24.11.2024 | 13:37
Þegar stutt er í kosningar!
Nú þegar stutt er í að þjóðin gangi til kosninga, er gott að velta upp hver staðan sé. Menn bíða eftir útspili flokkanna, sem reyna að ná athygli sinni í að bæta við sig fylgi, hvort heldur þeir séu í efrikanti skoðanakannana eða eru að berjast við að komast inn á þing. Við skulum byrja á að velta fyrir okkur því að formaður Viðreisnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ætlar að kynna helstu áherslur kosningabaráttu flokksins á blaðamannafundi í dag 24 Nov. ? Hvað er viðkomandi formaður að gefa í skin, er hún að senda út þau skilaboð að það hafi ekki verið neitt að marka skilaboðin sem hún og flokkurinn hafi sent út fram að þessu og nú ætli hún sem virðist vera eini frambjóðandinn í flokknum sem má tala ef undan er skilin rindillinn sem hangir í pilsfaldi hennar ( Sigmar ) . Var þá bara ekkert að marka það sem hún hefur sagt hingað til, eða verður ekkert að marka það sem hún segir í dag, það komi bara ný yfirlýsing að kosningum loknum sem ef til vill verði ekki heldur neitt að marka! Þá bárust þau tíðindi að Jasmina Vajzovic Crnac ( sérfræðingur í málefnum fólks af erlendum uppruna ), sem taldi sig eiga fyrsta sætið á lista flokksins í Suðurkjördæmi, að hún segir sig úr flokknum vegna svika flokksforystunnar í hennar garð og til fólks af erlendum uppruna! ÞETTA ERU SENNILEGA STÆRSTU TÍÐINDI FRÁ ÞESSUM LANDRÁÐFLOKKI SEM KOMIÐ HAFA UPP Á YFIRBORÐIÐ Í ÞEIRRA KOSNINGABARÁTTU. Henni sem fulltrúa erlends vinnuafl á suðurlandi, var hafnað af flokki sem kallar sig Evrópusinnuðum flokki umfram allt annað. Enda eru það skýr skilaboð af hendi Viðreisnar að þau ætla að koma landinu inn í ESB sama þótt Íslendingar hafi hafnað þeirri vegferð! Þá berast þau tíðindi frá Framsókn að þeir munu sennilega ekki komast inn á þing, þrátt fyrir að hafa platað auðtrúa forsetaframbjóðenda Höllu Logadóttur á að vera í fyrsta sæti, en til hennar hefur ekki spurst eftir að hún tók sætið. Hún hefur ekki verið trúverðug í þessu framboði þar sem formaður flokksins virðist vera eini sem kemur fram fyrir þennan flokk. Spurning er hvort skinsamlegt væri fyrir harða framsóknarmenn að söðla um hnakk og kjósa Miðflokkinn svo þeirra atkvæði myndu ekki falla dauð og ómerk niður, enda vandséð að það verði nokkur eftir í Framsóknarflokknum að kosningum loknum! Það er augljóst að Samfylking á ekki lengur upp á pallborðið hjá þjóðinni, fallandi fylgi í skoðanakönnunum segir allt sem segja þarf. Þar er á ferðinni aumkunar vert væl formannsins, er mjálmar um allt og ekki neitt, er kemur þjóðinni við, heldur eru upphrópannir á innistæðulausum loforðum sem hafa ekkert innihald. Því miður virðist sem almenningur sé búið að gleyma Jóhönnu og Steingríms stjórninni, en hugarfar Samfylkingarinnar hefur ekkert breyst, þau eru ætíð við sama heygarðs hornið, það er að hækka skatta á almenna borgara og lítil og meðalstór fyrirtæki. Það hefur lengi virkað hjá Samfylkingunni að þegja þunnu hljóði þegar þau eru í stjórnar andstöðu, því flokkurinn stólar á gullfiskaminni þjóðarinnar. Það má segja eitt um komandi kosningar að það verður sennilega algjör uppstokkun á alþingi Íslendinga að kosningum loknum. Það verða sennilega stærstu tíðindin að þjóðin verður búinn að hafna fjórflokka kerfinu, því er það nauðsyn að landsmenn geri upp hug sinn og kjósi taktískt í komandi kosningum, geri sér grein fyrir að þeir flokkar sem eiga í vandræðum með að koma mönnum á þing verði gefið frí, en það myndist trú verðu legur meirihluti sem hafi hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi og velferð hennar til lengri tíma litið. Það er greinilegt að það þarf að komast á skilvirk stjórnsýsla, sem er ekki ofmönnuð einungis til að koma fleirum afætum ríkisstarfsmanna að kjötkötlunum, er leiðir til frekari hækkana skatta og álögur á fólk og fyrirtæki. Velmegun þjóðar felst í að auka nýsköpun, og stækkun þess hluta vinnuafls er skapar verðmæti í þjóðarbúið, en ekki aðför að skapandi hugsun og dugnaði fólks sem byggir upp samfélagið til framtíðar. Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2024 | 11:34
Vegna yfirgangs Rússa!
Er komin tími til fyrir stjórnmálamenn að skoða afstöðu sína er varðar loforðaflaum á fjármunum, sem gætu horfið eins og dögg fyrir sólu!
Hvers vegna er ég að koma með slíkar vangaveltur, hver er ástæða þess og er eitthvað að gerast á alþjóða vísu, sem yfirvöld á Íslandi taka ekki nógu alvarlega? Það er vitað að Rússar snúa öllu á hvolf þegar kemur að áróðri um orsakir og afleiðingar. Sem sagt það er alltaf og hefur alltaf verið, öllum öðrum að kenna en þeim, þegar vanda mál koma upp í samskiptum þeirra við nágrannaríki sem og alla þá, sem eru á annarri skoðun en stjórnvöld í Kreml.
Nú hafa bæði Finnar og Svíar hækkað viðbúnaðarstig sitt gagnvart Rússum, enn frekar. Hver ætli ástæðan sé! Jú það er greinilegt að það er búið að klippa á tvo af aðal samskipta ljósleiðara strengjum frá þessum löndum til mið Evrópu, það er Rússar eru farnir að vinna skemmdar verk á samskipta kerfi þessara landa og hver ætli sé ástæða þess! Það er aldrei neitt annað en innrás Rússa inn í Finnland, Svíþjóð, og eystrasaltlöndin!
Á meðan sofa vesturveldin á verðinum, ætla að skoða hver sé ástæðan og svo fram eftir götu. Það er tímabært að stjórnvöld í Evrópu vakni og geri þegar í stað ráðstafanir, því það þarf að stoppa stjórnina í Rússlandi, og koma Pútín frá völdum. Hann er hættulegur mannkyninu og þá sérstaklega Evrópu. Því ættu stjórnvöld á Íslandi að gera ráðstafanir í að vera með aðhaldsaðgerðir í stað loforðaflaum og eyðslu áráttu. Íslensk stjórnvöld ættu umsvifalaust að vísa rússneskum ræðismönnum og þeim rússum sem eru hér á vegum rússneskra stjórn valda umsvifalaust úr landi! Slíkt væri skýr skilaboð að Ísland og Íslendingar vilja ekki samskipti við kúgara og yfirgangsseggi, sem telja sig yfir allt hafna gangvart öðrum ríkjum! Íslendingar verða að gera sér grein fyrir því að ef til átaka kæmi á eystrasalti myndi það hafa veruleg áhrif á efnahag landsins, ferðamannaiðnaðurinn myndi hrynja á einni nóttu og landsframleiðsla myndi ekki verða í neinu samræmi við tekjur þjóðarinnar í dag.
Skora á stjórnmálamenn í aðdraganda kosninga að gæta hófs, þensla hagkerfisins gæti hrunið sem dögg fyrir sólu, þótt svo að við vonum að slíkt komi ekki til með að eiga sér stað. Nú er tími til að byggja upp varabyrgðir í stað eyðslu, koma fjármálum þjóðarinnar í lag svo við verðum ekki háð öðrum ef til átaka kemur. Hvort sem landsmenn eru á móti eða með NATO, þá er það eina ljósið sem við getum reitt okkur á sem stendur. Allt tal um að vera utan hernaðarbandalaga er ekki raunhæft á tímum sem þessum.
Lifið heil!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2024 | 16:45
Þegar stjórnmálaprófessor fer á flug!
Sá fréttagrein sem er birt athuasemdarlaust vegna Próferssor í stjónmálafræði telur sína skoðun þá einu réttu. Og hverjar ætli séu svo aðaláhyggjuefni viðkomandi prófessors um gildi atkvæða. Jú hann hefur barist fyrir að atkvæði einstaklings eigi að vera jafnt alsstaðaar á landinu, það er að höðatalan ráði. Þar með mætti draumastaða hans verða sú að einungis eitt kjördæmi yrði á landinu og stórreykjavíkursvæðið réði landinu!
Ég verð að segja að mér einusinni brá en nú er ég agndofa af undrun að slíkur maður skuli láta sér detta slíkt í hug. Þetta sýnir þvílíkt dómgreindarleysi prófersonin að engu tali tekur. Það er ekki að furða að fólk útskrifist út úr slíkum skólum með stimpil á blaði sem er í raun pappírsins virði.
Það hljóta allir að sjá að slíkt fyrirkomulag er algerlega út í hött. Ég hef bent á hvenig mætti ná eðlilegu hlutfalli við útreikning á kjördæmum, svo að meðalhófi yrði gætt og tryggt að þau kjördæmi sem mest skila inn í þjóðarbúið, sem og stærð kjördæmd væru einnig reiknuð inn í vægi atkvæða deilt með kosningabærum mönnum sem hefðu kjörgengi. Afhverju legg ég þetta svona fram, jú það er ljóst að megihluti landsmanna hefur fluttst ámölinna, en skiila minnstu í sameininlega sjóði miðað við höfðatölu. Þá eru landsvæði dírmæt og verða enn dírmætari þegar framlíða stundir, því eiga landsbyggðin að njóta þess að eiga slíkt land, en koma þarf í veg fyrir að ríkið takið landið yfir í nafni þjóðlenda, slíkt er rán og ætlar ríkið ekki að greiða neitt fyrir það. Það er nefnilega löngu komin tími til að fólk átti sig á því að koma þarf í veg fyrir að nokkrir auðugir einstaklingar geti yfirtekið landið í nafni þjóðlenda eða að það sé svo mikil þörf á ákveðnum náttúruauðlindum, sem þjóðin þurfi að nota til að halda uppi óráðsíunni á þéttbíliskjörnum landsins. Þéttbýlið vill fá allt frítt en grenjar þegar á að taka til hendinni við að byggja upp landsbyggðina. Því er löngutímabært að enduskoða kjördæmaskipan og upphefja réttilega vægi landsbyggðarinnar.
Lifið heil.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Guðmundur Karl Þorleifsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar