Færsluflokkur: Bloggar

Er pukrað með atkvæði kjósenda víðar en á NV kjördæmi?

Nú eru liðnar nokkrar vikur frá síðustu kosningum, og kosningaúrslit liggja ekki fyrir. Jú í NV kjördæmi er ljóst að áliti megin þorra kjósenda, að ekki hafi verið rétt staðið að málum. En nú velta menn fyrir sér hvort ætla má, að það hafi bara verið óheppni að slíkt skuli hafa komið upp, þar sem myndataka stúlku uppljóstraði um svikin og þá óráðsíu sem átt hafði sér stað. Hvað ef þessi myndataka hefði ekki ratað á netmiðla, ætli meðvirknis fréttamiðlar hefðu þá þagað þunnu hljóði og engin rannsókn hefði átt sér stað.
Þessar og fleiri vangaveltur hafa verið í umræðu á meðal manna og ekki að ástæðulausu. Var allt með feldu í hinum kjördæmunum, eða komst bara spillingin ekki upp í þeim kjördæmum. Ekki ætla ég að dæma um það né hvort slíkt hafi átt sér stað, enda ekki þátttakandi í nýafstöðnum kosningum, nema sem almennur kjósandi. Hitt er annað mál, að það sem skeði í NV kjördæmi þarf að kryfja til mergjar, þannig að kosningarútslit séu yfir allan vafa hafin. Ég tek undir það, að skipa þurfi nýjar kjörnefndir í öllum kjördæmum landsins, svo koma megi í veg fyrir að arfleið kosninga misferla geti fest rætur aftur, þetta er grunnstoð lýðræðislegs samfélags sem þarf að standa vörð um. Almenningur vill og þarf að geta treyst á niðurstöður þær sem landsmenn velja, hvort þeir séu ánægðir eða óánægðir með niðurstöður kosninganna sjálfra.
Það er deginum ljósara einnig að framganga Birgis á suðurlandi er óásættanleg fyrir kjósendur, setja þarf skýrar reglur í stjórnarskrá landsins hvernig skuli fara með slík mál. Flokka flakk á að heyra til undantekninga, enda þarf að virða rétt og vilja kjósenda, er þeir leggja það á sig að ganga til kosninga. Ef ekki verður gripið inn í þá atburðarás á viðunandi hátt fyrir kjósendur, er einsýnt að fjöldi fólks mun missa trúna á grunngildum lýðræðisins og mæting á kjörstaði mun minka verulega. Það þarf að koma í veg fyrir spillingu og óheiðarleika, eins og átti sér stað á Suðurlandi og hljóta allir flokkar að átta sig á alvarleika málsins.
Framundan eru miklar áskoranir til þeirra sem við stjórnartaumunum taka og mikilvægt að þeir beri fyrst og fremst þjóðarhag fyrir brjósti. Afsalsstefna stjórnvalda á auðlindum og landsgæðum þarf að heyra sögunni til. Landsmenn þurfa á stöðuleika að halda, þar með mega fulltrúar altvinnulífs, verkalýðshreyfingin og opinber stjórnsýsla ( það er ríki og sveitarfélög ), að leggja niður sjálftöku stefnur sínar og bindast höndum um að skattpíning og álögur á almenning og atvinnulífið er ekki eina lausnin til að ná árangri fyrir land og þjóð. Hver og einn þarf að líta í eigin barm, eigi að nást farsæll árangur til frambúðar.
Góðar stundir
Formaður ÍÞ

Er siðferði opinberra embættismanna og væntanlegra alþingismanna í fjóshaugnum!

Nú þegar kosningar eru afstaðnar og ekki einu sinni búið að mynda ríkisstjórn, eru komin upp hin skrítnustu mál er varða trú verðu leika afstaðinna kosninga. Eru Íslendingar að stimpla sig inn sem mesta bananalýðveli á þessari jarðarkringlu? Verður þessar niðurstöður sendar til erlends dómsstigs, þar sem Íslensk stjórnvöld sem hafa þá verið mynduð, verði lýst sem valdaráns stjórnvöld á borð við hervaldsstjórnir eða einræðis ofbeldisstjórnir. Vilja Íslendinga vera stimplaðir sem slíkir, eða er ekki bara ein lausn í málinu, það er að kjósa aftur og skipta út öllu því hyski sem kom að stjórnun kosninga, sem og að frambjóðendur skrifi undir skilmála að þeir undirgangist stefnu síns flokks, og hugi þeir á að yfirgefa flokkinn þá segi þeir af sér þingmennsku. Það væri eina rétta leiðin til að virða atkvæði kjósenda sem hafa veitt þeim brautargengi til þingsetu!

Nú vita menn náttúrulega hver þau mál eru sem ég er að vísa til, en það er einnig orðin hefð að menn flakki á milli flokka á miðju kjörtímabili. Þar er ekki að sjá að mikil stefnubreyting hafi átt sér stað innan þeirra flokka, sem viðkomandi þingmenn eða konur hafi gengið til liðs við, enda oftar en ekki búin að starfa með viðkomandi stjórnmálaafli um nokkurt skeið og ættu þar af leiðandi að vita um viðhorf síns flokks til flestra mála. Það er aftur á móti ekki ástæða til að viðkomandi fylgi sínum flokki í einu og öllu um ákveðin málefni, viðkomandi getur hafa haft aðra skoðun á einstöku máli og þar af leiðandi fylgt sannfæringu sinni í atkvæðagreiðslu. Það sem ég er að segja er „ flokka flakk á að banna, það er vanvirðing við kjósendur er hafa veitt viðkomandi brautargengi í kosningum, sem ætti að vega þyngra en sjálfhyggja viðkomandi þingmanns.“

Ég tek heilshugar undir vangaveltur formanns ungra Sjálfstæðismanna Veronika Steinunn Magnúsdóttir, þar sem hún gagnrýnir þetta háttalag Birgis og um leið Sjálfstæðisflokkinn sem verður eins og ruslakista svikara, þá er athugasemd Guðna Hjörleifssonar sem skipaði fjórða sæti Miðflokksins réttlætanleg og sínir vanvirðingu Birgis gagnvart þeim er höfðu lagt hönd á plóginn við að tryggja honum þingsæti í afstöðnum kosningu. Skömmin verður ætíð Birgis Þórarinssonar og Sjálfsæðisflokksins sem að þessu sinni vanvirða kjósendur og stuðningsmenn er veita þingmönnum umboð sitt til setu á alþingi, og um leið lítillækka samfélagið okkar á alþjóðagrundvelli. Vonandi er einhver svo hugaður að kæra þessar níliðnar kosningar til erlendra stofnanna, svo svona komi ekki fyrir aftur.
Formaður ÍÞ


Er almenningur á Íslandi mestu sóðar heims!

Það kann að líta þannig út þegar vinstri áróðursmeistarar Marxista á Íslandi ná hæstu hæðum. Nú er í farvatninu viðræður á milli þeirra flokka sem voru í síðustu ríkisstjórn, þar sem umhverfismál eru rædd sem aldrei fyrr. En hver vegna ætli það sé, eru Íslendinga mestu umhverfissóðar Evrópu? Ef svo er, hvernig ætli standi þá á því og er eftir vill um blekkingu að ræða til að halda við skattpíningu á almenning?
Ég hef farið yfir þessi mál og velt þessum hlutum fyrir mér! Eins og heimurinn sér Ísland og Íslendinga, jú samkvæmt þeim stöðlum sem við erum borin saman við önnur lönd, þá eru Íslendingar mestu sóðar Evrópu og þó víðar mætti leita. Hvernig má það vera, en á sama tíma eru Íslensk stjórnvöld sem og ferðamannaiðnaðurinn í óða önn að kynna landið sem hreint land? Jú málið er fyrst og fremst að kenna stjórnvöldum, það er alþingi og ríkisapparatinu. Þá er núverandi svokallaði umhverfisflokkur með umhverfisráðherra í broddi fylkinga fremstur í flokki sóðaskapar og uppdubbaðar lýi, það er VG hefur staðið fyrir einum mesta sóðaskap í nýsköpun sem umgetur hér á Íslandi, það eru leyfir sem þeir hafa barist fyrir ásamt á sínum tíma Samfylkingin. Jú víð erum að tala um Sílikonverksmiðjurnar sem betur fer eru ekki lengur starfandi og verða það vonandi aldrei. Brennsla á kolum og spýtna spreki er þar margföld á við aðra mengandi starfsemi. Nú svo skulum við tala bara hreint út um svo kölluðu aflandsbréfin sem ríkisfyrirtækin stunda að selja til mengandi landa svo viðkomandi lönd líti betur út á pappírum en að sama skapi Ísland fellur í ruslflokk.
Það er nóg við hreina orku að gera hér á Íslandi, þar með talið alkyns grænmetis framleiðsla svo eitthvað sé nefnt. Slík framleiðsla myndi auka framleiðni landsins og skapa mikil atvinnutækifæri, minka atvinnuleysi og afla verulegs gjaldeyris. Þá er vetnisframleiðsla vænlegur kostur, sem Íslendinga ættu að vera í farabroddi um, þar sem lítil sem engin mengun verður til við bruna slíkrar orku og er um leið gjaldeyris sparandi og myndi auka gjaldeyrisforða landsins til muna. Þá væri leyst mengunarvandamál framtíðar við losun mengandi rafgeyma, sem er og verður fylgifiskur rafbílavæðingarinnar sem Íslendingar ætla greinilega að ana út í án umhugsunar, og taka á það svipaða brjálsemi og í refa og fiseldisrækt forðum. Ég er fullviss að rafbílar þeir sem framleiddir eru í dag verða bannaðir upp úr 2050 vegna mengunar og endurvinnslu örðuleika slíkra faratækja.
Jú það var rétt hjá Sjálfstæðisflokknum, “ Ísland er land tækifæranna“ en það verður einungis, sé rétt á spöðunum haldið. Það er einfalt að breyta landinu í ruslahaug vindmyllugarða og rafbílahauga á stuttum tíma, verandi búnir að setja upp hleðslustöðvar um allt land, eða hugsa málið upp á nýtt og nýta hreinan orkugjafa, það er vistvæna brunaorku sem væri með 90% vistvænn. Þá fyrst geta stjórnvöld sem og ferðaiðnaðurinn státað af landinu okkar fagra, „Íslandi“
Formaður ÍÞ

Góð grein hjá Birni Leví, en hann skautar eins og venjulega framhjá staðreyndum!

Í Kjarnanum er ágætis hugrenningar hjá Birni Leví, þar sem honum hugnast ekki að fráfarandi ríkisstjórn sitji áfram næsta kjörtímabil. En hver ætli sé ástæða þess að Píratar hafa boðist til að verja minnihlutastjórn falli, í stað þess að vilja taka beinan þátt í að vera í ríkisstjórn, jafnvel leggja það til að þeir leiði slíka stjórn þar sem eigið ágæti Pírata er slíkt að engin annar hefur neitt til málanna að leggja á stundum, spyr sá sem ekki veit. Ætli það sé vegna þess að meira að seigja vinstrimenn treysta loforðum Pírata, frekar en ef veðurfræðingur myndi spá logni á Íslandi í heilan mánuð. Píratar og þar með Björn Leví þurfa að njóta traust, fagurgalinn er bara fallegur meðan hann syngur í takt við stefin sem á að fara eftir það eru loforðin.
Það er margt gott í upptalningu Björns, þar sem viðvarandi vandamál eru ekki leyst að hans mati, en niðurstaða kosninganna voru þau að vinstri öfga flokkum var hafnað og þar voru Píratar engin undantekning. Það er lýðræðisleg niðurstaða að stjórnarflokkarnir hlutu aukið fylgi, þrátt fyrir að stjórnarandstaðan hafi talið sig vega í góðum málum til að fella núverandi ríkisstjórn. Það sem er samt augljóst við síðustu kosningar, er að VG var einnig hafnað og þeirra öfga áróðri í umhverfis og loftlagsmálum. Þá var einnig hafnað gengdarlausum áróðri vinstrimanna gegn landbúnaði og landsbyggðinni í heild sinni. ESB aðild var einnig hafnað, sem og upptöku evru, enda á fallanda fæti.
Hverju var þá verið að þakka og verðlauna flokka við síðustu kosningar, jú Flokkur Fólksins hefur verið með það á stefnuskrá sinni og meina það sem þau segja er kemur að öldruðum og öryrkjum, samanber fylgni þeirra á síðasta kjöttímabili, en fólkið veit sem er að það er ekkert að marka hina sem í stjórnarandstöðu sátu hvað þennan málaflokk varðar og þar eru Píratar enginn undantekning. Það er eiginlega sama með Framsókn, þar stóðu þeir sig vel er varðar málefni barna og tel ég að fylgisaukning þeirra megi að miklum hluta þakka Ásmundi Daðasyni. En merkilegt er með vinstrimenn að þeir minnast aldrei á þann þátt Sjálfstæðismanna að hafa staðið fast á bremsunni í eyðslupólitík vinstrimanna, sem kom sér vel þegar sá vágestur hóf innreið sína, það er C-vid faraldurinn. Það voru til peningar til að grípa til svo milda mætti höggið sem dundi yfir þjóðina. Það hefur greinilega gert það að verkum að Sjálfstæðisflokkurinn færi ekki undir 10% fylgið.
Aldrei heyri ég menn tala um það að setja þurfi lög sem hámarka þær álögur á almenning og fyrirtæki sem stjórnvöld leggja á þegna sína. Vinstrimenn halda nefnilega að skattahækkanir og íþyngjandi álögur séu einu lausnirnar sem hægt sé að grípa til, þegar þeir hafa eytt um efni fram. En það er ekki ný staðreynd að hófleg skattpíning eykur hvata til uppbyggingar og eykur framlegð, en óhófleg skattpíning gerir vinnuframlegð tilgangslausa.
Formaður ÍÞ



Að kosningum loknum!


Nú þegar kosningar eru afstaðnar og flokkar ræðast við um nýtt stjórnarsamtal, er manni umhugsað hvort stjórnmálamenn skilji ekki niðurstöður þær sem liggja í atkvæðadreifingu þeirri, er upp úr kjörkössunum komu. Það er greinilegt að landsmenn voru að hafna VG og þeirra stefnu í umhverfisáróðri og þeirra hugmynd um hálendisþjóðgarð. Þá var einnig verið að hafna Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum í innflytjendamálum sem og þeirra stefnu, það að ganga í ESB. Framsókn er hampað vegna fjölskyldumála og að standa vörð um landsbyggðina, en Sjálfstæðisflokkurinn stendur í stað enda með ekkert frambærilegt á boðstólnum annað en sína sérhagsmunagæslu. Flokkur Fólksins stendur fastur á sínu gangvart öldruðum og öryrkjum og naut góðs af sinni staðfestu, enda um heitt fjölskyldumál að ræðar þar sem engin trúir lengur loforðaflaumi í þessum málaflokki frá Sjálfstæðisflokki og VG. Miðflokkur tapar fylgi á kjánalegri kosningaauglýsingum, sem og þeirra barmenningu gagnvart konum.
En hvað er svo að ske, jú þrír flokkar að stinga saman nefjum, tapflokkurinn sem var hafnað af þjóðinni gerir eftir sem áður kröfu um forsætisráðuneytið, enda virðist formaður flokksins njóta mikils fylgis meðal kvenna hvar í flokki sem þær standa. Mjög sennilega gerir VG einnig tilkall til að halda áfram skemmdastarfsemi sinni í umhverfismálum, meðan karl bleyður hinna flokkanna læðast með veggjum, svo þeir þurfi ekki að standa í stafni og svara fyrir gjörðir og svik sín gagnvart eigin kjósendum.
Nú stíga fram á ritvöllinn þau sem hafa frá kosningum verið að sleikja sárin og bjóða VG alkyns gylliboð, til þess eins að koma í veg fyrir áframhaldandi stjórnarmynstur þar sem Sjálfstæðisflokkur yrði ráðandi afl, því ekki er von á að það kveði neytt af Framsókn, því þeir munu alltaf vera aftaníossar hvort stjórnin verði til vinstri það er Sjálfstæðis-, Framsókn og VG, eða bara meira til vinstri það er samansafn flokka sem þjóðin var að hafna í nýliðnum kosningum.
Það má segja að oft hafa niðurstöður kosninga verið skringilegar en ég held aldrei sem nú, því það er greinileg vinstri bylgja í þjóðfélaginu okkar. Hvert hún leiðir mun tíminn einn skera um, en þetta minnstur þekkjum við frá hinum norðurlöndunum, þar sem skatta hækkanir og skuldum heimilanna er það sem blasir við.
Nú verða landsmenn að veita komandi ríkisstjórn aðhaldi, sem aldrei fyrr svo óráðsía á borð við stjórnunina í Reykjavík verði ekki í þjóðarbúskapnum. Það er ekki víst að landsmenn þoli annað áfall.
Góðar stundir.
Guðmundur Karl Þorleifsson formaður ÍÞ.

Fjármálahrun í vændum!

Greinilegt er að verulegur titringur er á fjármálamörkuðum um allan heim. Hrun hefur orðið í Kína og er ekki útséð með hvernig því reiðir af. Slíkt getur haft veruleg áhrif á Asíulönd en minna á vesturlöndin. En hvað er þá að ske í Evrópu, jú þar er einnig hrun þó ekki eins mikið og í Asíu en vænta má að innflytjendastefna og að Evrópulönd hafa flutt út alla grunn framleiðslu til Asíu, komi til með að valda slíku. Þá má einnig nefna óróleiki á stjórnmálasviðinu, þar sem fjárfestar átta sig á að fjárframlag Breta mun skerða getu ESB til langframa. Það er nefnilega ekki alltaf hagkvæmt að láta framleiðsluna úr landi og skilja eftir sviðna jörð heima fyrir.
En hvað er þá að ske hér heima á Íslandi. Jú skoðanakannanir hafa sýnt vinstrisveiflu. Óöryggi fyrirtækja og rekstur þeirra er í uppnámi, þannig að það má búast við að menn haldi að sér höndum til nýrra fjárfestinga og nú er raunin, að menn fara að losa sig við þær fjárfestingar sem sem þeir hafa lagt í.
Gengið hefur hrunið í morgun sem og hlutabréf, þetta gerir fyrirtækjum og rekstri erfiðara um vik. Ef fram heldur sem horfir að það verði vinstristjórn í landinu, mun atvinnuleysi aukast, þar sem framkvæmdum verður slegið á frest og nýr landsflótti mun hefja göngu sína. Ég veit að þetta myndu ef til vill margir kalla svartsýnisspá, en þetta eru staðreyndir ef Íslendingar kalla yfir sig slíka óstjórn. Neyðarbrauð vinstri sinnaðra stjórnmálaflokka, komist þeir að kjötkötlunum, verður innganga í ESB sem er brunarúst ein, að forspurðri þjóðinni og forseti landsins það er skrípilin á Bessastöðum, mun að sjálfsögðu skrifa undir afsalið á þjóðarskútunni.
Enn og aftur mynni ég ykkur á, að það er í ykkar höndum hvernig alþingi lýtur út að loknum kosningum. Það verður þrautin þyngri fyrir almenning að komast í gegnum frumskóg vinstra liðslins og velja raunhæfa menn til að standa vörð um þjóðarhagsmuni. Þeir hagsmunir, eru hagsmunir alþýðunnar.
Formaður ÍÞ

Er einungis einn flokkur sem stendur með þjóðarhagsmunum!

Greinilegt er að það er einungis einn flokkur sem þorir að setja það í stefnuskrá fyrirkomandi kosningar, að þeir ætli að standa með þjóðinni, standa vörð um þjóðarhagsmuni og stuðla að réttlæti til handa öllum en ekki bara fyrir suma. Ég held að almenningur viti við hvaða flokk ég á við, það er Miðflokkurinn. Aðrir flokkar treysta sér ekki til að standa vörð um þjóðar heill, eru tilbúnir að selja landið, landsgæðin og menningu, til þess að þeirra mati, þjóna alþjóðavæðingu. Það gerir það engin þjóð nema heimskir Íslendingar!, meira að segja Bretar taka afstöðu samkvæmt sínum hagsmunum fyrst og fremst. Meðalmennskan hjá flokkum sem eru í framboði sem og þeim fréttamönnum, sem að öllum líkum eru keyptir til að vera helgislépur, það er þora ekki að spyrja spurningar sem máli skiptir, það er hver afstaða flokka er gagnvart innflytjendum, orkupökkum, sæstreng og ekki síst hvernig þessir flokkar ætla að tækla ef Norðmenn segja sig úr EES samstarfinu.
Hvernig væri að fréttamenn sem telja sig vera fjórða valdið á hátíðarstundum hypjuðu upp um sig buxurnar og hjóluðu í flokkanna og krefðust skýr svör um ofangreindar spurningar, eða ætla þeir að halda áfram að vera marlausir viðhlæjendur landráðaflokka, sem segja eitt í dag og efna ekkert á morgun.
Almenningur á Íslandi á rétt á að vita að hverju þeir ganga, er þeir ganga að kjörborðinu.
Formaður ÍÞ

Er þjóðin með gullfiskamynni?

Jú auðvitað er það árangur hægrimanna ef vinstri sveifla verður í stjórnarfari Íslendinga, það er að segja að græðgi hefur blindað þá svo að þeir skilja ekki lögmál skinseminnar. Þá er gullfiskaminni Íslendinga slíkt, að áróður og fyrirheit fyrri vinstri ríkisstjórnar „Skjaldborg heimilanna“ er löngu gleymt. Almenningur er ekki að velta fyrir sér hvernig ástandið verður að lokinni vinstristjórn, því megnið af svokölluðum hægri flokkum er ekkert annað en loforðaflaumur, sem aldrei er efndur. Þar af leiðandi gætu Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Bjarna Ben og Vinstri Græn undir Katrínu Jakobsdóttur verið sami flokkurinn, málefnalega er ekki orðin neinn munu á þessum flokkum, einungis upphrópanir sem aldrei eru efndar, það er lobbíistar.
Það má kalla það svo að einungis sé einn hægriflokkur eftir, því hann er sá flokkur sem hefði verið skilgreindur sem miðflokkur hér áður fyrr og kallast Miðflokkurinn, engan vegin hægriflokkur, en þeir verða að éta það sem úti frýs að gangast undir það að vera eini hægri flokkur landsins sem bíður sig fram að þessu sinni.
Síðan koma flokkar á borð við Samfylkingu, Viðreisn, Pírata og Flokk fólksins, þar sem engin er hugmyndafræðin önnur en að ljúga að almennum borgurum að þeir ætli að gera allt fyrri alla, að undanskildum þeim er hafi auðgast eitthvað, óheftan innflytjenda iðnað og og hækkun skatta sem á endanum mun bitna á almúganum sem flykkir liði til að kjósa þetta landráðafólk.
Og þá er komið að einni merkustu trúðum sem litið hafa dagsins ljós í Íslenskum stjórnmálum. Það er Sósíalistaflokkurinn, með mann í brúnni sem hikar ekki við að aumingjavæða sjálfan sig til að ná til þeirra sem minna mega sín, það er að hann eigi engar eignir, hafi engin laun og sé fátækari en allt sem fátækt er í landinu, en á sama tíma verið að selja eign upp á 125000000kr. Hverjir trúa slíkum lobbíista, ekki ég!, og vonandi rennur ljósið upp fyrir öðrum um að þessi maður kemur ekki til með að gera neitt fyrir landsmenn, né verkafólk þó hann komist á þing, því ekki gerði hann neitt fyrir þá er hann sveik um blaðburðalaunin er hann setti fréttamiðla á hausinn ytra. Nei þetta er maðurinn sem ekki gat ferðast á almennu farrými, né saga klass, heldur þurfti hann einkaþotu undir flottræfilsháttinn er hann fór á fundi erlendis, enda var hann þá liðtækur meðal hrunfélaganna.
Það er ljóst að Íslendingum eru í vanda staddir þegar kemur að velja hverja þeir velja til setu á þingi Íslendinga, þegar valið stendur einungis á milli hræsnara og en meiri hræsnara. Ég geri mér grein fyrir að það eru ekki allir sem bjóða sig fram til þings sem falla undir þessa skilgreiningu, en það getur verið þrautin þyngri að finna þá sem eru heiðarlegir og hafa það sem þarf til að standa vörð um Ísland og Íslenska menningu. En eftir sem áður er það á ábyrgð þjóðarinnar að velja þá sem á þingi sitja.
Formaður ÍÞ

Þegar áróður tekur frá börnum heilbrigða skinsemi.

Las frétt á RÚV þar sem fyrirsögnin er“ Börnum ekki síst umhugað um umhverfismál“. Við skulum athuga þetta nánar, hvers vegna ætli þetta sé og hver eru skilaboð um að börn séu á Íslandi að huga sérstaklega að umhverfismálum. Ætli sorinn og umhverfi barna á Íslandi sé svo slæmt að þetta sé þeirra aðal umhugsunarefni, eða er búið að heilaþvo börnin okkar svo mikið að þau telji að jafnvel sitt næsta umhveri sé stórhættulegt og þau jafnvel deyi vegna mengunar í þeirra nærumhverfi. Hver er ásæða þess, eru fréttamenn og öfga umhverfissinnar búnir að taka út alla heilbrigða skinsemi í umfjöllun um nærumhverfi okkar, þannig að börnum landsins líði ylla og séu óttaslegin jafnvel yfir að það sé að koma heimsfaraldur í kjölfar Covid 19 flensunnar.
Eftir þennan lestur á RÚV og fleiri áróðurs kjaftæðis rugls í öfga umhverfissinnum, hlýtur ríkisvaldið og heilbrigðisstofnanir að koma til skjalanna og vernda börnin fyrir þessu óeðlilega og lítt rökstudda áróðri. Í fyrsta lagi þá er það hlýindaskeið ekkert óeðlilegt miðað við þau auknu sólgos á sólinni undanfarin áratug, né þá hefur í gegnum söguna verið regluleg hlýinda skeið sem og kuldaskeið. Þá er ég ekki að mæla því bót að menga að óþörfu, en við skulum skoða hræsni þeirra sem eiga að vera á vaktinni og þá fyrst gagnvart eigin þjóð.
Í fyrstalagi þá eru mengunarmælikvarðar verulega ómerkilegir, þar sem SÞ tekur þátt í að taka jafnvel stóra mengunarþætti út úr samhenginu vegna afstöðu stórþjóða. Annað hvort eru allir mengunarþættir mældir eða er þessari hræsni sleppt. Það er vart hægt að finna þjóð sem mengar eins lítið og við Íslendingar, hvort hægt sé að gera betur!, Jú, en það eigum við að gera án öfga. Þeir stjórnmálamenn sem kalla á rafvæðingu bílaflotans, vaða áfram eins og múlasnar með bundið fyrir bæði augun. Þegar er að koma fram að rafgeymar þeir sem notaðir eru í rafknúna bifreiðar eru vart hægt að endurnýta, né endur vinna að nokkru leiti. Þetta hefur haft það í för með sér að nú þegar eru að myndast heilu rafbílakirkjugarðarnir um allan heim. Ef til vill mun þeir flokkar sem þetta aðhyllast leysa vandamálið með að flytja ónýtu bifreiðarnar til Asíuríkja þar sem þeim verður sturtað í hafið svo engin sjái þá um einhvern tíma eins og annar sorpútflutningur frá betur stæðu ríkjunum. Jú það er svo engin sjái ruglið hér heima. Þetta er eins og að sópa upp sópinu undir teppið, en drullan kemur á endanum í ljós. Þetta er sama með vindmillu garðana, sem eru með gengdarlaut viðhald og spaðarnir mynda endalausan feluleik því þá er einnig ekki hægt að endurvinna. Þá er ekki talað um þann fugladauða sem þessar vindmyllur deyða, en víða eru menn á launum við að þrífa upp hræin svo þau verði ekki mynduð.
Það er komin tími til að Íslendingar vakni gagnvart heilsuspillandi áróðri gagnvart börnunum okkar.
Lifið heil
Formaður ÍÞ

Merkilegur áróður og spurningar sem þarf að fá svör við.

Það er greinilega orðin lenska að Íslensk fréttamannaelíta og einnig erlend nota eineltis tilburði til að útiloka umræðu um flokka sem eru föðurlandsvinir og ekki hallir undir miðstýringarvald ESB. Í Þýskalandi er flokkur sem vart má minnast á en er með 11,4% fylgi og er á uppleið í þessari kosningabaráttu í Þýskalandi, það er AfD. Þetta er flokkur sem hefur bent á staðreyndir sem ríkisstjórn Þýskalands hefur klúðrað og er það efst á baugi innflytjenda stefna Angelu Merkels núverandi Þýskalandskanslara. Þar búa tæplega 83 milljónir manna og þar af leiðandi styðja AfD um það bil rúmlega 9 milljónir þennann föðurlandsflokk sem leiðari á vísi telur lítilfjörlegan. Ætli sé ekki komin tími fyrir fréttamenn að átta sig að að nú er að fara í hönd bylgja, þar sem fólk er komið með upp í kok á lyga áróðri fréttamanna sem ekki virðast geta sagt hlutlaust frá staðreyndum.
Eitt nýtt dæmi er frétt um afstöðu Íslendinga gagnvart innleiðingu múslimatrúar á Íslandi gerð opinber í Mbl í gær. Ef tekin er frá þeir sem eru skoðanalausir á Íslandi, er um 90% landsmanna á móti slíkri innleiðingu. Hvers vegna eru þá meirihluti alþingis með það á áætlun að flytja svo til eingöngu Islamiska flótta og hælisleitendur inn í landið, en ekki þá sem eru með svipuð grunngildi og tíðkast á landinu. Ætli alþingismönnum og fréttamönnum þyki það eftirsóknarvert að fylgja þeim hörmungum sem leitt hafa yfir nágrannalöndin, eftir að Islömsk menning hefur flætt yfir þau lönd og aukning á glæpum og misbeitingu valds gagnvart konum hefur verið látin viðgangast. Þetta er spurning sem ég tel að kjósendur ættu að hugleiða áður en gengið sé til kosninga. Hvernig getur staðið á því að fylgi flokka sem eru með þessa innflytjenda stefnu njóti slíks fylgis, en skoðanakönnun gefi aðra mynd.
Þetta á einnig við annað stórmál sem er að koma í ljós þessa daganna, það er stefna svo til sömu flokka og styðja innflutning á fólki af öðrum menningarsvæðum, sem vitað er að ætla ekki að aðlagast Íslandi né Íslenskum menningararfleiðum. Það er úrslit kosninga í Noregi. Þar eru föðurlandsflokkar að komast til valda og er nokkuð ljóst að samningur um EES verði sagt upp af Noregs hálfu og þar með verður EES að engu, því ekki geta hin ríkin haldið þessum samningi gangandi. Hvernig væri að fréttamenn myndu spyrja forystu menn flokkanna hver þeirra stefna verði, fari svo að Noregur segi sig frá EES samstarfinu.
Þetta eru allt áleitar spurningar sem ég tel að þjóðin eigi rétt á að vita fyrir kosningar. Enn og aftur er það á þínu valdi hverja þú styður til setu á alþingi, gerðu kröfu til að fá svör við ofangreindum spurningum og mættu á kjörstað. Þín er ábyrgðin.
Formaður ÍÞ

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband