Færsluflokkur: Bloggar

Brjálaðir stjórnmálamenn virðast komast upp með allt, jafnvel landráð!!

Menn hér heima virðast vera í fullu með fréttamanna elítunni í að niðurlægja Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hellt úr reiðiskálum sínum, um að hann hafi brotið lög, farið á svig við lög og hvað annað sem fréttamönnum vinstrimanna dettur í hug að éta upp eftir krötum í Bandaríkjunum.
En við skulum skoða málið, ekkert af þessari lýi hefur verið staðfest, heldur aftur á móti Demokratar verið niðurlægðir með sínar upphrópanir og vitleysisgang. Nú skulum við vera sammála um eitt, um leið og Donald Trump tók við embætti, fór af stað þvílíkt einelti, því hann var svo heiðarlegur að efna kosningaloforð sín!! Þvílík skömm af pólitíkus, þessu verður að mótmæla og það var gert undir öfgastefnu Demokrata með fjármögnun aðila á borð við Soros, Bill Gate og fl., ríkra krata, því hann var í þann vegin að uppræta spillinguna í USA.
En snúum okkur aftur að Íslandi, hvað ætli sé að gerast hér heima í spillingar- málum þjóðarleiðtoga. Í dag reis fjármálaráðherra upp til varnar Svandísi Svafarsdóttur, vegna innkaupa á bóluefni.. Takið eftir!, það var ekki vegna þess að ekki hafði verið uppvíst um innihald efnisins sem ríkisstjórnin ætlar að dæla í landsmenn, nei það var vegna þess að hann þurfti að verja aðkomu ríkisstjórnarinnar að EES samningum og þess, að vera valdur að því að vera búinn að innleiða landið í ESB, án þess að landsmenn hafi haft neitt um það að segja.
Það er greinilegt að alþingi er skít sama um landsmenn og þeirra vilja, þeir eru allir í sömu sænginni og ætla að kúga þjóðina inn í samband sem þjóðin er þegar búin að hafna aðild að. Hvers vegna er að öllum líkingum eiginhagsmunastefna alþingismanna, þar sem þeir telja sig vita að þú sem lest þetta ásamt þjóðinni, munt ekki gera neinar breytingar á yfirbragði alþingis við næstu kosningar!!!
Er ekki komin tími fyrir landsmenn að skoða aðeins hvert þessir alþingismenn sem nú sitja á alþingi stefna með fjöregg þjóðarinnar og afkomu þína og þinna afkomenda. Er ekki komin tími til að staldra við og spyrja sig af hverju alþingi er ekki búin að koma með upp á yfirborðir hverjir séu kostir þess að við séum í EES og neyðumst þess vegna með góðu eða yllu, að innleiða allt reglugerðakjaftæðið sem bíókrötum í ESB dettur í hug að búa til. Skiptir það engu máli hvort það sé hagstætt Íslenskri þjóð eða bara bölvað klúður. Hvers vegna það er leift að flytja inn vinnuafl í stórum stíl á meðan atvinnuleysi er í hámarki. Ætli slík ráðstöfun sé gerð til að halda laununum þínum niðri, hver ætli sé heildar ávinningur af slíku þegar aðflutt vinnuafl er búið að flytja gjaldeyrin út. Hvernig verður með auðlindir landsmanna ef fram heldur sem horfir, fiskin í sjónum, orkuauðlindir, vatnið og allt það sem landsmenn geta marfaldað auðlegð sína til handa afkomendum okkar. Hvernig halda þessir alþingismenn að hægt sé að halda uppi opinberri stafssemi, sé arðsemi landsins komin í hendur erlendra auðmanna, ríkjasambanda og svo framvegis.
Íslenska þjóðfylkingin skorar á alla landsmenn að hugleiða rúglið á þingi. Varist að þegar þarf að taka mikilvægar ákvarðanir á þingi, er komið með einhver upphrópunarmál sem engu skipta, til þess eins að slá ryki í augu almennings.

Er andvaraleysi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur raunverulegt eða með ásetningi!

Nú þegar alþingi hefur komið saman eftir jólafrí, er eitt af helstu málum ríkisstjórnar að selja Íslandsbanka. Greinilegt er að ríkisstjórn né stuðningsmenn hennar hefur ekki lesið jólabókina „ endurtökum aðför að heimilunum“ yfir jólin. Alþingi vissi fyrir jólafrí að til stæði að setja Íslandsbanka á sölulista, undir foraðinu að nota arðinn af sölunni til lækkunar skulda sem þeir sjálfir stóðu fyrir, undir yfirskriftinni „ Covid 19 „! Því er það engin afsökun fyrir alþingismenn að hafa ekki kynnt sér hvað lægi að baki slíkri stjórnsýslu!
Komið hefur í ljós að söluráðgjafi ríkisstjórnarinnar Bankasýsla ríkisins hefur haft það með höndum að leiðbeina og útfæra söluferli ríkisbankana. En útfærslan er með eindæmum, það á ekki að koma í veg fyrir hrossakaup á útistandandi lánum viðskiptavina bankans, NEI!!! Það á einmitt að losa skuldir viðskiptavinanna undan sölunni og selja það hæstbjóðanda, svo að vildarvinir það eru væntanlegir kaupendur bankans, geti mergsogið viðskiptavinina, hvað ætli margar fjölskyldur og fyrirtæki séu áætlaðar að fari í gjaldþrot og skuldafangelsi. Kemur slík úttekt einhversvergar fram? NEI!
Nei ef sala á að eiga sér stað vegna þess að ríkisstjórnin er búin að gera undir í fjármálum og sér ekki aðra leið út út feninu, en að selja hluti í ríkisfyrirtækjum með afarkostum, þá á hún að segja af sér strax. Ég hef varað við eyðslu ríkisstjórnarinnar og forgangs röðun í eyðslu fjármuna úr ríkissjóði, með réttlætingu út af heimsfaraldrinum. Eins og ég hef oft sagt að undanförnu, mætti halda að ríkisstjórnin vilji koma ríkissjóði í þvílíka stöðu að ekki verði aftur snúi, en að selja ríkiseignir á tómbóluverði til vildarvina og þá helst á slíkum tíma að örfáir geti leyft sér að taka þátt, vegna ástandsins í þjóðfélaginu og á heimsmarkaði.
Nú sjáum við tilhneiginguna í að selja bankana, næst veður það orkufyrirtækin og svo framvegis. Íslenska þjóðfylkingin hafnar slíkum ráðstöfunum á eigum almennings, endurtökum ekki sama leikin og viðhafður var i síðasta hruni. Íslenska þjóðfylkingin leggur til að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður, enda gjörsamlega vanhæf til að fjalla um sölu eigna ríkisins. Nefn sem skipuð yrði til að sjá um slíka sölu, þarf að hafa meira vit en á fjármálum, hún þarf að gera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna, taka inn í áhrifum og afleiðingum þess að framkvæma slíka hluti, því afleiðingin af slíkur má ekki skaða hvort heldur er einstaklinga, fyrirtæki né ríkið meir en hagnaðurinn að slíkri ráðstöfun.
Íslenska þjóðfylkingin leggur til að skoðaðar verði aðrar leiðir, þar með talið að skera niður óþarfa gæluverkefni, þátttöku í óþarfa alþjóða sýndarmennsku og svo framvegis. Það liggja margir milljarðar í eyðslufylliríi þessarar ríkisstjórnar og alþingi hefur gjörsamlega brugðist í aðhaldi á því verkefni.
Ísland og Íslendingar eiga að geta komist í gegnum áföll sem nú herja á þjóðina, án þess að nauðga landsmönnum en koma eignum ríkisins í hendur auðmanna. Framtíð landsins er björt fyrir alla landsmenn sé rétt á haldið
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Þegar menn hafa óhreint mjöl í pokahorninu, treysta þeir engum!!!

Nú er svo komið að Biden verðandi forseti USA , getur ekki treyst eigin her, sem hann á samt að vera æðsti yfirmaður yfir. Fyrst treysti hann ekki Trump og þeim er hann studdu, síðan treysti hann ekki Antífa og BLM því hann var búin að nota þjónustu þeirra við uppþot og valdníðslu um gjörvöl Bandaríkin, og nú treystir hann ekki hernum sem hann er búin að smala saman fyrir framan Hvítahúsið þar sem athöfnin um innsetningu forsetans á að fara fram. Hvernig á þessi afglapi sem er greinilega heltekin af heilabilun að fara með stjórnun kjarnorku vopna, hervalds svo eitthvað sé talið upp hér.
Þetta er forustumaður Demokrata sem hafa lagt til, ekki bara einu sinni vantraust á núverandi forseta, heldur tvisvar! Nú hefur viðkomandi Biden krafist þess að allir þeir sem eru í öryggisliði hersins og eiga að gæta hans við innsetningu, skuli skoðaðir, það er hver þeirra pólitíska afstaða sé. Er maðurinn ekki í lagi, ég meina meira en elliær? Demokratar hljóta að leggja til, að valdheimildir Bidens hvað varðar stjórnun kjarnorku, verði afnumdar eins og þeir hafa áliktað gagnvart Trump, sem þó hefur verið mest friðelskandi forseti USA frá upphafi. Þá sögur er ekki hægt að segja um Biden, en í valda tíð hans og Barak O. Bama stofnuðu þeir til fjölda hernaðarátaka, svo vítin ber að varast ef Kratar séu samkvæmir sjálfum sér, en við hin vitum að svo er ekki, þannig að hnappurinn verður ekki tekin af þessum ellismelli, sem hefur verið svindlað inn á æðsta stól Bandaríkjanna.
Þegar maður veltir fyrir sér umfangi þess er Biden krefst til að verja sig við innsetningu, veltir maður upp þeirri spurningu hvort mjölið í pokahorninu sé svo óhreint að ekki verði við unað. Hversu lengi ætli viðkomandi verði við völd og hvernig á herinn að geta starfað undir slíkum leiðtoga, sem greinilega ekki treystir þeim, er eiga að verja hann. Hann hefur nú þegar safnað saman meiri herafla en er í Afganistan, Írak svo dæmi sé tekið, þá er búið að setja herlög á allar stjórnarbyggingar í ríkjum bandaríkjanna. Ef óttinn er slíkur, er þá ekki augljóst að eitthvað er að, hvað varðaði nýafstaðnar kosningar. Það sem mig undraði var að fleiri gætu kosið en sem voru á kjörskrá, skyldi slíkt vera samþykkt hér á landi, held ekki!
Það er augljóst frá minni hálfu að Bandaríkin eru að sigla inn í að verða mesta bananalýðveldi í sögunni, þökk sé krötum. Ég held að almenningur sem aðhyllist lýðræði ætti að skoða sinn hug hvar sem er í heiminum, því krataheilkennið er greinilega hættulegt og ber að varast. Því miður hefur þetta heilkenni smitað inn í fjölda flokka þar sem fagurgalin segir eitt fyrir kosningar, en framkvæmir jafnvel hið gagnstæða eftir kosningar. Varist hildarleikin sem átt hefur sér stað í Bandaríkjunum, því hann á eftir að verða lýðræðinu um heim allan dýrkeypt.
Íslenska þjóðfylkingin stendur vörð um þína velferð og Íslenska menningu, en við erum ekki fagur galar sem svíkjum land og þjóð!!!

Er nauðsin að alþingi vinni með þjóðinni, eða á alþingi að þverskallast við áliti þjóðarinnar. Hér er eitt slíkt mál!

Það er merkileg skoðanakönnun á afstöðu til hálendisþjóðgarðs, er birt var á mbl, nú í dag. Þar framkvæmdi Gallup skoðana könnun sem hvorki er sagt til um hvernig spurningar voru framlagðar né hver stóð að baki könnuninni. Úrtak og vinnsla könnunarinnar er líka á huldu?
En burt séð frá því, er niðurstöður merkilegar og framsetning þeirra einnig. Til hvers er verið að flokka slíkar skoðanakannanir pólitískt, hver er tilgangurinn? En svörin voru nokkuð skýr sem komu þó út úr pólitísku svörunum ef glöggt sé að gáð, því greinileg niðurstöðustýring hefur átt sér stað við þessa könnun.
Flokkar sem helst styðja frumvarpið eru öfgaflokkur í þessu tilliti, það eru VG og svo þeir flokkar sem endilega vilja svíkja landið og koma því undir forræði ESB, það er Viðreisn og Samfylking. Enda voru svarendur þessara flokka lít búnir að kynna sér frumvarpið, enda bara alveg sama þótt eitthvað sé verið að taka frá landanum og flytja það óbeint til túrisa eða annarra erlendra ríkisbubba, samanber kvörtun í enskum fjölmiðlum er varðar uppkaup landa á austurlandi.
En svo við komum einnig að þeim sem voru mest andvígir frumvarpinu, það er Miðflokkur, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn, höfðu kynnt sér viðkomandi frumvarp mest. Hvers vegna þessi mismunandi skil urðu þarna á milli, er ekki skoðað, né hversu margir úr hverjum flokki svöruðu.
Nei eins og oft áður er ekki mark takandi á niðurstöðum skoðanakannanna frá Galup, þar kemur einungis hagræddar niðurstöður fram. Því ef fylgi þessara flokka er metið er mun meira fylgi með þeim heldur en þeim sem voru fylgandi frumvarpinu, því ekki um „öskrandi minnihlutahóp að ræða“ eins og forseti alþingis Steingrímur J. Sigfússon, upp hafði á alþingi Íslendinga, sem átti að vera smánarlöðrungur á þá sem á móti væru. Nú er atlaga VG slík í þessu máli að ómögulegt er að ná sátt í samfélaginu um þennan þjóðgarð, án þess að efna til þjóðaratkvæðis um málið að aflokinni óhlutdrægni kynningu. En viti menn það mun ekki verða gert, því ofbeldi VG er slíkt að þeir munu þverkallast við og reyna að keyra þetta í gegnum þingið.
Það er komin tími fyrir þingheim að setja mál sem ekki eiga að vera pólitísk í þjóðaratkvæði, hér er eitt slíkt á ferðinni. Íslenska þjóðfylkingin styður slíka málsmeðferð, enda mikilvægt að sátt ríki í samfélaginu um slík mál!!!
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar.

Eru SÞ svartur blettur á samheldni þjóða!

Er það ekki dálítil hræsni af Sameinuðu þjóðunum að senda Demokratan Ingibjörgu Sólrúnu til að hafa eftirlit með kosningum ( kosningarsvindli ) innan Iraks. Samflokksfólk hennar í USA stóð fyrir einu mesta kosninganauðgun, sem upplýst hefur verið frá upphafi mannkyns: Það hefur ekki einu sinni komið fordæming frá þessum rugluðu stofnun, né afsökunarbeiðni um að þau séu bara vanhæf til að hafa eftirlit með einu né neinu, þetta séu einungis pólitískar skýrslur um heiðarlegar og ekki heiðarlegar kosningar í hverju landi fyrir sig. Marklaus plögg!!!
Það sem verra er að í þetta tilgangslausa svo kallaða eftirlit fara tugir ef ekki hundruð milljóna dollara, sem mætti nota til viturlegra þarfa í heiminum. Eins mikið og ég dáði þessa stofnun SÞ á yngri árum, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hún megi algjörlega missa sín, þar sem valdheimildir hennar eru og verða einungis til niðurlægingar samheldni þjóða.
Íslendingar ættu að stíga fram og hætta aðild að þessum samtökum ásamt fleirum sem eru einungis peningaplokk til þess einungis að halda uppi þarflausum bíókrötum og blýantsnögurum, sem hafa engan tilgang annan en hafa af þjóðum fé. Menn skulu ekki gleyma að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur þá arfleið að hafa setið í ríkisstjórn, þar sem hún leyndi samráðherra sínum og flokksmanni öllum upplýsingum sem hann átti að hafa, svo hann gæti haft eftirlit með er varðaði hans ráðuneyti, þessi ríkisstjórn sem og stjórnin á eftir gaf veiðileyfi á 9000 fjölskyldur, það er leyfði lánafyrirtækum að bera viðkomandi landsmenn út á Guð og gaddinn. Að þessi manneskja skuli vera álitaefni hvað heldur að vera ráðin í slíka stöðu ætti að vera nóg til að íslensk stjórnvöld segðu skilið við aðild að slíkum samtökum. Það vekur ef til vill furðu hvernig Samfylkingar fólk kemst alltaf upp með að vera meira dásamað eftir því sem það misbíður landsmönnum, hvað er að!!! Ætla landsmenn virkilega ekki að sjá í gegnum þennan flokk, sem hefur heilkennið að rústa Íslenskri menningu, og nauðga landinu inn í ESB, sem þegar hefur verið sýnt að landsmenn eru mótfallnir.
Ég vill enn og aftur minna landsmenn á að ef óánægja er með stjórnvöld, þá er það ekki leiðin að verlauna núverandi flokka með atkvæði þínu, það er undir þér komið hvernig sviðsmynd alþingis lýtur út eftir komandi kosningar.
Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar

Áramótakveðja til allra landsmanna.

Nú þegar við kveðjum erfitt ár, þar sem faraldur og náttúran hefur leikið landsmenn grátt, er gott að skoða hluti er við getum haft áhrif á, á komandi ári, svo lífið verði gæfuríkt og hamingja lyfti upp bjartsýni og hugprýði okkar. Á komandi ári mun pólitík verða fyrirferða mikil, og er því gott að skoða hvað betur mætti fara í stjórnun landsins. Við blasir að alþingi er að skuldsetja þjóðina í gjaldþrot, en við!, sem þeir ætla að láta borga brúsann, getum haft þar áhrif á, það gerum við með því að breyta ásýnd stjórnmálanna í komandi kosningum. Ef almenningur vill ekki láta blekkja sig með gervi launahækkunum, þar sem þeir feitu sleikja út um, en venjulegt fólk er skattlagt sem nemur hækkunum, þá er það einungis einn flokkur er þorir að tjá sig og standa vörð um þína hagsmuni, það er Íslenska þjóðfylkingin.
Hver ætli ástæða sé fyrir alþingi að skuldsetja þjóðina þegar hallæri gengur yfir, í stað þess að stíga á bremsuna. Ætli púkarnir séu að undirbúa áætlun til að geta réttlætt sölu á fleiru en bönkunum, ætli orkuauðlindir þjóðarinnar séu í augnsýn þessara þjóðníðinga, sem ætla sér að koma mjólkurkúm landsins til útvalda og búa til nýlenduherra kerfi í stað lýðræðis á Íslandi. Ein vísbending var er alþingi samþykkti orkupakka 3, þrátt fyrir að Íslenska þjóðfylkingin hafði sent þeim orkupakka 4, þannig máttu þeir gera sér grein fyrir því er lá í farvatninu, það er að koma orkuauðlindum þjóðarinnar í eigu útvaldra, sem mun gera en harðbýlla að búa hér á landi. Eigum við ekki að stöðva slíkt, koma í veg fyrir að þeir sleiki hunangið sem landið færir okkur á meðan landsmenn hafa vart til hnífs og skeiða.
Hópur ungs fólks hefur nú gengið í raðir Íslensku þjóðfylkingarinnar og eykur það bjartsýni á, að almenningur sé að átta sig á hverjir það eru, er bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti, eru ekki í stjórnmálum til að hygla sjálfum sér, heldur taka hagsmuni þjóðarinnar fram fyrir eigin rembing. Það hefur sýnt sig að þessir níðingar telja sig yfir þau lög og tilmæli hafin er þeir setja landsmönnum, þar sem þeir telja sig geta farið meðal fólks, knúsað það og kysst, heilsa mönnum á mannamótum svo eitthvað sé talið, fyrir þau gilda ekki Covid 19 tilmæli heilbrigðisráðherra né sóttvarnalæknis nei!, einungis fyrir okkur hin.
Það er komin tími til að þjóðin vakni áður en það verður um seinan, þitt tækifæri er á komandi ári, ekki sólunda því tækifæri í gylliboð sem aldrei eru efnd.
Íslenska þjóðfylkingin óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs og friðar, stöndum saman, ekki bara fyrir okkur, heldur komandi kynslóðir. Lifið heil.

Misbeiting valds gagnvart þegnum landsins!

Þegar laun þingmanna hækka um 40.000kr. er hækkun til þeirra sem mest þurfa á að halda auknu fjármagni til heimilisins á þessum sérstöku tímum hækkað um 10.000kr. En takið eftir!, ríkið er þegar búið að ákvarða hækkanir til að taka allt af þeim sem minna mega sín alla hækkunina!, með prósentuhækkunum á vöru og þjónustu sem þeir leggja til eða selja, svo ekki sé talað um aukna skattbyrði á vöru og þjónustu liði sem bitna beint á almenningi í landinu. Þeir sjá um að þeir haldi eftir sínum 30.000kr sem og þeir sem eru vel aflögufærir.
Íslendingar það eru að koma kosningar, þar sem þið sjáið að allir flokka sem nú sitja á þingi eru samþykkir þessum ráðahag, enginn greiddi atkvæði gegn þessum gerræðislegu skilaboðum til ykkar. ÍSLENSKA ÞJÓÐFYLKINGIN mun berjast fyrir að samgjarnar leiðir verði farnar fái hún til þess stuðning þinn, en að öðrum kosti verður þú að súpa seiðið áfram og þiggja ölmusu frá arðræningjum þínu sem þú velur í næstu kosningum.
Þetta er einungis eitt dæmi þess sem mun lagfæra og standa vörð um, því það er ekki lengur hægt að horfa upp á að misbeiting valds bitni endalaust á þeim sem sveittir vinna að velferð landsins.

Hátíðarkveðja

Íslenska þjóðfylkingin óskar landsmönnum öllum gleðilegrar Jólahátíðar, er við minnumst og fögnum fæðingu frelsarans!!
Guð blessi land og þjóð.

Þegar ríkisstofnanir missa niður um sig buxurnar!!!

RÚV gerir út á frétta tilkynningu frá Atvinnumálastofnun, er varðar atvinnuleysi útlendinga, en hvergi er gerð heilstæð úttekt á atvinnuleysi Íslendinga né í hvaða stöðu þeir eru. Nei!, meðvirknin þegar kemur að útlendingum er með eindæmum, af hverju fara þessir útlendingar ekki bara til síns heima, er einhver meiri eymd meðal þeirra en Íslenskra fjölskyldna, sem hafa misst hafa viðurværi sitt. Á nú að flokka í sundur erlenda og innlenda, hvað varðar greiðslur úr sjóðum atvinnuleysistrygginga. Mér finnst slíkar nálganir sem þessar ámælisverðar. Starfsmaður sem unnið hefur sér rétt til að fá greitt úr atvinnuleysissjóði á að fá sínar greiðslur burt séð frá hvort um innlendan eða erlendan starfsmann sé að ræða, annað er rasismi, annaðhvort gagnvart erlenda eða innlenda manninum.
Eina sem margt af erlendu starfsmönnunum hafa möguleika á er að fara aftur til síns heima, sé það vænlegur kostur að þeirra mati, en þann kost hafa innlendir ekki. Meðan á þessu stendur eru stjórnvöld að dæla inn alkyns flóttafólki, án þess að hafa efni á slíku samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir 2021. Væri ekki nær fyrir blaðamannaelítuna að síga skref frá Marxis- liberalismanum og hjóla í núverandi eyðslupólitík alþingis, og benda á þá 20 til 40 miljarða er fara í hælisleitendaiðnaðinn, jú það er ljóst að við höfum ekki efni á honum.
Nú er tími til tiltekta, skinsemi og alvöru stjórnsemi á alþingi, en ekki meðalmennsku aumingjaskaps og undirlægju háttar.
Lifið heil.

Oft heyrist hátt í tómri tunnu!

Já skal aldrei undra að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setji fram enn eitt áróðurs áætlunina ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni sjávar en ekki landbúnaðraráðherra fram matvælastefnu. Slá um sig með að boða til minna regluverks, skipulag á matvælaframleiðslu til framtíðar.
Jú!, nú skulum við skoða þennan óskapnað, það er nefnilega ekki neitt innihald í þessu annað en að nú skal slá í klárinn og ganga endalega frá landbúnaðarframleiðslu og afleiddum störfum þeim tengdum í landinu. Þau tala um að minka álögur og miðstýringar, en aldrei hefur verið eins íþyngjandi ástand fyrir bændur og neimitt nú. Það er eins og þetta fólk átti sig ekki á duldum niðurgreiðslum ESB, og geri allt sem í þeirra valdi sendur til að afnema eðlilegan varnamúr gangvart ofríki ESB valdsins. Nei! Nú er tími til að fara að tillögum Íslensku þjóðfylkingarinnar, og segja okkur úr EES samstarfinu, sem augljóst er, að gengið hefur sér til húðar.
Íslenska þjóðfylkingin hvetur ráðamenn þjóðarinnar að endurskoða stjórnun á landbúnaði, minka opinbera stjórnsýslu kerfið, fjölga sláturstöðvum og fullvinnslu matvæla heima í héraði, greiða styrki beint til bænda og takmarka milliliðavæðingu, sem átt hefur sér stað undan farna áratugi. Íslenskt þjóðfélag lifir ekki á exelskjalafræðingum á höfuðborgarsvæðinu, nei!, við lifum á framleiðslu og skinsamlegri nýtingu til lands og sveita. Ef grunnatvinnuvegunum verður rústað er einsýnt að stefna ofangreindra ráðherra það er „ Elítan og undirsátar“ nær fullu flugi hér sem annarstaðar. Þessi barátta á sér stað allsstaðar í heiminum og má sjá anga kosningarspillingar í Bandaríkjunum sem gott dæmi þar um.
Vinstri Marxisma hreyfingin hefur náð að læða inn í alla stjórnsýslu, fréttamennsku og mennta stofnannir fólki, sem vinnur leynt og ljóst að niðurbrotum á menningu landa og því kerfi sem hefur gert vesturlöndin að þeim griðastað sem flestir vilja búa á, en með opnum landamærum er auðveld leið Marxista og líberalista að rústa hverju ríkinu á fætur öðru. Ísland er engin undantekning þar!!!
Lifið heil.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband