25.7.2024 | 09:43
Þegar bæjarstjórn og bæjarstjórar gefa út yfirlýsingar um menntun barna!
Mér áður brá!, stóð einhverstaðar og nú er svo komið að stjórnendur sveitafélaga telja það vera megin verkefni sitt í skólum landsins að kenna hin ýmsu framandi tungumál, vegna þess að ef til vill mun viðkomandi barn fara til síns heima og vera á eftir í námi vegna veru sinnar á Íslandi! Er það virkilega á ábyrgð íslendinga en ekki foreldra viðkomandi barna að halda þeim við í sinni móðurmálskennslu, til að tryggja öryggi þeirra ef svo vildi til að þau myndu yfirgefa Ísland og halda til síns heima, eða er það á vegum sveitafélags sem ekki getur einu sinni tryggt að börn komi læs úr grunnskólum á því móðurmáli sem þau búa í?
Ég held að sýndarmennska landsmanna og þá sér í lagi menntastefna þessa lands hafi farið niður með skólpinu undan farin ár og er þar fyrst og fremst að kenna stjórnvöldum. Okkur ber í fyrsta lagi engin skilda til að kenna fólki af erlendu bergi borið þeirra tungumál, það er á ábyrgð foreldra og þá þess samfélags sem þau vilja halda tryggð við og ætti að vera umhugsunarefni, hvers vegna lögð sé svona mikil áhersla á að kenna þeim sitt eigið tungumál í stað þess að koma okkar tungumáli skilmerkilega til skila, svo viðkomandi geti samlagast okkar samfélagi betur, en verði ekki utanveltu og óánægja grasseri meðal þessara barna þegar á framhaldsskólastig kemur. Hvernig væri að það fjármagn sem lagt sé til skólastarfs fari í að gera börnum kleift að aðlagast því samfélagi sem þau eru að flytja til, en ekki sólunda fjármunum í eitthvað sem ef viðkomandi einstaklingar vilji handa tengslum við sína átthaga geta aflað sér þeirra menntunar þegar lengra sé komið. Það er ylla farið með skattfé landsmanna að stærsti hluti barna komi svo ylla undirbúið eftir grunnskóla að þau eru ekki fær um að geta aflað sér framhaldsmenntunnar! Þetta staðfestir Písakönnun og eru íslensk skólayfirvöld með allt niður um sig þegar kemur að forgangsröðun innan skólakerfisins, en það má ekki gleyma þeim er mesta ábyrgð bera á þessum hlutum það eru nefnilega stjórnendur sveitafélag og alþingismenn, sem eru og hafa verið á veruleika fylliríi sem er að skila þessum árangri. Ætli það geti ekki verið víða í stjórnkerfi okkar Íslendinga sem staðan sé svipuð og í skólakerfi landsmanna!
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/25/fjoldi_tungumala_askorun/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þó svo að ég hafi leitað á netinu hef ég hvergi fundið vatnsrennslis líkön fyrir það svæði sem taka á grunnvatnið frá, það er hversu rennslið er mikið, hvaða afleiðingar það hefur að dæla miklu vatni upp á viðkomandi dælusvæði, hvort hætta sé á að uppdráttur þess vatns sem er undir geti mengað yfirborðsvatnið, hvort vatnsdráttur viðkomandi borhola í stórum skömmtum geti haft áhrif á vatnsrennsli í ákveðinni fjarlægð frá tökustað og svo framvegis. Því það er vitað að upptaka grunnvatns getur haft veruleg áhrif á grunnvatnsstöðu marga km., frá tökustað.
Þá komum við að hinum endanum á þessari námuvinnslu, það er fær ríkissjóður greitt fyrir vatnið, sem og þau sveitafélög sem eiga hagsmuna að gæta ekki aðeins svæðið sem upptakan er heldur þau sem eiga aðgang að viðkomandi auðlind þó í km fjarlægð séu? Því rennsli vatns undir yfirborði er ekki einkaeign fárra eða þess staðar sem upptakan er framkvæmd heldur er hér um að ræða sameiginlega eign landsmanna allra.
Hver semur um þessa auðlind er það á vegum einkaaðila eða er hér um sjálftökubissness sem arðsemin er greidd erlendis og landsmenn koma ekki til með að njóta neins afrekstrar af?
Þó ég sé talsmaður þess að einkaaðilar geti komið með slíkar framkvæmdir og eigi að njóta af sínum hugmyndum og framkvæmdarorku, þá er ég á móti því að landið sé afhent erlendum auðhringjum á silfurfati án þess að gætt sé að því að landsmenn njóti réttlátrar hluttekningar í arðinum. En fyrst og fremst þarf að gæta þess að slíkar framkvæmdir valdi ekki óbætanlegu tjóni annarstaðar. Þess vegna rita ég þennan pistil, svo alþingismenn vakni af sínum Þyrnirósar svefni og skoði með opnum huga hvað þarna er á ferðinni. Vonandi er hér um að ræða gott og gæfuríkt framtak bæði fyrir þá sem ætla sér að stand í þessu en einnig fyrir þjóðina í heild sinni.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2024 | 09:00
Þegar falsið gellur og hylmingin yfir óþverranum ræður för!
Hvers vegna tekur viðkomandi lögmaður hanskann upp fyrir greinilega ótíndum glæpamanni í stað þess að standa vörð um þolendur? Getur verið að hann sé einn af þeim sem hefur slíka hagsmuni að gæta vegna tekna sem viðkomandi lögfræðistofa hefur af slíkum afbrota liði, að hann horfi fyrst og fremst í eigin vasa þegar hann ræðst fram á ritvöllinn í stað þess að tala hlutlaust og yfirvegað um málið? Það er Oddi til vansa að ráðast á saksóknara er hann fer með varnaðarorð fyrir Íslenska þjóð og veltir upp þeirri staðreynd að ef til vill sé ekki rétt að fara leið Evrópusambandsins, það er að vera með opin landamæri og sækja fólk með ólíka menninga og uppeldissögu til landsins í flugvélaförmun, sem sýnt hefur að ekki einungis á Íslandi heldur í nágrannalöndum okkar eru til vandræða, þó svo að einhverja megi finnast sem geti aðlagað sig vestrænni menningu. Það getur aldrei gengið að við eltum alla flóru menningar og tökum þær upp hér á landi, það er þeim sem hingað leita að taka upp Íslenska menningu vilji þeir setjast hér að.
Það er orðið allt of mikið af afætuliði sem lifir og hefur hagsmuni af innflutningi hælisleitenda hér á landi. Á sama tíma eru kjör elli og örorkuþega skertar á hverju fjárhagsári í boði alþingis. Slíkt gengur ekki og hér þarf að setja ný viðhorf gagnvart rekstri ríkissjóðs það eru jú við sem greiðum á endanum fjáraustur alþingis í þennan iðnað og höldum uppi alkyns óþarfa lögfræðistofum sem fleyta rjómann af kökunni, enda eru þeir að berjast fyrir eigin hag en ekki hælisleitenda, hælisleitendur eru verfærin að ríkissjóði!
Stöndum vörð um Íslenska menningu og lífsgæði, síðan getum við aðstoðað fólk í sínu heimalandi ef þörf krefur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2024 | 10:10
Ostamálið mikla og aðild að ESB!
Er þetta samþykkt af eigendum viðkomandi fyrirtækja, það er Lífeyrissjóða að þeir styðji óheiðarlega viðskiptahætti. Hér er einungis um eitt lítið mál en getur verið stór mál gagnvart litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem ekki hafa hvorki mannafla né tíma til að stunda slík óheiðalega starfsemi, því Lífeyrissjóðunum til háborinnar skammar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2024 | 15:59
Enn ein ástæða þess að Ísland á að segja sig úr EES!
Nú er komin mál upp þar sem Íslenskum stjórnvöldum er stefnt vegna vanþekkingar stjórnvalda á öllu því regluverki sem þeir eru búnir að koma þjóðinni inn í og veldur skaða fyrir líðið samfélag. Það er ekki nóg að belgja út á sér bringuna og þykjast vera eitthvað sem við erum ekki. Við höfum ekki stærðina, né fjármagn til að standa í slíku og erum því nauðbeygð til að horfa á staðreyndir, sem gera litlum og meðalstórum löndum erfitt fyrir að vera eitthvað númer í stórum ríkjasamböndum. Sem dæmi ef Ísland gengi inn í ESB væri vægi þess einungis 2% sem almenningur ætti að geta gert sér í hugalund að við höfum ekkert þar inn að gera, en við vitum að snobbið í stjórnmálaelítunni lítur svo stórt á sig að það rignir upp í nefið á þeim og þau halda að þau séu nafli alheims, þegar heimurinn hlær að þeim!, að þeir vaða með þjóðina út í alkyns fjáraustur og sýndarmennsku sem almenningur er síðan skattlagður fyrir.
Nú er mál að linni, þjóðin þarf að vakna og stíga fast til jarðar segja okkur úr SCENGEN og EES samkomulaginu, en gera þess í stað viðskipta samninga sem eru hagstæðir fyrir lítið samfélag og stuðlar að uppbyggingu og framförum fyrir land og þjóð!
Það eiga að gilda sömu reglur fyrir Íslendinga hvort þeir búa á Íslandi eða erlendis, sérreglur fyrir embættismenn landsins eiga að borga sína skatta og skyldur ásamt lífeyrissjóðsgjöldum á Íslandi, séreigna sjóði eiga menn að geta fjárfest hvar sem þeir vilja enda ekki lögbundnir innlendir sjóðir. Því síðan þegar viðkomandi þjóðfélagsþegnar vilja koma til landsins á efri árum vilja þeir fá fulla þjónustu og réttindi hér heima, slíkt getur aldrei gengið og er óréttlátt gagnvart þeim er hér hafa haldið kerfinu uppi með svita og tárum, til þeirra á að fleyta rjómanum en ekki afætulýðnum!
Greiðsla á atvinnuleysisbótum á einungis að greiða til þeirra sem eru staddir á landinu og eru í raun að leita eftir vinnu, gera má reglu um að menn geti farið erlendis í sumarfrí eða eru sannarlega að leita eftir vinnu erlendis, en slíkar vinnuumsóknir er hægt að leita eftir héðan, þó farið sé erlendis í atvinnuviðtal, það tekur ekki marga mánuði. En ætlast til að þeim sé haldið uppi hér heima, á meðan fólk stundar jafnvel vinnu erlendis er sviksemi og þarf að koma böndum á!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2024 | 11:40
Er alþingi og Seðlabanki að fæla ungt fólk úr landi!
Oft þegar stórt er spurt er fátt um svör, en í þessu tilfelli er greinilegt að þeir sem bera ábyrgð á þjóðarskútunni, eru ekki með puttann á púlsinum! Nú berja þessar stofnanir að þær séu að ná takmörkum sínum í að lækka verðbólgu stig á landinu, það er þeir hafa kæft þau ungmenni sem keypt hafa íbúðir hér innanlands með okur vöxtum og skattlagningu! Í fréttum af fasteignamarkað er að verulegur samdráttur er í fjárfestingum ungs fólks á fasteignum, svo mjög að fasteignaaðilar eru farnir að taka verulega eftir slíkum samdrætti og að ungt fólk sem áður voru stór hópur kaupenda kemur varla inn á fasteigna sölur.
Á sama tíma fréttir maður af að ungt fólk er að fjárfesta í fasteignum erlendis, og hyggur á að yfirgefa landið að námi loknu, því það sér enga framtíð að vera á Íslandi, þar sem fjármálkerfið taki einungis mið af hagsæld þeirra sem meira meiga sín! Þetta fólk ætlar ekki að láta þessar stofnanir ásamt græðgi væðingu bankakerfisins hneppa sig í ævilangan þrældóm. Er ef til vill tími til komin að skipt verði um fólk í brúnni á lýðveldinu Íslandi og komið fyrir fólki sem skynjar þarfir nútíma samfélags og er tilbúið að koma böndum á óheftan ríkisbúskap!
Ég tel að ungt fólk sem og aðrir þjóðfélagsþegnar þurfi að gera sér grein fyrir að einungis fáir á alþingi Íslendinga bera hag og framtíð þjóðarinnar fyrir brjósti, því er mikils virði að moka þann flór út og hefja upp ný viðhorf þar sem Íslendingar eru settir í forgrunn en annar óþarfa flott ræfils hætti er ýtt til hliðar.
Það styttist í nýjar kosningar, þar sem fólk þarf virkilega að gera upp við sig, hver framtíð landsins á að vera. Því er það nauðsyn að fara að gera upp við sig hvernig við viljum að framtíð okkar sem og afkomenda okkar verði. Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2024 | 14:27
Áróðursbragð Þorsteins Pálssonar og Co, er heimskara en tárum taki!
Það ætti að loka ESB strax vegna óeðlilegra afskipta af Íslenskum innanríkismálum, þá á Ísland að segja skilið við EES samstarfið og gera einungis tvíhliða viðskiptasamninga við þessi lönd, áður en það verður um seinan. Stöndum vörð um Íslenska hagsmuni og forðum framtíð afkomenda okkar að lenda í því að við sem nú lifum í okkar fagra landi höfum selt ofan af okkur lífs viðurværið fyrir örfáa silfurpeninga sem sennilega lenda í vasa þeirra sem mest ganga fram í að svíkja land og þjóð! Keypt skoðanakönnun er einskins virð frá Maskínu hún sýnir einungis hugarfar Viðreisnar sem halda að þeir séu að ná landráðavopnum sínum aftur, en ef ungdómurinn vill eiga möguleika á að eignast þak yfir höfuðið þá er þetta ekki rétta leiðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2024 | 19:46
Íslenska þjóðfylkingin óskar Le Pen og systur flokk sínum í Frakklandi til hamingju með frábæran sigur!
Loksins eru Frakkar farnir að vakna, búnir að fá nóg af skriffinnum og eyðslupólitík í sínu heimalandi, en spurningin er sú hvenær ætli landsmenn á Íslandi opni meira en annað augnloki, ætli það verði um seinan eða ætli þeir fari að vakna af sýnum Þyrnirósasvefni og átti sig á því að stjórnsýslan og alþingi eru að fara með þjóðina á hausinn. Árið 1980 voru um 90% íbúða og húsnæðis í eigu hins vinnandi manns, sem gat komið yfir sig og fjölskyldu sína mannsæmandi þaki án þess að vera í fjötrum fjárglæpamanna er sitja bak við boðin hjá stærstu fjármálafyrirtækjum landsins og er þar Seðlabankastjóri og hans stjórnsýsla með talin. Við skulum gera okkur grein fyrir að ef ekki verður komið böndum á þessa aðila sem reglulega setja almenning á hausinn með vaxta og vísitölu okri, verður fjöldi þeirra sem yfirgefa skerið það mikið að hér verður ekki búandi. Íslenska þjóðfylkingin er með það á stefnuskrá sinni að koma böndum á kerfisruglið og gera afkomendum okkar mögulegt að geta lifað á þessu landi án þess að verða steypt í fjötra kúgunnar fjármálafyrirtækja og misvitra stjórnmálamanna, er einungis hugsa um eigin afkomu en senda almenningi fingurinn!
Við skulum gera okkur grein fyrir að það er komin tími á að grundvallarbreyting verði á samfélagi okkar, þar sem borin er virðing fyrir landsmönnum sem hafa byggt þetta harðbýla land upp en höfnum meðalmennsku stjórnmálamann er bera meiri virðingu fyrir afætuiðnaði klædda arfavitlausri útlendingastefnu og meðvirkni til handa alþjóðavæðingu, er engu kemur til með að skila til afkomenda okkar.
Stöndum saman og hættum að láta hræsnisfulla elítu sjálftökufólks geta gengið í vasa okkar, það er löngu komin tími til að fara að setja hnefann í borðið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 38615
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 63
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar