Þegar þingmenn og ráðamenn fara að hagræða sannleikanum!

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með stjórnmálum í Bandaríkjunum og í Evrópu að undan förnu, en það jafnast ekkert á við siðleysið í Íslenskum stjórnmálamönnum. Ekki voru lágvær hótanir í garð fólks í Íslensku þjóðfylkingunni, þegar hún var stofnuð og var eitt af helstu baráttumálum flokksins, að vara við óheftum innflutningi á hælisleitendum og flóttafólki, og þá sérstaklega frá ólíkum menningarheimum. Þá þótti fréttamiðlum réttlætanlegt að kalla fylgjendur og forráðamenn ÍÞ fasista, rasista og djöfulmenni. Þá var áróðurinn að það væri svo gott að vera með fjölbreytileika í samfélaginu og breytti engu þótt sumir brytu af sér það þyrfti bara að hjálpa þessu fólki! Þá var einnig ekki talin þörf að spara hjá alþingismönnum til handa þessu flóttafólki, því miljarðannir sem ekki voru til í ríkiskassanum og höfðu verið merktir til annarra nota fuku út í loftið eins og engin væri morgundagurinn. Alþingismennirnir sem bruðluðu með almannafé í alkyns skemmtiferðir á kostnað ríkisins, þar sem kvenþjóðin lék í aðalhlutverki í alkyns óþarfa fundum við ráðamenn annarra þjóða sem leysa hefði mátt með netspjalli, sá ekkert athugaverð við þennan gjörning, sem sennilega nálgast að vera þjófnaður á ríkiseigum.
En nú kemur brandari dagsins eða daganna sem á undan hafa gengið! Flokkarnir og stjórnmálamenn hafa komið fram á sjónarsviðið með breytta stefnu í þessum málaflokki. Þetta byrjaði jú fyrst á Miðflokknum og síðan Sjálfstæðisflokknum, nú var bleik brugðið þar sem ein helsti flokkur sem drullaði yfir Íslensku þjóðfylkinguna kemur nú fram eins og þeir hafi aldrei setið á alþingi Íslendinga undanfarin ár og ekki látið í sér heyra í mótmælum gegn þessum óhefta innflutningi hælisleitenda, heldur hafa alþingismenn úr röðum viðkomandi flokks ekki hreyft við viðvörunarorðum, heldur frekar kvatt til meira fjármagn í málaflokkinn! Jú ég er að sjálfsögðu að tala um Samfylkinguna!, Formaður flokksins kom fram um daginn með breytta stefnu eftir að nýr Utanríkisráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins benti á að eyðslan væri komin úr böndum. Í dag kemur svo aflóga hræið sem er að vísu núna varaformaður Samfylkingarinnar og bendir á að eining ríki innan flokksins um þessa stefnubreytingu, þó svo að Helga Vala fyrrverandi varaformaður flokksins þurfti að víkja sækti og sagði af sér sem alþingismaður.
Nei þjóðin er búin að láta blekkja sig, Samfylkingin er að leika sama leik og kratarnir í Dammörku er þeir tóku upp stefnu flokksins sem barist hafði hælisleitendaiðnaðinn þar í landi, en að sjálfsögðu hafa þeir ekki staðið við eitt né neitt að þeim loforðum sem þeir sögðust ætla að standa fyrir. Nú er bara að sjá hvort Íslendingar séu jafnheimskir og bræður okkar í Danmörku, að halda að Samfylkingin á Ísalandi komi til með að standa við sín loforð, sem hún hefur verið að berjast á móti undanfarin ár!

Skrílslæti á Austurvelli!

Í dag berast þær fréttir að nemendur Hagaskóla hafi farið í verkfall! Einkennilega til orða tekið, hverju ætli svo viðkomandi nemendur hafi verið að mótmæla! Ekki var það námsúrvali, nú eða að þau fengu ekki nægjanlega kennslu eða upplýsingar um þau námsefni er þau eru að læra, nú eða aðbúnað í viðkomandi skóla, NEI þau voru að mótmæla stríðinu á Gasa. Þarna mættu börnin ( unglingar ) með mótmælaspjöld og Palestínska fánann, með hinum ýmsu áletrunum. Hverjir ætli hafi í raun borið ábyrgð á slíkum spjöldum, jú eða útvegað þeim Palestínska fána til afnota, og er það þá ekki á ábyrgð viðkomandi hvort heldur það hafi verið skólastjórnendur og eða kennarar viðkomandi skóla sem bera ábyrgðina?
Ætli fulltrúar þessa skóla hafi hringt í foreldra viðkomandi barna og beðið leyfi til þess að ota börnunum út í foraðið án skriflegs samþykkis ráðamanna barnanna. Eru skólayfirvöld og eða þeir sem hvöttu börnin til að framkvæma gjörning er þau hafa ekkert vit á að skilja, né hafa tileinkað sér, nema þá ef til vill eitt og eitt en örugglega ekki allur fjöldin, ábyrg og ættu þarf af leiðandi að lenda í rannsókn hjá menntamálaráðuneytinu og eða lögreglu! Séu þau sek um að hafa farið á skjön við námsáætlun, ber þeim þá ekki að segja af sér, þar sem þau eru greinilega óhæf til að bera ábyrgð á þeim börnum er þau eru treyst fyrir að gæta og vernda gegn utanaðkomandi áróðri, hver svo sem hann skyldi vera!
Ég tel fulla ástæðu til að þessi framkoma skólayfirvalda verði rannsökuð og tekið sé alvarlega á slíkri hegðun opinberra starfsmanna, það er að nýta sér óhörðnuð börn í pólitískum tilgagni!
Því hvet ég menntamálaráðherra að girða sig í brók og fara í málið nú þegar, því verði þetta látið viðgangast, er fullvíst að slíkir aðilar munu ganga enn lengra í misnotkun sinni á börnum okkar í framtíðinni!


Um bloggið

Guðmundur Karl Þorleifsson

Höfundur

Guðmundur Karl Þorleifsson
Guðmundur Karl Þorleifsson

Áhugamaður um þjóðfélagsumræður.

Bloggvinir

Feb. 2024
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29    

Nýjustu myndir

  • Untitled
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar.png 2
  • Skoðannakönnun. Forsetakosningar
  • Spilling ríkisvaldsins
  • Áætlað hraunrennsli.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband