem hann gæti haft verulega hagsmuni að gæta eða tengsl hans við fyrverandi starfsmann gætu reynst honum erfið til að taka hlutlausar ákvaðranir!
Það er nefnilega vafasamt að fólk sem er þegar orðið, eða er ef til vill innvinklað í spillingu hjá hinu opinbera, geti eða ætti að vera leiðandi í þeim verkefnum, er væntanlega gera hann vanhæfan. Það er nefnilega þannig að þegar menn hafa jafnvel starfað lengi við kerfið, eru líklegri til að hamla nauðsinlegum breytingum, gegn betri vitund vegna egin hagsmuna eða þeirra er þeir eiga sem vini og eða skildmenni. Það er ekki gott að koma fólki í slíkar aðstæður, því ætti að vera nefnd sem fer ofan í fyrri störf alþingismanna og við hvað þeir hafa unnið, þá sérstaklega fólk sem lengi hefur unnið í opinbera geiranum. Þetta er ekki sagt til að gera lítið úr því fólki sem vill leggja gott til málanna og telur sig geta gert landi og þjóð gagn, með því að setjast á alþingi Íslendinga. Ég efast ekki um að þingmenn leggja sig alla fram og vilja vera heiðarlegir við ákvörðunartökur þegar kemur til atkvæðagreiðslna um settningu laga, en til að koma í veg fyrir að þetta annars ágætis fólk geti sinnt starfi sínu á heiðarlegan og yfirvegaðan hátt, þarf að koma í veg fyrir að setja þau í slíka stöður sem geta afvegaleitt skinsemi þeirra!


Bloggfærslur 19. október 2024

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband