Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2020 | 13:04
Að kasta frá sér sjálfstæðinu!!!
Nú að afloknum kosningum, er það ljóst að meirihluti landsmanna vill ekki hafa öryggisventil á Bessastöðum. Þessar kosningar voru val um hvernig forsetaembætti Íslendingar vildu og er niðurstaðan augljós.
Í framhaldi þessarar niðurstöðu, vildi þjóðin ekki heldur eiga náttúruauðlindirnar áfram, ekki yfirráð yfir kaldavatninu, heitavatninu, fiskimiðunum, jarðnæði, landinu né öðru því sem forfeður okkar börðust fyrir. Semsagt, þjóðin var að hafna þjóðaratkvæðagreiðslum, en taka undir hugmyndir núverandi forseta, um að samþykkja allt sem ríkisstjórninni dettur í hug að koma í framkvæmd. Þetta eru skýr skilaboð til þeirra sem vilja og hafa verið að arðræna þjóðina smátt og smátt. Inngangan inn í ESB verður leidd í gegn, undir styrkri stjórn nýkjörins forseta, enda ætlar hann ekki að skipta sér af stjórnarháttum alþingis, ( hans orð ).
Manni verður hugsað til seinni heimstyrjaldarinnar, þegar gyðingar fóru sjálfviljugir upp í vagna járnbrautalesta, sem þeir vissu að voru á leið með þá í útrýmingarbúðir, slík var meðvirkni Íslendinga er þeir gengu að kjörborði forsetakosninganna. Því miður getur framtíð Íslands ekki verði björt, með slíkan hugsunargang í landinu, sem er tilbúinn að ganga fram að feigðarósi, þó vitað sé um afleiðingarnar.
X-ið sem þú kjósandi góður, færðir núverandi valdhöfum á færibandi, er brennimark það sem þú settir á afkomendur þína, þegar þeirra bíður herskylda í her ESB samsteypunnar og þrældómur nýlenduherra auðvaldsins í Evrópu.
Niðurstaða kosninganna er að á Íslandi býr þjóð sem ekki er tilbúinn að bera hönd yfir höfuð sér, þrælsóttin við auðvaldið er slíkt að því er ekki bjargandi. Sjálfstæði landsins er ekki sjálfsagður hlutur og við núverandi niðurstöðu er ljóst að Íslendingar eru á enn meir hraðferð inn í ESB og verður vart stöðvuð úr þessu. Ég er fullviss um að börn og barnabörn Íslensku þjóðarinnar svo ekki sé talað um núverandi alþingismanna, munu hugsa þeim allt hið versta þegar hnignun samfélagsins gengur yfir. Þá verður ekki hægt að skattpína fyrirtækin lengur, þeir sem geta munu flýja land, en hinir sem eftir verður gert að greiða ofurhá orkugjöld, skatta og svo framvegis, þar sem land alsnægta hefur verið selt á hrakvirði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er nóg fyrir forseta lýðveldisins að segja sorry!, þegar hann hefur verið uppvís að því að gera mörg mistök á fyrsta kjörtímabili sínu og þá eigi þjóðin að fyrirgefa honum. Nei!
Er sjálfsagt að forseta finnist ekkert athugavert að koma fram í auglýsingu sem kostuð er af ríkinu ( Íslandsstofu ) þar sem forsetafrúin þiggur launað starf án skilgreinds starfshlutfalls né viðveruskildu, rétt fyrir kosningar. Alveg sama hvernig forsetinn niðurlútur reynir að réttlæta slíkt, er það hjómið eitt. Íslendingar segja Nei!
Er það háttur forseta að kenna öðrum um aðfarir sínar, en það gerði Guðni á RÚV, í kastljósinu í kvöld, og lýsti því þar með yfir að hann bæri enga ábyrgð á athöfnum sínum, þetta væri allt ráðherrum að kenna. Veit maðurinn ekki, að það er hann sem skipar og rekur ráðherra, þeir eru í umboði hans. Ég seigi Nei!, forsetinn á að axla ábyrgð með skýrum hætti, þannig að ætli ráðherrar og eða ríkisstjórn að beita þjóðina ranglæti, ber honum að grípa inní. Það er greinilegt að Guðni Th., er rangur maður á röngum stað, þar sem hann skilur ekki ráðningarsamning sinn við þjóðina, það er stjórnarskránna. Hana skilja allir Íslendingar, sem eru læsir, því svo skír er hún og rituð á góðri Íslensku.
Ef forsetaframbjóðandi er eins og lúpa, hengir haus og getur ylla horft framan í spyrjanda, hefur hann eitthvað að fela eða skammast sín fyrri ódrengilega háttsemi. Þannig var Guðni Th, í kvöld. Varnarræða hans vegna orkumálins og fleira sem spurt var um, fór hann í hringum aðalmálið, eins og köttur í hringum heitan graut.
Kjósandi góður, á morgun verður síðasti þátturinn þar sem þú færð að heyra hvað núverandi frambjóðendur hafa fram að færa, fyrir þig og framtíð þjóðarinnar. Þitt er valið á laugardaginn kemur, hafir þú ekki þegar kosið utankjörstaða. Ég ætla að biðja þig að gæta vel að því hvorn frambjóðandann þú velur til að gegna því embætti að vera varnagli þinn á Bessastöðum gagnvart þeim ólögum sem alþingi vill og ætlar að troða í gegn, fram að næstu kosningum.
Munið eftir afkomendum ykkar, það gerði Jón Sigurðsson.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverjar eru framtíðarsýn forsetaefnanna sem nú eru í framboði.
Guðni Th., telur að forsetinn eigi ekki að skipta sér af stjórnun landsins, það er að hann telur að hann eigi að vera einhverskonar puntudúkka sem eigi að skrifa undir hvað sem er, sem frá alþingi kemur. Hans meginverkefni sé að vera í gervi leikara, sem þóknast þeim er valdið hafa, hann hafi engin völd og sé þess vegna ekki öryggisventill þjóðarinnar gagnvart ofríki stjórnmálaaflanna.
Hann telur að hans megin verkefni að koma fram á hátíðar og tyllidögum, til þess eins að upphefja aðalinn í þessu þjóðfélagi. Annað er honum hugleikið að mæta í veislur hvort heldur sé á erlendri grundu eða hér heima þar sem hann hefur oftar en ekki orðið þjóðinni til skammar.
Hann telur einnig að hann eigi ekki að skipta sér af afsalsstjórnmálum á þjóðríkinu Íslandi.
Guðmundur Franklín er aftur á móti ákveðinn í að standa vörð um þjóðarhagsmuni, hann veiti þingi aðhald, ef honum finnist ekki rétt að málum staðið, verði umdeild lög sett í þjóðaratkvæði, þannig taki þjóðin ákvarðanir í mikilvægum málum, er varða þjóðarhag og framtíð hennar.
Guðmundur Franklín telur mikilvægara að standa vörð um almanna heill og framtíð þjóðar, en að vera í sýndarmennskuleik, hann mun taka hagsmuni almennings fram fyrir hagsmuni elítunnar, það er sjálftökuliðið sem hefur allt of lengi fengið að arðræna land og þjóð.
Það er fáheyrt að ríkisfjölmiðill í vestrænum lýðræðisríkjum sýni slíkt dómgreindarleysi sem og RÚV hefur sýnt að undanförnu, er umfjallanir og viðtöl hafa verið um væntanlegar forsetakosningar. Ég skal viðurkenna það að ég hef tekið taum Guðmundar Franklín nokkuð í þessu ritum mínum, enda hefur hallað á hann í ríkisfjölmiðlinum og á fjölmiðlum sem eru í eigu helsta styrktaraðila Guðna Th., það er Helgi Magnússon samk. Frétt á Sinnu.is, en hann mun hafa keypt helmings hlut í útgáfufélagi Fréttablaðsins, Torg ehf. Því er augljóst að þessir fréttamiðlar eru augljóslega ekki trúverðugir, en þar er um einkamiðla að ræða og ekki hægt að gera sömu kröfur til þeirra og þess sem eiga að gæta hlutleysis. Þetta kom bersýnilega fram er Heimir Már hóf að rífast við Guðmund Franklín í umræðuþætti við frambjóðendur, erlendis væri slíkum fréttamanni vísað á dyr, nema að sjálfsögðu hjá falsfréttastöðinni CNN. Drottningarviðtöl við Guðna Th., þar sem ekki er farið fram á skýringar er varða hann mistök í stjórnartíð hans á Bessastöðum, er dæmi um hlutdrægni, þar má nefna Landsréttarmálið, Orkumálið – breytingar á orkulögum og fl.
Nú er svo komið að þitt er valið, hvorn frambjóðandann þú vilt á Bessastaði, allt sem ég hef talið hér upp að ofan hefur komið fram í viðtalsþáttum, er þessir frambjóðendur hafa tekið þátt í. Því er ekki hér um neinn áróður að ræða, heldur staðreyndir. Því bið ég alla sem vilja standa vörð um lýðræði að kynna sér frambjóðendur vel, áður en gengið er til kosninga, þá mun þjóðinni farnast vel.
Meira í næstu grein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvar erum við stödd ef núverandi forseti verður áfram á valdastól landsins. Jú!, við vitum að hann er ekki mikill þjóðernissinni, þó vægt sé til orða tekið. Hann myndi að öllum líkindum skrifa undir lög er leiddu þjóðina í ESB, þrátt fyrir að meirihluti á alþingi Íslendinga um samþykki slíkra laga væri einungis eitt atkvæði. Svo einarður fylgjandi inngöngu í ESB hefur hann látið í veðri vaka.
Nú spyr ég, ekki síst konur, mæður og jafnvel feður, hvort þeir myndu vilja senda syni sína til að berjast með Evrópu her, sem er æðsti draumur Þjóðverja og Frakka að mynda. Þá yrði engin undankomuleið að segja að Íslendingar væru friðelskandi þjóð og við tækjum ekki þátt í slíku. Herskilda yrði lögfest, enda landið búið að missa sjáfstæðið.
Honum er sama þó svo að yfirráð orkuauðlinda, sem og annarra auðlinda færu til annarra landa, sem og að landið yrði selt erlendum auðmönnum. Allt þetta er falt hjá Guðna fyrir setu á Bessastöðum. Ert þú tilbúinn að veita honum brautargengi til þess.
Guðmundur er nokkuð óskrifað blað í þessum efnum, en samt er hann á móti inngöngu Íslendinga í ESB, sem gerir það að hann er baráttu maður fyrir því að auðlindir þjóðarinnar haldist í eigu okkar Íslendinga, þá er hann mótfallin sölu lögbýla til erlendra auðmanna séu þeir ekki með kennitölu á Íslandi og greiði sína skatta og skyldur til Íslands. Hann er aftur á móti óskrifað blað, hann vill að margra mati gera forsetann of pólitískan, spurningin er, er það víst að það sé svo slæmt!
Guðni hefur ekki haft fyrir því að ræða við landsmenn auglitis til auglitis, hann telur þess ekki þörf að eyða sínum peningum í slíkan óþarfa, enda fær hann greitt fyrir slíkt af ríkinu, er hann fer í opinberar elítu ferðir um landið. Þá myndi frúin ekki fá greitt frá ríkinu fyrir snúninginn og slíkt myndi hún aldrei gera.
Guðmundur Franklín hefur að undanförnu farið vítt og breitt um landið, rætt við menn, háa og lága kynnt sér þeirra viðhorf, áhyggjur og framtíðarsýn fyrir þau og þeirra byggðarlög.
Ég yrði ekki hissa að Guðmundi F., muni fá fjölda atkvæða vegna þessa elju sem hann hefur sýnt landsbyggðinni, án auglýsingatekna kostað úr ríkissjóði.
Nú hlýtur að vera komin tími til að þú lesandi góður gerir upp hug þinn, það líður að kosningum.
Meira í næstu grein.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fyrra bréfi talaði ég um ESB og ætla því að venda kvæði mínu í kross.
Það hefur vakið furðu mína, hvernig á því stóð að veittar voru hátt í 50milljónir í auglýsingu fyrir sitjandi forseta. Þá hef ég undrast að forsetafrúin starfar einmitt hjá viðkomandi stofnun er birti auglýsinguna. Hvar er rannsóknarskilda ríkisins gagnvart slíkri spillingu, eða er þetta bara allt í lagi.
Þá hafa mér borist til eyrna að forsetafrúin starfrækir fyrirtækið Dudo ehf kt. 650908-1390, sem þegið hefur á annað hundrað miljónir króna fyrir þjónustu. Þá þarf að kanna hvort ríkið eða ríkisfyrirtæki séu stór kaupandi þessara greiðslna. Ekki hef ég séð þessi verkefni á útboðslista hjá ríkiskaupum, né annarstaðar. Ekki hef ég séð samkeppnisstofu gera neina athugasemd gagnvart þessum kaupum og ekki hef ég séð hvers eðlis þessi þjónusta er, sem hlýtur að vera svo sértæk að ekkert annað fyrirtæki gæti hafa veitt samkeppni í viðkomandi verkefni. Hvert er t.d. vinnuframlag og viðvera forsetafrúarinnar hjá Íslandsstofu, sem veitti 48,5 milljónum í auglýsingu fyrir forsetann, nú rétt fyrir kosningar. Við þetta er að bæta að forseti landsins er meðstjórnandi í viðkomandi fyrirtæki. Þá er spurning hvort forsetafrúin þiggi sér greiðslur fyrir að koma fram fyrir Íslands hönd með forseta og hversu þá þær greiðslur séu miklar, þar sem forsetin þiggur 143.280.000 kr á kjörtímabilinu.
Hver er ástæða þess að þetta fari svona leynt, eru opinber stjórnvöld með í spillingunni, sé um spillingu að ræða. Hvar er ríkissaksóknari og hvar er umboðsmaður alþingis, allar þessar upplýsingar komu fram í fréttaþætti á Útvarpi Sögu og á Fréttatímanum.
Eins og hér hefur verið upplýst, þá hvet ég fólk til að hlusta á þáttinn á Útvarpi Sögu og lesa greinina á Fréttatímanum, þannig að almenningur geti tekið rétta afstöðu til málsins. Ef þetta er ekki vottur af siðspillingu þá er greinilegt að mér hefur ekki verið kennd rétt skilgreining þess orðs og biðst þá velvirðingar á því.
Er verið að misnota skattpeninga þína, jú það ert þú sem greiðir sukkið.
Hvergi hef ég séð að Guðmundur Franklín sé að stunda eitthvað í líkingu við þetta.
Mundu kæri lesandi að það ert þú sem þarft að gera upp hug þinn þegar kemur í kjörklefann og þú velur framtíð þjóðarinnar með vali á forseta landsins næstu fjörur árin.
Meira um forsetakosningarnar í grein 3.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég kem ekki til með að fara yfir alla þá hluti sem skilja þessa frambjóðendur að, heldu einungis það sem ég tel að sé mikilvægast. Þá er þessar upplýsingar einungis byggðar á því er þeir hafa látið frá sér fara í máli og ritum.
Númer 1.
Guðni Th. Er góður íslenskumaður.
Guðmundur Franklín þyrfti að taka sig á þegar kemur að Íslensku
Númer 2
Guðni vill að þjóðin gangi inn í ESB, þrátt fyrir að þjóðin hafi hafnað slíkri umsókn. Ef að líkum lætur mun hann ekki setja þá afstöðu í þjóðaratkvæði, "það er að þjóðin fengi ekki að ráða!", ef þing myndi samþykkja slíka inngöngu, þó ekki væri nema með eins atkvæða meirihluta.
Guðmundur er á móti aðild að ESB, en ef slík atkvæðagreiðsla kæmi upp, hefur hann tilkynnt að hann myndi setja það til þjóðarinnar, sem tæki loka ákvörðun.
Númer 3.
Guðni Th. Treystir ekki eigin dómgreind, sem bersýnilega kom fram í Landsréttarmálinu. Ef dómur fellu Íslandi í óvild, það er að undirskrift og framkvæmd ráðningu dómara vil landsrétt sé ólögmætur, hefur Guðni skaðað landið um hundruð milljarða, ollið landinu álitshnekki, sem dæmi eru ekki til um, í Íslandssögunni
Guðmundur Franlin hefur ekki valdið þjóðinni neinum skaða, hefur ætíð staðið með grunngildum þess og þjóðskrá. Það eru því litlar líkur á að hann hlaupi eftir duttlungum skrifstofustjóra alþingis.
Framhald í næsta bréfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2020 | 07:34
Ertu á leið í sumarfríið,
Þegar sumarfríið nálgast, er ekki út vegi að benda ferðalöngum á, að víða um land er bændagisting ein af þeim atvinnugreinum sem heldur sveitinni í byggð. Margt fólk hefur lagt mikið undir í að aðlaga hýbýli sín, svo þau megi verða ferðamönnum aðgengilegt.
Slíkar auka tekjur fólksins okkar er byggir landsbyggðina er nauðsyn, þar sem ríkisstjórnin hefur lagt landsbyggðina svo ekki sé talað um bændur landsins í einelti.
Því skora ég á alla þá sem hug hafa á að kynnast landinu okkar og umhverfi, að nýta sér þessa þjónustu, þar sem þú getur fengið góða og rétta staðarlýsingu um nærumhverfi staðarins, auk alkyns upplýsingar og jafnvel myndað ný tengsl milli manna.
Megi landsmenn allir njóta þess er Ísland hefur upp á að bjóða á komandi sumri.
Stjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2020 | 10:39
Íslenska þjóðfylkingin óskar öllum landsmönnum, nær og fjær gleðilegrar þjóðhátíðar.
Í hvaða ásigkomulagi kjósum við að skila landinu okkar fallega áfram, landi með eitt elsta lýðræði í heiminum, sem sönnun þeirra dugmiklu forferða okkar, er lögðu allt í sölurnar til að skila góðu búi lýðræðis og frelsis til okkar afkomendanna.
Við hvetjum alla að hugleiða það vel, hvorn frambjóðanda þú kýst að veita umboð þitt í komandi kosningum. Hvorn þeirra þú telur að komi til með að vernda þig, þína fjölskyldu, þjóðina, lýðræðið og arfleiðina.
Gleðilega þjóðhátíð
Fh. stjórnar Íslensku þjóðfylkingarinnar.
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2020 | 21:50
Forsetakosningar í námd, hvað vill unga fólkið.
Þegar þú kjósandi góður ungur að aldri nýbúinn að stofna til fjölskyldu, eða í væntingum um að gera slíkt, hver eru þín hugarfóstur gagnvart afkomendum þínum. Hver eru þín framtíðar viðhorf til þinna barna og barnabarna.
Vilt þú að þú, börn þín eða barnabörn lifi við, að einhverjir auðmenn hafið afkomendur þína sem nútíma þræla á launum sem ekki duga fyrir framfærslu þeirra. Eða vilt þú að afkomendur þínir sem og þú njótir þess að lifi mansæmandi lífi.
Ert þú tilbúinn að afsala þér, þar með þjóðinni auðlindum hennar til auðmanna hvort heldur sé til Íslenskra sjálftöku liðs eða erlendra, sem koma sér hjá því að skila inn til samfélagsins, réttlátum arði þjóðarinnar af auðlindum, þjóðinni til heilla, eða vilt þú að það sé einhver sem situr á Bessastöðum sem verndar þinn og afkomenda þinna hag, þjóðinni til heilla.
Vilt þú að Íslendingar verði hjálenda ESB auðmanna, sem nýta sér regluverk ESB til að kúga Íslendinga sem þræla, mergsjúga auðlindir þjóðarinnar án endurgjalds, eða vilt þú að afkomendur þínir njóti þess er forfeður okkar byggðu upp til handa afkomendum okkar.
Þitt er valið við komandi forsetakosningar.
Guðni Th. Björnsson stendur með auðvaldinu og sjálftökuliði þjóðarinnar, og ætlar ekki að standa með þjóðinni.
Guðmundur Franklín Jónsson ætlar að setja umdeild mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þjóðin þarf að axla ábyrgð á afleið sinni.
Hvað vilt þú ungi kjósandi, ég veit hvað ég myndi kjósa í þínum sporum.
Guðmund Franklín Jónsson á Bessastaði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2020 | 10:10
HVAR ER ÖSE, SAMKEPPISSTOFA, EÐA AÐRAR EFTIRLITSSTOFNANIR .
Nú þegar forsetakosningar nálgast, er mikilvægt að þjóðin geti verið viss um að jafnræði frá hinu opinbera til framlaga til handa frambjóðendum sé í heiðri haft. Komið hefur í ljós að forsetahjónin á Bessastöðum hafa misnotað vinnustað forsetafrúarinnar með styrk í formi auglýsingar hátt á fimmta tug milljóna króna. Hver ber ábyrgð á slíkum fjáraustri, ber fjármálaráðherra og ríkisstjórn ekki skylda til að kanna þetta verklag er þarna hefur átt sér stað, eða er það í lagi, sé um sérvaldan lævísan undirskrifara að ræða, vegna hentistefnu. Ég bara spyr?.
Ber ÖSE ekki að stöðva viðkomandi kosningar eða lýsa þær ólöglegar, þegar reyndin sú að svona hátti raunverulega til á hinu spillta Íslandi. Hvar er nú Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem á að sjá um að allt fari heiðarlega fram, eða er heiðarleikin bara til staðar, þegar það hentar hennar málstað, ég bara spyr?
Er ekki nauðsyn fyrir ríkisstjórn Íslands að leggja fram sömu upphæð í kosningarsjóð Guðmundar Franklíns Jónssonar svo jafnræði sé við haft, þó svo að leikreglur hafi þegar verið brotnar. Ég bar spyr?
Eða á almenningur að þurfa að horfa upp á að umfjöllun á alþjóða vetfangi verði þannig að hvergi sé spillingin meiri en á Íslandi, sem komið hafi fram nú í forsetakosningum landsins. Því verði ekki gripið í taumanna, munu þessar upplýsingar um Ísland að öllum líkindum berast í erlenda fjölmiðla og yrði það enn einn álitshnekkurinn fyrir þessa ríkisstjórn og landið í heild sinni. Í kjölfarið á að Ísland sé á lista yfir helstu lönd peningaþvættis.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar